Borgarastríð eru oft flókin.

Í borgarastyrjöldum er ástand mála oft mun flóknara en í hefðbundnum styrjöldum, þar sem ríkin, sem takast á, hafa gefið út gagnkvæmar stríðsyfirlýsingar.

Ýmislegt af því, sem nú má sjá í Austur-Úkraínu, minnir á sumt af því sem einkenndi Spænsku borgarastyrjöldina 1936-1939.

Þó er þar munur á hvað varðar það, að í spænsku styrjöldinni var hvorugur stríðsaðilinn aðskllnaðarsinni, heldur var gerð uppreisn innanlands gegn rétt kjörinni ríkisstjórn í landinu. 

En frá mörgum öðrum löndum fóru "sjálfboðaliðar" til að taka þátt í styrjöldinni.

Þjóðverjar og Ítalir studdu Falangistaher Francos en Sovétmenn studdu einkum Lýðveldisherinn og allar þessar þjóðir sendu hergögn til landsins auk "leiðbeinenda".

Á þessum árum vildi enginn stofna til átaka sem gætu leitt til Evrópustyrjaldar eða heimsstyrjaldar, og Bretar og Frakkar reyndu að halda sig til hlés.

Hitler og Mussolini telfdu hins vegar djarft og fóru eins langt og þeir gátu, án þess að um beina stríðsþáttöku væri að ræða. Illrænd var hersveit Þjóðverja, sem meðal annars gerði hina grimmilegu loftárás á þorpið Guernica.

Í styrjöldinni fengu Þjóðverjar tækifæri til að þróa hergögn sín, tól og róttækar nýjungar í hernaðarlist sem lögðu grunninn að "leifturhernaðir" ("blitzkrieg") sem var grunnurinn að sigurgöngu þeirra 1939-41.

Þátttaka Hitlers og Mussolini í Spánarstyrjöldinni reyndi á þanþol Vesturveldanna en þeir gengu eins langt og unnt var án þess að Evrópustyrjöld brytist út.  

Stalín dró sína menn út úr átökunum á Spáni þegar sigur Falangista var fyrirsjáanlegur.

Átökin í Úkraínu eru hernaðarlega "öfugu megin" í landinu fyrir NATO og Vesturveldin, þ. e. í austurhlutanum og vígstaðan því töpuð nema með því að taka allt of mikla áhættu.

Pútín gætir þess að fara ekki lengra í stuðningnum en sem nemur því minnsta sem hægt er að komast af með til að hafa örugglega vinninginn.

Það virðist stefna í það að aðskilnaðarsinnar hafi sitt fram.

Nú eru uppi raddir um það í Vestur-Evrópu að læra af mistökunum, sem fólust í eftirgjöf fyrir landakröfum Hitlers á Munchenarfundinum 1938.

En hér á Vesturlöndum vill það oft gleymast að í Rússlandi eru líka uppi raddir um að læra af þeim mistökum á árunum fyrir innrás Þjóðverja í Sovétríkin að leyfa hinu vestræna herveldi þess tíma að skapa sér leppstjórnir og bandamenn í löndum Austur-Evrópu sem ógnuðu öryggi Rússlands þá, rétt eins og Pútín finnst að NATO geri nú í sömu löndum.    


mbl.is Telur Úkraínuher sigraðan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Hansson

Afar góður pistill.

Snorri Hansson, 3.9.2014 kl. 01:37

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Gleymum því ekki að Stalín gerði samning við Hitler um að þeir gerðu ekki árás hvor á annan, þannig að þeir voru bandamenn--um tíma.

Wilhelm Emilsson, 3.9.2014 kl. 05:10

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Fróðlegur pistill.

Þú talar um "aðskilnaðarsinna" sem Pútín styður með hermönnum, og að Pútín sé allt að því skiljanlega að deyfa vestræn áhrif við landamæri sín. Ég held að þetta sé allt reykský sem er þyrlað upp af Pútín sjálfum. Hann er að ég held fyrst og fremst að þjappa þjáðum Rússum á bak við sig gegn "óvinum Rússa" erlendis til að styrkja völd sín og tök á Rússlandi.

Hitler gerði nákvæmlega það sama. Hann talaði um að verja Þjóðverja hvar sem þá var að finna. Innan Tékklands, Póllands, Austurríki og víðar var (og er) að finna þýskumælandi fólk. Þessi lönd voru því tekin. Svona tal blekkti Vesturlandabúa þá, og gerir það enn í dag.

Geir Ágústsson, 3.9.2014 kl. 06:50

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er mikið til þessu hjá þér, Geir. En ævinlega er þarft að reyna að setja sig í spor þeirra sem hlut eiga að máli til að reyna að skilja eðli málsins.

Ómar Ragnarsson, 3.9.2014 kl. 08:41

5 identicon

heilmikið vandamál ukraina ef ég man rétt hefur aldrei verið sjálfstætt ríki heldur er samsett úr mörgum ríkjum. en munu menn stoppa við landamærin frá 1955. og vestuhlutinn fari inni nato. það var kanski eðlilegt að krimskaginn fari til russa þar sem um 90% eru russar. en ég sé ekki hvernig austurhlutinn breitist þar eru þeir um 50%. læra menn noææurntíman af söguni sagan seigir að við gerum altaf sömu mistökin aftur og aftur. nú virðist vera kominn hæfilga langur tími frá seitni heimstyrjöldinni til að birja aftur

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 3.9.2014 kl. 08:49

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/6/66/Ukraine_ethnic_2001_by_regions_and_rayons.PNG

Þorsteinn Briem, 3.9.2014 kl. 23:02

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

"In the 2001 Ukrainian census, 8,334,100 identified as ethnic Russians (17.3% of the population of Ukraine [þar af um 5% á Krímskaganum]), this is the combined figure for persons originating from outside of Ukraine and the autochthonous population declaring Russian ethnicity."

Um fjórðungur íbúa Eistlands og Lettlands er hins vegar af rússnesku bergi brotinn.

Þorsteinn Briem, 3.9.2014 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband