Fínn foksandur og laus mold eru víðar en inni við Vatnajökul.

Á korti á vedur.is sást áberandi sjón í dag, stór rauð merki um moldrok og sandfok á Grímsstöðum á Fjöllum í austan hvassviðri. 

Það er víða laus jarðvegur og sandur á öllu Norðausturlandi og því eðlilegt að hann fjúki hressilega í stormi.

Upplýsingar á vedur.is og í símsvara Veðurstofunnar í dag sýna, að foksandur á svæðinu milli Dyngjujökuls og Öskju, svonefndum flæðum, sem oft fylla loft af mold og sandi þar norðaustur af í hvössum og þurrum suðvestanáttu, hefur í þetta sinn fokið til norðvestur í átt til innsta hluta Skagafjarðardala og botna Eyjafjarðardala, en varla til Akureyrar og alls ekki til Mývatnssveitar, eins og verið var að velta vöngum yfir í fréttum Stöðvar 2 og Bylgjunnar í dag.

Af nógri lausri mold og sandi er að taka norðar á hálendinu til þess að það berist til byggða í óveðri eins og því sem geysað hefur í dag.  


mbl.is Moldrok sést á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband