Slæm frétt ef þetta gos hættir?

Það kann að sýnast öfugmæli en má þó til sanns vegar færa, að ef gosið í Holuhrauni hætti, muni hættan á svæðinu vaxa, vegna þess að gos á öðrum stöðum geti valdið mikilli hættu á flóðum eða illvígum sprengigosum.  

Meðan hraun streymir þarna upp með lítilli fyrirstöðu tappar það af þrýstingnum neðanjarðar eins og þegar lok lyftist á potti með sjóðandi vatni og gufan sleppur út.

Á næstu dögum og jafnvel vikum eða mánuðum verður spennandi að fylgjast með því hvort jafnvægi náist á milli þeirrar kviku, sem sleppur út, og þeirrar sem leitar inn í sprungur og kvikuhólf.

Nýja hraunið, sem rennur úr gígunum á sléttunni, hefur nægt svæði til þess að breiða úr sér og getur ekki valdið neinum teljandi vandræðum nema þeim, að komist það alla leið yfir að Öskju, verður jeppaleiðin um Flæðurnar mun torfærari en nú er, enda liggur hún núna um sléttan sand og er greiðfær og fljótfarin.

Var að henda inn á facebook síðu mína einni af þeim ljósmyndum sem ég smellti á nýja hraunið í dag.  

 


mbl.is Enn getur gosið undir jökli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband