21.8.2014 | 19:43
Eyjafjallajökull tók sér 11 ár. Hvað gerir Bárðarbunga?
1999 komu skjálftahringur í Eyjafjallajökli og í gang fór svipað atferli og núna, undirbúningur fyrir að gos yrði í jöklinum.
Nokkrum sinnum eftir þetta endurtók þetta sig og ýmsum fannst viðbrögðin við þessu mjðg ýkt, líkt og að jarðvisindamenn og aðrir væru að finna sér vinnu.
Svo kom innskotið inn í Fimmvörðuháls með ferðamannagosi og í kjölfarið gosið í Eyjafjallajökli sem truflaði samgöngur um allan heim.
Enginn veit hvort Bárðarlbunga er að gera eitthvað svipað nú. En í ljósi reynslunnar eru aðgerðirnar núna réttmætar og ætti ekki að þurfa að deila um þær.
Grímsvatnagosið ári seinna vakti meiri athygli en ella vegna þess sem gerst hafði árið áður.
Nú þarf fjölmiðlafólk víða að úr heiminum að læra enn eitt nýtt orð: Bárðarbunga.
Á Sauðárflugvelli í dag varð ég að stunda framburðarkennslu til að nýsjálensk fréttakona Al-Jazeera gæti borið nafnið rétt fram, og í ljós kom, að nafnið Kverkfjöll var enn erfiðara fyrir hana en nafn Bárðarbbugu, en óhjákvæmilegt að nefna Kverkfjöllin líka, enda blöstu þau við frá flugvellium og rétt suðaustan við hann þar sem hún stillti sér upp til að segja frá því að bak við hana væri norðurjaðar Vatnajökuls, stór eldfjöll í honum og sjá mætti öflugar jökulsár renna frá jökulsporðinum á bak við hana.
Berggangur að myndast undir jökli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Í ellefu ár í ellinni á Sauðárflugvelli.
Þorsteinn Briem, 21.8.2014 kl. 20:20
Veðurstofa Íslands:
Þorsteinn Briem, 21.8.2014 kl. 20:46
Bárðarbunga gýs einhverntíman á næstu þúsund árum......eða ekki.
Hábeinn (IP-tala skráð) 21.8.2014 kl. 22:15
Bungan á Bárði alltaf á sama stað en gýs fyrr eða síðar.
Þorsteinn Briem, 21.8.2014 kl. 22:28
Bárðarbunga er nú reyndar ekkert að byrja með þessi læti núna. Það má segja að hún hafi nú þegar tekið sér 40 ár því veruleg skjálftavirkni hófst á áttunda áratugnum og svo kom gosið 1996 sem varð vegna skjálfta í Bárðarbungu þó kvikan hafi verið ættuð úr Grímsvötnum. Síðan hafa verið reglulega skjálftanrinur en þetta er sennilega fyrsta alvöru innskotavirknin.
Ég setti inná eldgos.is yfirlit yfir helstu goshrinur í Bárðarbungu og þær eru mjög ólíkar. Stundum gýs bara í jöklinum, stundum hleypur kvikan til suðvesturs osvfrv. Það gerir mönnum enn erfiðara að sjá fyrir framhaldið.Óskar, 22.8.2014 kl. 05:29
Þorsteinn Briem, 22.8.2014 kl. 17:56
Bárðarbunga | Eldgos | Eldfjöll | Eldstöðvar
Þorsteinn Briem, 22.8.2014 kl. 17:57
Þetta var nú hin hupplegasta kona þarna frá al-eitthvað. En ekki held ég að það þurfi samt að eyða ellinni í 11 ár til að bíða eftir gosi á okkar skeri. Biðin er þó bærilegri í góðu útsýni......
Jón Logi (IP-tala skráð) 22.8.2014 kl. 22:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.