3.9.2014 | 08:25
Guðmundar- og Geirfinnsmál Norður-Karólínu?
Dómsmorð, sem framið var í Norður-Karólínu fyrir 30 árum, byggðist á því að fyrir hendi var lík, ummerki og líffsýni, hugsanleg ástæða til morðs og játningar hinna sakfelldu. Nú kemur í ljós að þeir voru saklausir.
Dómar yfir sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum fyrir 37 árum byggðust ekki á nema einu atriði af þeim fjórum sem nefnd eru hér að ofan.
Í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum fundust aldrei lík, engin ummerki eða lífssýni, engin ástæða til morðsins, engin sönnun um að sakborningar hefðu verið á morðstöðunum og ekkert morðvopn, aðeins margþvældar og mótsagnakenndar játningar sem fengnar voru fram með margfalt lengri og aðgangaharðari þvingunum og harðræði en í málinu í Norður-Karólínu og voru í raun ólöglegar pyntingar, sem ekki eiga að líðast í siðuðu vestrænu samfélagi.
Samt vefst það enn fyrir okkur að hreinsa þetta mál út af borðinu svo að afmáður verður sá blettur á íslensku samfélagi, sem það er.
Sátu saklausir inni í 30 ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Taka má undir þetta Ómar. En, ég geri eina athugasemd: Þú talar um dómsmorð þarna úti í N-C. Þó var enginn tekinn af lífi.
Þetta er finnst mér dálítið ofnotað hér, að tala um dómsmorð þegar fólk er ranglega dæmt, jafnvel þótt það sé ekki einu sinni dæmt í fangelsi, þannig er þetta hugtak gengisfellt.
Það ætti að vera hægt að tala um að fólk sé ranglega dæmt. Dómsmorð hafa vissulega verið framin, jafnvel einhvern tíma hér á landi, þegar fólk hefur verið dæmt saklaust og síðan tekið af lífi, en sakleysið svo uppgötvað síðar. Þá vitaskuld of seint.
Þórhallur Birgir Jósepsson, 3.9.2014 kl. 09:42
Þakka þér Ómar að mynna á æfarandi skömm íslensksrar lögreglu og dómskerfis.
Þegar dómstóll eiðileggur líf saklaus fólks hefur það verið kallað dómsmorð.
Snorri Hansson, 3.9.2014 kl. 11:29
Sama má segja um galdrabrennurnar og fjöldann allan af dómum fyrri alda. Þó að við "vitum" að einhverjir hafi verið saklausir þá gagnast það ekkert fyrir dómstólum. Lög eru ekki afturvirk og eldri mál verða ekki dæmd eftir núgildandi lögum. Margt af því sem áður töldust góðar og gildar löglegar yfirheyrsluaðferðir flokkast í dag sem pyntingar. Það er því ekki hægt að tala um ólöglegar aðferðir ef þær voru löglegar. Og ekki hægt að taka upp gömul mál í hvert sinn sem lög breytast.
Skjóttur (IP-tala skráð) 3.9.2014 kl. 12:32
"Málið snýst ekki um afturköllun játninga, heldur að játningarnar í málinu virðast hafa verið samdar af rannsóknaraðilum og togaðar út úr sakborningum með pyntingum.
Rannsakendurnir sýndu nefnilega fram á með óyggjandi hætti að þeir gátu fengið sakborninga til að játa hvaða þvælu sem var með því að fá þá alla í einangrun til að játa útgáfuna sem varð til að fjórir saklausir menn voru hnepptir í gæsluvarðhald mánuðum saman.
Það er líka fáránlegt, eins og bent hefur verið á, að hamra á því að það þurfi ný sönnunargögn til að málið verði tekið upp aftur, því það voru einmitt aldrei nein sönnunargögn í málinu.
Að krefjast nýrra sönnunargagna er að snúa sönnunarbyrðinni við og ætlast til að sakborningar finni gögn sem sanni sakleysi þeirra."
Geirfinnsmálið, Brynjar og réttarríkið
Þorsteinn Briem, 3.9.2014 kl. 22:51
"Karl Schütz var að eigin sögn sérfræðingur í að "vernda æðstu ráðamenn Sambandslýðveldisins og upplýsa mál sem vörðuðu öryggi ríkisins".
Þegar hann var farinn af landi brott lýsti hann því yfir í viðtali við þýskt síðdegisblað að meðferð gæsluvarðhaldsfanganna hafi minnt sig á blómatíð nasismans í Þýskalandi og að hlutdeild hans í málinu hafi bjargað íslensku ríkisstjórninni."
Hliðverðir dómsmorðs? - Greinasafn Sigurfreys
Þorsteinn Briem, 3.9.2014 kl. 22:52
"Karl Schütz kom hingað til lands fyrir nokkrum vikum að ósk ríkisstjórnarinnar í þeim tilgangi að veita aðstoð við rannsókn Geirfinnsmálsins og Guðmundarmálsins."
Alþýðublaðið 15.09.1976
Ráðuneyti Geirs Hallgrímssonar 1974-1978
Þorsteinn Briem, 3.9.2014 kl. 22:52
Undir sönnunarbyrðinni - William O'Connor
Þorsteinn Briem, 3.9.2014 kl. 22:53
Þeir sem sátu í gæsluvarðhaldi vegna Geirfinnsmálsins og Guðmundarmálsins eru allir saklausir, þar sem sekt þeirra hefur ekki verið sönnuð.
Og á þeim voru framin gróf mannréttindabrot.
"Rétturinn til réttlátra réttarhalda byggir á mörgu, eins og því hvernig sönnunargögnin eru kynnt, hegðun réttarmeðlima, almennings og fjölmiðla."
"Að vera álitinn saklaus þar til sekt er sönnuð
Réttur þessi byggir á því að dómarar gæti þess að fordómar hafi ekki áhrif á úrskurð þeirra. Þetta á einnig við um aðra opinbera starfsmenn.
Í þessu felst að opinber yfirvöld, sérstaklega lögregla og saksóknarar, láti ekki í ljós skoðanir sínar á sakhæfi sakbornings fyrr en að réttarhöldum loknum.
Jafnframt felur rétturinn í sér að yfirvöldum beri skylda til að koma í veg fyrir að fjölmiðlar eða valdamiklir hópar í samfélaginu hafi áhrif á framvindu málsins."
Réttur til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi - Ýmis mannréttindi
Þorsteinn Briem, 3.9.2014 kl. 22:54
"Þegar um er að ræða sakamál er lögð rík áhersla á það sjónarmið að dómur sé byggður á réttum forsendum, þannig að saklaus maður verði ekki dæmdur fyrir brot sem hann hefur ekki framið."
"Í 2. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar og 2. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu skal maður, sem borinn er sökum um refsiverða háttsemi, talinn saklaus þar til sekt hefur verið sönnuð."
Um lög og rétt - Eiríkur Tómasson, Réttarfar, 2. útg., bls. 202-204.
Þorsteinn Briem, 3.9.2014 kl. 22:54
Læknablaðið, 11. tölublað 2011:
Flestir geta játað falskt - Viðtal við Gísla Guðjónsson réttarsálfræðing
3.10.2011:
Gísli Guðjónsson, einn fremsti réttarsálfræðingur heims, vill láta taka upp Guðmundar- og Geirfinnsmálin
Þorsteinn Briem, 3.9.2014 kl. 22:55
Ísland hefur átt aðild að Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna frá 10. desember 1948:
"5. gr. Enginn maður skal sæta pyndingum, grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu."
"9. gr. Ekki má eftir geðþótta taka menn fasta, hneppa þá í fangelsi eða varðhald né gera útlæga."
"11. gr. Hvern þann mann, sem borinn er sökum fyrir refsivert athæfi, skal telja saklausan, uns sök hans er sönnuð lögfullri sönnun fyrir opinberum dómstóli, enda hafi tryggilega verið búið um vörn sakbornings. ..."
Ísland hefur einnig til að mynda átt aðild að Mannréttindasáttmála Evrópu, sem birtur var hér á Íslandi í Stjórnartíðindum A 11/1954:
"3. gr. Bann við pyndingum. Enginn maður skal sæta pyndingum eða ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu."
Þorsteinn Briem, 3.9.2014 kl. 22:55
Stjórnarskrá konungsríkisins Íslands
"65. gr. Hvern þann, sem tekinn er fastur, skal án undandráttar leiða fyrir dómara. Sé hann eigi jafnskjótt látinn laus, skal dómari, áður sólarhringur sé liðinn, leggja rökstuddan úrskurð á, hvort hann skuli settur í varðhald. ..."
Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands í upprunalegri mynd
"131. gr. Ef dómari eða annar opinber starfsmaður, sem á að halda uppi refsivaldi ríkisins, beitir ólöglegri aðferð til þess að koma manni til játningar eða sagna, framkvæmir ólöglega handtöku, fangelsan eða leit eða leggur að ólögum hald á skjöl eða aðra muni, þá varðar það sektum eða fangelsi allt að 3 árum.
132. gr. Ef opinber starfsmaður, sem í 130. gr. eða 131. gr. getur, gætir ekki af ásetningi eða stórfelldu gáleysi lögmætra aðferða við meðferð máls eða úrlausn, handtöku, hald, leit, fangelsan eða framkvæmd refsingar, eða við beitingu annarra áþekkra úrræða, þá skal hann sæta sektum eða fangelsi allt að 1 ári, nema brot hans varði þyngri refsingu að lögum."
"134. gr. Misnoti opinber starfsmaður stöðu sína til þess að neyða mann til að gera eitthvað, þola eitthvað eða láta eitthvað ógert, þá skal hann sæta fangelsi allt að 3 árum."
Almenn hegningarlög nr. 19/1940
Þorsteinn Briem, 3.9.2014 kl. 22:57
Flott hjá þér Steini. Allt sem þú telur upp er sorglegt og satt varðandi
Guðmundar og Geirfinnsmálið.
Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 3.9.2014 kl. 23:48
Flott hjá þér Steini, ekkert nýtt og ekkert sem er gjaldgengt í réttarsal. Dómar eru endanlegir nema sakleysi sé sannað. Við dómsuppkvaðningu telst sök sönnuð og ekkert annað en sannanir fyrir sakleysi breytir því. Þvingaðar játningar sanna ekki sakleysi, þær eru ekki endilega rangar þó þær séu þvingaðar. Meðferðin á sakborningum, rannsóknaraðferðir og ólögfestir mannréttindsáttmálar sanna ekki sakleysi. Álit og hugrenningar sanna ekki sakleysi.
Skjóttur (IP-tala skráð) 4.9.2014 kl. 01:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.