Er hlaup í suðvestur enn inni í myndinni ?

Í dag má sjá að margir stórir skjálftar eru nú í suðvestanverðri Bárðarbungu. Á flugi yfir bunguna í hádeginu í gær mátti sjá, rétt áður en ský fóru að hylja bunguna, að svo virtist sem nýjar íssprungur væru að koma í ljós á suðvesturhluta hennar og aðrar sprungur að stækka. 

Sjá mynd af einni sprungunni á fésbókarsíðu minni.  

Þetta minnir svolítið á Kröflueldana á sinni tíð þegar skjálftar og órói færðust sitt á hvað til suðurs eða norðurs og enginn vissi hvar jarðeldur myndi koma upp.

Níu sinnum kom upp kvika, en aðeins einu sinni í suður og þá í einhverri mestu mýflugumynd sem eldfjallasaga jarðar kann að geyma. En enginn veit hve litlu munaði þá að gos í Bjarnarflagi og þar suður af yrði stærra og meira.   

Þess vegna er nauðsynlegt að útiloka ekki neinn af þeim möguleikum, sem þarna eru og geta leitt stórflóð niður í fern vatnasvið hið minnsta, suður í Grímsvötn, suðvestur í Köldukvísl og niður Tungnaá og Þjórsá, niður í Skjálfandafljót eða niður í vatnasvið Jökulsár á Fjöllum.  


mbl.is Bíddu, það er ekkert gos!
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hjá jarðfræðingum ber á fát og fumi

í fréttum tala um slysagos í sprungu

Fullyrðingar í sig etur Tumi

innan tíðar gýs í Bárðarbungu 

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 30.8.2014 kl. 12:53

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Mikid vaeri fródlegt, fyrir okkur sem ekki thekkjum thetta svaedi til fulls og jafnvel harla lítid, ef einhver sérfrodur adili um thetta myndi birta heildarkort, eda mynd, af thessu svaedi og eins hvernig thessi umbrotasvaedin og vatnsgangarnir undir jöklinum tengjast sín á milli. Thad er hálfgerd skömm frá thví ad segja, hvad madur er illa kunnugur thessu svaedi og ekki alltaf med á nótunum thegar verid er ad fjalla um thad i smáatridum.

Hafdu annars thakkir fyrir gódar myndir úr flugbannsferdinni og allan thann fródleik sem thú hefur deilt med okkur hinum, gegnum tídina Ómar.

Gódar stundir og kveja ad sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 30.8.2014 kl. 17:30

3 identicon

 Gjössi vel Halldór Egill Guðnason

http://www.bardarbungavolcano.com/

http://volcanocafe.wordpress.com/

Benedikt (IP-tala skráð) 30.8.2014 kl. 22:45

4 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Reyndar minnir þetta líka illa á Öskju 1874-1876. Nema hér bætist við öll megineldstöðin er undir jökli og getur orsakað allskonar flóð. Þessir mörgu stóru skjálftar í megineldstöðinni er virkilega eitthað sem menn ættu að taka alvarlega, hvort sem grunnástæðan eru hreyfingar á tappa milli eftir og neðri kvikþróa eða eitthvað annað. Alveg eins og gilti á Fimmvörðuhálsi og svo í Eyjafallajökli, þá er þunnfljótandi basaltkvika merki um að hún komi af miklu dýpi og hafi ekki haft tíma til bræða veggi kvikuþórar og/eða blandast og soðið samanvið eldra efni í kvikuþró.

Tíu skjálftar í megineldstöð á milli 5 og 6, og tugir yfir 4, væri alltaf og allstaðar talið alvarlegt hættumerki um hvað gæti gerst í sjálfri megineldstöðinni.

Helgi Jóhann Hauksson, 31.8.2014 kl. 00:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband