Verður askan eins og reykur?

Askan úr Eyjafjallajökli 2010 var líparítaska og svo fíngerð, að hún var líkari reyk en ösku. Hún smaug inn í tæki, sem áttu að vera vatnsheld.

Eil dæmis eyðilagði tölvuna mína. 

Þegar ég barði létt á mælaborðið í FRÚnni eftir að askan hafði dunið á henni þar sem hún stóð við Hvolsvöll, gaus upp reykur, eins eldur kraumaði undir því, en það var hins vegar bara askan úr jöklinum.

Vegna þessa léttleika hennar barst hún svo víða sem raun bar vitni.

Askan úr Grímsvötnum 2011 var hins vegar basaltaska og mun grófari. En flugmálayfirvöld brugðust við henni að það var langt umfram þörf eins og ég hef nokkrum sinnum rakið hér á síðunni.

Ekki er vitað hvers konar aska myndi koma upp í öskugosi af völdum Bárðarbungu. Ef það gýs þar á annað borð. 

Af veru minni á Brúaröræfum síðustu áratugi hef ég séð, að framburður Jöklu, sem nú hefur verið drekkt í Hálslón, og framburður Kringilsár, sem er þverá hennar, er gerólíkur, því að framburður Kringilsár er svartur og mun grófgerðari.

Samt koma báðar árnar undan sama skriðjöklinum, Brúarjökli.  


mbl.is Hættustigið gæti varað vikum saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband