26.8.2014 | 06:34
Dauðateygjur, forboði goss eða hluti af löngu ferli?
Ýmsar útskýringar eru á lofti hjá fræðimönnum á því sem er að gerast í skjálftahrinunni sem kennd er við Bárðarbungu.
Ein er sú að stærð skjálftanna þurfi ekki endilega að tákna það að gos sé að dynja yfir, heldur um eðlileg viðbrögð í Bárðarbungu að ræða við gliðnun og kvikuinnskotum á margra tuga kílómetra löngu svæði.
Gæti þess vegna verið hluti af löngu ferli, líkt og átti sér stað við Kröflu í Kröflueldum og að stórir skjálftar gætu í raun verið nokkurs konar hluti af dauðateygjum hrinunnar, sem muni fjara út smátt og smátt á meðan berggangur eða berggangar væru að fyllast af kviku, án þess að hún komi upp á yfirborðið.
2007 hófst skjálftahrina við Upptyppinga fyrir austan Öskju, sem smám saman færðist til á litlu svæði og fjaraði rólega út á mörgum mánuðum.
Í upphafi hrinunnar í Bárðarbungu var stundum minnst á það, að mestar líkur væru á stórum skjálftum sem forboða goss, sem væri að bresta á. Þannig kynni það hugsanlega að verða í þetta sinn.
Eins og oft vill verða, kunna allar þessar útskýringar að vera réttar út af fyrir sig.
Það, ásamt þeirri staðreynd, að fyrr eða síðar muni gjósa þarna, gerir þetta allt svo áhugavert.
Ekki síst vegna þess, að skjálftarnir dreifast út fyrir Bárðarbungu og bergganginn margumrædda.
Þannig má sjá á skjálftakortinu á vedur.is að einn skjálftinn, sem náði 3ja stiga styrk, varð á Brúaröræfum skammt frá Sauðárflugvelli, sem hefur verið aöseturstaður minn í viku.
En völlurinn liggur yfir sprungumisgengi sem teygir sig frá Kverkfjöllum í norðaustur í gegnum Kárahnjúkastíflu og Kárahnjúka, sem eru sofandi eldstöð.
Sá stærsti hingað til | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Allt er þegar þrennt er.
Ásta María H Jensen, 26.8.2014 kl. 08:34
Þessi meinti skjálfti uppá 5,7 sést hvergi nema á mbl or ruv. Hvergi inná vedur.is. Fjölmiðlaskjálfti?
Hvumpinn, 26.8.2014 kl. 08:55
Storka náttúruöflunum með stíflu við Kárahnjúka og þykjast standa allar hamfarir, við hamfarir í Kárahnjúkum mun stíflan bresta og úr verða eitt stærsta hlaup niður í byggð sem komið hefur þegar Hálslón tæmist.
Sigurður Haraldsson, 26.8.2014 kl. 09:27
Það er ekki rétt hjá þér að skjálfti upp á 5,7 sjáist ekki neins staðar Hvumpinn hann sést á vedur .is,ætli þurfi ekki skjálfta upp á 6 til að starta Bárðarbúngu?
Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, 26.8.2014 kl. 09:29
Ísland er bara að rifna í sundur og við förum til fjandans og okkur verður bölvað um alla eilífð
Ásta María H Jensen, 26.8.2014 kl. 09:58
http://www.visir.is/allt-farid-til-fjandans-i-verzlo/article/2011409235003
Ásta María H Jensen, 26.8.2014 kl. 10:18
Hvar er aftaní bloggarinn...??
Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 26.8.2014 kl. 14:19
Hefur þú einhvern tíma birt hér athugasemdir um efni bloggfærslna Ómars Ragnarssonar, "Helgi Jónsson"?!
Þorsteinn Briem, 26.8.2014 kl. 18:36
Ekki mikið, enda hefur maður ekki komist að vegna einhvers aftaní bloggs.
Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 27.8.2014 kl. 10:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.