Tvö skammarleg mál gagnvart sannri vinaþjóð.

Engar tvær Norðurlandaþjóðir eru eins nátengdar og Íslendingar og Færeyingar. Og engin Norðurlandaþjóð hefur reynst okkur betri en þeir. 

Þegar allir aðrar þjóðir lögðust gegn okkur í Hruninu spurðu Færeyingar einskis, en gengu strax gegn straumnum og studdu okkur af einstæðum höfðingssakap og af fágætri vináttu.

Illa launum við þeim drengskaparbragðið með því að sýna þeim fádæma tómlæti og stórbokkaskap í tveimur málum.

Annað þessara mála varðandi færeyskt makrílveiðiskip er á allra vörum og margir hafa skammast sín fyrir að vera Íslendingar undanfarin dægur vegna framkomu okkar gagnvart bestu vinum okkar í því.

Hitt málið er það tómlæti og tregða sem við höfum sýnt þeim gagnvart óskum þeirra um að fá að fljúga á milli Voga og Reykjavíkur á Airbus 319 þotum, sem nú hafa leyst BAE 146 þotur af hólmi í flugi Færeyinga. 

Ég gerði það að gamni mínum hér um árið að spyrja fólk, hvaða flugvélar væru þær stærstu sem flygju reglulega um Reykjavíkurflugvöll og fékk nær aldrei rétt svar, sem var, að það væru þotur Færeyinga, sem væru fjögurra hreyfla breiðþotur sem tækju fast að 90 farþegaum í sæti.

Þessar þotur voru svo hljóðlátar og nægjusamar á brautarlengdir að fólk tók varla eftir þeim.

Þegar Færeyingar vildu nota Airbus 319 í staðinn, afar lágværar og hentuga þotur, brá svo við að lappirnar voru dregnar og þeir látnir mæta algerlega óþörfu fálæti. Inn í það hefur kannksi blandast andstaðan gegn notkun Reykjavíkurflugvallar, og sýnir það þröngsýni okkar gagnvart örlátri og sannri vinaþjóð.

Færeyingar eru svo mörgum sinnum fámennari en við, að flug þeirra á milli landanna getur aldrei orðið nema hluti af raunverulegu innanlandsflugi beggja þjóðanna.

Nú eru menn loks að sjá að sér í þessum tveimur málum, en það hefur verið til skammar hvernig lappirnar hafa verið dregnar og einstæð vinátta hinnar litlu bræðraþjóðar lítils metin.  


mbl.is Vandar Íslendingum ekki kveðjurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Tek undir allt í pistlinum nema að mér finnst nú svolítið "svert" að kalla BAe 146 breiðþotu.

Erlingur Alfreð Jónsson, 30.8.2014 kl. 00:04

2 identicon

Þetta er nú ekki alveg rétt Ómar, pólverjar lánuðu líka umtalsvert fé, óumbeðnir. Þáverandi ríkisstjórn frétti af því fyrst í fjölmiðlum. Það er líka búið að endurgreiða það lán. Hins vegar má velta fyrir sér hvort Íslendingar hafi átt skilið einhverja aðstoð í hruninu.

valdimar (IP-tala skráð) 30.8.2014 kl. 00:52

3 identicon

Íslendingar hafa lengi litið niður á Færeyinga.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 30.8.2014 kl. 01:14

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það er lygi Haukur Kristinsson, þó vel geti verið að þú gerir það.  

Velvild Pólverja laskar frændsemi Færeyinga við okkur ekki neitt. 

Ég sé ekki að það skipti neinu andskotans máli af hvaða gerð flugvéla Færeyingar nota.  Sé Reykjavíkur flugvöllur hæfur til að taka við þeim þá á að gera það. 

Færeyingar eru eins og landsbyggðarmenn á Íslandi, þeir vilja komast beint til Reykjavíkur.       

Hrólfur Þ Hraundal, 30.8.2014 kl. 09:48

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Færeyingar búnir að fá nóg af framsjöllum og helv. elítunni hérna. Sem vonlegt er:

,, Fríhandilssáttmálin millum Føroyar og Ísland hevur ikki slóðað fyri øktum samhandli landanna millum, um ikki handilin í fyrsta lagi er til gagns fyri íslendingar. sigur Bjarni Djurholm, samgongutinglimur fyri Fólkaflokkin, og fyrrverandi landsstýrismaður í vinnumálum.

Hann hevur í einum fyrispurningi til løgmann sett fram fleiri spurningar um samskifti og samhandilin millum Føroyar og Ísland, nú fleiri dømir hava verið seinastu tíðina um at íslendskir myndugleikar og íslendskt vinnulív seta strangari krøv til føroyingar enn íslendingar, hóast Hoyvíkssáttmálin sigur nakað annað."

http://aktuelt.fo/islendingar+hugsa+fyrst+um+seg+sjalvar.html

Svo tala þessir aumingjans framsóknarbjánar og forsetagarmur um eitthvað ,,sérstakt samband" við Færeyja! Held þetta ætti að fara að þegja þetta framsjallahyski og koma sér frá kjötkötlunum hérna og skammast sín.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 30.8.2014 kl. 10:51

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Viðtalið við skipstjórann á Nærabergi í heild.

Ríkisstjórnin sneri skipinu við í fyrstu!

Skipi með vélarskaða og í ney. Sneru því við.

Fariði í burtu færeyingar! Öskruðu framsjallar og elítan hérna eins og andskotans fífl.

Framsjallar verða amk. að biðjast opinberlega afsökunnar og svo verður að rannska þetta framferði framsjalla.

Best væri að þeir hundskuðust frá stjórnvölunum og færu bara heim til sín þetta framsóknar- og sjallapakk.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 30.8.2014 kl. 11:24

7 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þú Ómar Bjarki ættir að leita til læknis, vegna þessarar framsjalla maníu sem er að gera þig ónýtan.   

Hrólfur Þ Hraundal, 30.8.2014 kl. 11:24

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

http://kvf.fo/netvarp/sv/2014/08/30/140829dvskiparinnaraberg

Það sem maður skammast sín fyrir þessa framsjallavesalinga.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 30.8.2014 kl. 11:24

9 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Sko, þetta er í færeyska ríkisútvarpinu.

Afhverju vaða fjölmiðlar hérna ekki í forsætisráðherraskussann og heimta skýringar á þessu ofsa- og óskaparframferði?

Aaa allir fjölmiðlar hérna í eigu eða undir áhrifavaldi framsjalla og í raun er elítan búin að drepa raunverulega fjölmiðlun hér.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 30.8.2014 kl. 11:26

10 identicon

Lögin sem farið er eftir hafa verið í gildi að minnsta kosti síðan 1993, sennilega talsvert lengur. Það er nú þannig með lög að þau þurfa að gilda jafnt fyrir alla.

Jonas Kr (IP-tala skráð) 30.8.2014 kl. 12:57

11 Smámynd: Villi Asgeirsson

Tek undir það að Airbus 319, og reyndar 320 líka, eru virkilega hljóðlátar vélar. Ég vinn mikið með þær, og svo eina og eina B737, og munurinn er ótrúlegur.

Villi Asgeirsson, 30.8.2014 kl. 14:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband