25.8.2014 | 15:22
Skásti goskosturinn: Viðbót við lítt þekkt undralandslag.
Á flugi yfir svæðinu milli Dyngjujökuls og Öskju síðastliðinn fimmtudag í góðu skyggni vakti athygli magnað fyrirbæri, sem lætur lítið yfir sér fyrir norðan jökulsporðinn, svonefnt Holuhraun.
Í hrauninu er gígaröð, ein af mörgum slíkum á þessu fjölbreytlegasta eldfjallasvæði heims sem vatnasvið Jökulsár á Fjöllum er, til dæmis norðaustur af Bárðarbungu, á Dyngjuhálsi og þar norður af.
Þrátt fyrir hundruð ferða yfir jökulsporð Dyngjujökuls og Jökulsárflæður, hafði þess gígaröð í Holuhrauni ekki vakið þá athygli sem hún átti skilið.
Eins og ég hef greint frá á bloggsíðunni hérna fór ég að leita að því, hvaða álit vísindamenn kynnu að hafa á þeim möguleika, að skjálftarnir og berggangurinn undir Dyngjujökli væri að teygja sig norður fyrir jökulinn og að Holuhraun væri á gosvirknisvæði Bárðarbungu en ekki Öskju, eins og talið hefur verið fram að þessu.
Uppákomur á borð við lokanir stórra svæða, yfirlýsingu um hættuástand og tengdar fréttir tóku hins vegar alla athyglina, enda þótt augljóst væri, að möguleikinn á fallegu hraungosi í gígaröð gæti gerbreytt stöðunni úr því að vera afar slæm í það að enda með því að skapa "ferðamannagos" sem myndi fljótlega hafa svipuð áhrif og Eyjafjallajökulsgosið, að auka á ferðamannastrauminn í stað þess að minnka hann.
Við Einar Rafnsson, sem flugum á sitt hvorri flugvélinni yfir svæðið sama daginn, tókum báðir myndir af því, en allt umrótið undanfarna daga og uppákomurnar hafa valdið því, að það verður fyrst í kvöld í fréttum Sjónvarpsins sem þær komast fyrir almenningssjónir ef Guð lofar.
Ætla að setja ljósmynd eða ljósmyndir nn á fésbókarsíðu mína núna þegar ég er loksin lentur í bili í byggð þar sem er gott 3G samband.
Gígaraðir og móbergshryggi (gígaraðir, myndaðar undir jökli) eins og finna má víða á Íslanddi, eiga sér enga hliðstæðu í heiminum.
Ástæða þess að gígaröðin magnaða í Holuhrauni hefur ekki hlotið sömu frægð og margar aðrar er líklega sú allt umhverfið, Askja, Jökulsárflæðurnar, Dyngjujökull og Kverkfjöll, er svo stórbrotið, og gígarnir lika dálítið fyrir utan alfararleið fyrir fótgangandi, að þessi gígaröð er eitt af best földu leyndarmálum íslenskrar náttúru.
Nú verður spennandi að sjá hvort gýs á sömu sprungunni eða við hliðina. Hvort tveggja yrði stórbrotin viðbót í listaverkagalleríi íslenskrar náttúru.
Auðvitað væri best ef ekkert gos kæmi nú, en á hinn bóginn er fullvís, að það mun gjósa fyrr eða síðar.
Gos líklegt milli jökuls og Öskju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
þetta er kannski þessi urðardyngja sem mig var að dreyma að ætti að breyta nafninu á Bárðarbungu í? Ég er búin að googla urðaryngja og það er ekkert sem ég finn
Ásta María H Jensen, 25.8.2014 kl. 17:22
"Holuhraun er talið hafa runnið árið 1797 (sjá til að mynda umfjöllun ÍSOR hér) og kom úr gíg á sprungu sem liggur í norðaustur nálægt jaðri Dyngjujökuls.
"Þetta hraun hefur verið talið til eldstöðvakerfis Öskju en efnasamsetningu þess svipar hins vegar til Bárðarbungukerfisins," segir Páll Einarsson prófessor í jarðeðlisfræði."
Þorsteinn Briem, 25.8.2014 kl. 18:12
Gott er margt þar gallerí,
gíga viljum skoða,
Ómar glaður út af því,
úr því nú að moða.
Þorsteinn Briem, 25.8.2014 kl. 18:19
Þetta verður kannski til þess að það kemur upp þarna hraun sem yrði einsog lítil bunga sem setti alla vitneskju um Bárðabungu í rugl og það yrði að finna nýtt nafn á hana eða á þessa bungu sem kemur. Ég legg til að það heiti þá Urðardyngja. Það er til í örnefnaskrá
Ásta María H Jensen, 25.8.2014 kl. 19:41
Er þetta Holuhraun ekki sprottið upp af svipaðri orsök og Skaftáreldar rúmum 10 árum áður, bara hinum megin við uppsprettu kvikunnar undir Bárðarbungu?
Er nokkuð sem segir að þetta verði "næs" túristagos? Hvað ef sama óþveraeiturmóðan fylgir og í Skaftáreldum?
Mögulegir valkostir gætu orðið sprengigos í Öskju eins og bent hefur verið á en kanski líka svipuð eiturmóða og í Skaftáreldum. Þarna liggur ýmislegt í lofti og ekki allt fallegt eða túristavænt!
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 25.8.2014 kl. 20:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.