Óvænt fámenni á þessum árstíma.

Það var óvænt tilfinning sem við þrjú upplifðum tvo sólarhringa á Sauðárflugvelli og komast að því að við værum alein um hásumar á stórum hluta landsins. 

En þannig varð það eftir að við lentum á Sauðárflugvelli og dvöldumst þar í tvær nætur.

Flugvöllurinn er ekki á vatnasvæði Jökulsár á Fjöllum, og til þess að flæða þar yfir, þyrfti hún að renna yfir tvo rana fjalla og hálsa, sem gengur til norðurs úr vestanverðum Brúarjökli og beinir ánum Kverká og Kreppu í Jökulsá á Fjöllum.

Þrjár ár, Sauðá, sem bjó til flugvöllinn, Kringilsá og Jökulsá á Dal sem nú hefur verið drekkt í Hálslóni, eru hins vegar á vatnasvæði á austurhelmingi þessa svæðis.

Ég fékk upphringingu frá einhverjum manni, sem ég þekki ekki neitt, sem skammaðist yfir því að ég hefði brotið gegn ferðabanni, sem þarna væri, því að við Kárahnjúkastiflu væri bannmerki, sem ég hefði ekki virt.

Ég sagði honum að flugleið mín til vallarins hefði í fyrsta lagi ekki legið yfir Kárahnjúka og spurði hann hvernig í ósköpunum ég hefði átt að virða bannmerki í vegakerfinu, sem ég hefði ekki séð, - hvort hann teldi að ég þyrfti að fylgja vegum hvarvetna á flugi mínu í nokkurra feta hæð til þess að gá á öll vegamerkin, reyna að lesa á þau og stöðva til dæmis för og víkja fyrir bílum á einbreiðum brúm.

Þarna uppgötvuðum við það sem sagt, að við mættum ekki aka framhjá bannmerkinu á leið frá bannsvæðinu, heldur yrðum að vera lokuð inni, jafnvel þótt við værum samt ekki á skilgreindu hættusvæði!

Með leyfi yfirmannsins í aðgerðum Almannavarna fengu Lára og Vilhjálmur Þór að aka milli flugvallarins og Egilsstaða í fyrradag, enda sú leið öll tugum kílómetra utan við skilgreint hættusvæði.

Og það var sérkennileg tilfinning að vera þarna þrjú ein á gríðarstóru landsvæði sem annars iðar víða af ferðafólki á þessum árstíma.  

Svona getur nú flugið ruglað margt, til dæmis ef það yrði talið nauðsynlegt vegna smithætttu að banna alla flugumferð til og frá landinu.

Íslenskir farfuglar munu nefnilega fara sínu fram á vorin og haustin, jafnvel þótt þeir bæru óafvitandi einhver óvelkomin efni, smáverur eða pestir til landsins.   

 

 


mbl.is Gera ekki ráð fyrir fleiri ferðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónsson

það langt síðan ég hætti að virða flest þau boð og bonn sem veðurstofan, vegagerðin og fleiri stofnanir eru að setja á afréttum landsins enda eru Þessi bönn flest án lagaheimilda. Gerðu bara það sem þú telur þig þurfa að gera til að sinna þinni vinnu Ómar.

Það gilda lög á íslandi og lokanir sem takmarka frelsi okkar til vinnu eða athafana þurfa að eiga sér stoð í lögum.

Og takk fyrir framúrskarandi fréttamenennsku í þessu.

Guðmundur Jónsson, 26.8.2014 kl. 16:27

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

ég var rétt í þessu að blogga sérstaklega um þetta.

Ómar Ragnarsson, 26.8.2014 kl. 20:53

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég var rétt í þessu að blogga sérstaklegal um þetta.

Ómar Ragnarsson, 26.8.2014 kl. 20:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband