LEITIN AÐ NÝJUM MÁLUM

Liðin vika hefur verið lýsandi fyrir þá leit sem er í gangi að nýjum kosningamálum, öðrum en umhverfismálum. Auðlindaákvæðismálið er glöggt dæmi um það. Nú virðist eiga að keyra þetta mál upp örskömmu fyrir kosningar þótt augljóst sé að svo vandasamt, flókið og umdeilt mál þarfnast miklu meiri tíma og yfirvegunar.

Þessi málsmeðferð núna stingur í stúf við þá viðleitni til vandaðra vinnubragða og varúðar þegar fjallað hefur verið áður um stjórnarskármál. Í Silfri Egils í dag kom líka fram að í tengslum við auðlindaákvæðið er nú allt í einu farið að fjalla um sjávarútvegsmálin og fiskveiðistefnuna eftir að lítið sem ekkert hefur verið talað um þau lengi vel. Ekki mun sú umræða gera málið einfaldara.

Það virðist sannarlega ekkert veita af því að halda á lofti umræðum um umhverfismálin, þann málaflokk sem snýr að hagsmunum ófæddra Íslendinga og ætti að gera næstu kosningar öðruvísi en fyrri kosningar ef tekið er tillit til þeirra hagsmuna sem eru í húfi.    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

Reyndu nú að koma þér í jarðsamband og hætta þessu röfli.

Það eru nógu margir í heiminum sem falla undir skilgrieninguna

hinir autónómu, sm er þjóðflokkur sem sér miðaldir í hillingum

og trúa því að hægt sé að lifa á loftinu einu saman, en heimta svo

að hið Opebera borgi fyrir það húsnæði og lifibrauð. Þau halda

að peningar (verðmæti) séu eihverjir prentgripir.sem koma af

sjálfusér. Síðan þú hættir að fljúga TF-GIN hefurðu verið að fljúga

loftið þunnt á hverri álvélinni á fætur annari, hvaðan heldurðu að

álið komi.

Leifur Þorsteinsson, 11.3.2007 kl. 18:11

2 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Sko ég hef skoðun á þessu öllu frá þér Ómar,eins og Faðir minn er vanur að segja enginn Íslendingur hleypir meiri skaða í loftið en þú sjálfur Ómar,ég sá myndina þína þegar lónið var fyllt,flugvél,4 Jeppar og auðvitað báturinn sem þú sildir þarna fram og aftur,hvað heldur þú að hafi farið mikið af eiturgufum frá þér við þessa yðju þína,hættu þessu bulli,notaðu strætó,eða best af öllu labbaðu og sýndu dug þinn í verki.

Virðingafyllst Úlfar B Aspar.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 11.3.2007 kl. 21:59

3 identicon

Það sem Leifur Þorsteinsson  og co þurfa að læra  er það að  í raun býr heimurinn  yfir alsnægtum.  Til þess að geta höndlað alsnægtirnar (án þess að grafa okkar eigin gröf í leiðinni) þurfum við að læra að taka réttar ákvarðanir.  Þar  stendur  hnífurinn  í  kúnni!  Við  þurfum  að  fara  okkur hægar og vinna og skapa í takt við náttúruna  og umfram allt  gefa okkur góðan tíma  sbr.  skrif  Guðlaugs.  Áfram Ómar !!

Kristján Oddsson (IP-tala skráð) 11.3.2007 kl. 22:06

4 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

Kristján Oddsson er ekki beint fróður um hvað um er að ræða,

og kanski hann hafi einhverja vitneskju um það sem Guðlaugur

lumar á! Ekki þó þungu vatni sem er afbrigði af H2O vatni þar sem

vetnis atómið inniheldur Nautrónu í kjarna og hefur verið notað

í kjarnaklúfum til kælingar og skjöldur fyrir geislun. og er ekki

orkugjafi frekar en vatnið sem streymir alstaðar. og svona til

glögvunar var hætt að bræða síld vegna þess að síldi hvarf.

Leifur Þorsteinsson, 11.3.2007 kl. 22:34

5 Smámynd: Óskar

Þessar kosningar snúast um fl. en umhverfismál Ómar minn.  Eitthvað verður þetta þunnt hjá nýju framboði ef ekkert má ræða annað en þessa langavitleysu sem þú hefur verið að boða undanfarna mánuði.

Óskar , 11.3.2007 kl. 22:39

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það gæti verið kosnngamál hvernig afrakstri auðlindanna er skipt milli okkar og hvort auður okkar liggi um of í ávöxtun spekúlanta  og verðbréfalottóinu í stað þess að ávaxta hann í mannauð landsins.

Í sambandi við heitasta mál umhverfisumræðunnar í heiminum, Global Warming, gæti verið ágætt að kíkja á mótrökin í eftirfarandi heimildamynd:http://video.google.com/videoplay?docid=9005566792811497638&q=%22The+Great+Global+Warming+Swindle%22 

Hlutirnir eru nú ekki alltaf eins einfaldir og þeir sýnast og áróðurstríðin uppdiktuð á báða bóga og fjármögnuð af hagsmunaaðilum. 

Jón Steinar Ragnarsson, 12.3.2007 kl. 00:48

7 Smámynd: Agný

Það eru ekki eingöngu virkjanir sem eru ógnun við komandi kynslóðir heldur líka þetta hér  Eru GM / erfðabreyttar nytjaplöntur að drepa hunangsflugur?http://agny.blog.is/blog/agny/entry/140719GM  (erfðabreytt) hrísgrjón með manns erfðavísi á fæðulistanum.http://agny.blog.is/blog/agny/entry/139356

Agný, 12.3.2007 kl. 01:22

8 identicon

Flott Ómar og co..

Það þyrfti að byrja á íslenskukennslu miðað við skrifin hér á undan

Silla (IP-tala skráð) 12.3.2007 kl. 01:35

9 identicon

Já, það verður nú meiri grjónagrauturinn þegar menn breytast í hrísgrjón.

Steini Briem (IP-tala skráð) 12.3.2007 kl. 01:42

10 identicon

Ég heiti Samfylking og kenna á því fæ,
klukkan sjö á morgnana er mér dröslað niðrí bæ,
enginn tekur eftir þó að heyrist lítið kvein,
Imba þarf að vinna en er orðin alltof sein.


Súrmjólk í hádeginu, Cheerios á kvöldin,
mér er sagt að þegja meðan fréttatíminn er.
Súrmjólk í hádeginu, Cheerios á kvöldin,
Imba er svo stressuð en þó mest á sjálfri sér.


Svo inn í grunnskólann mér dröslað er í flýti,
mig sárverkjar í handleggina eftir Imbu tog.
En þar drottnar Össur með ótal andlitslýti,
eins og hann hafi fengið hundrað þúsund flog.


Súrmjólk í hádeginu, Cheerios á kvöldin,
mér er sagt að þegja meðan fréttatíminn er.
Súrmjólk í hádeginu, Cheerios á kvöldin,
eitt er víst, hún Imba ræður öllu hér.


Bráðum verð ég sjö ára en það er fyrsta maí,
daginn þann ég dröslast alein niðrí bæ,
enginn tekur eftir þó ég hangi þarna ein,
Imba með kröfu um forsætið en er orðin alltof sein.


Súrmjólk í hádeginu, Cheerios á kvöldin,
mér er sagt að þegja meðan fréttatíminn er.
Súrmjólk í hádeginu, Cheerios á kvöldin,
eitt er víst, hún Imba ræður öllu hér.

Steini Briem (IP-tala skráð) 12.3.2007 kl. 03:15

11 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Langar að benda Guðlaugi á að það sem verður í framtíðinni er ekki í dag, við getum ekki nýtt framtíðarorku í dag, þess vegna verðum við að notast við virkjanir í bili.

Allt það sem maðurinn gerir mun úreldast og við sjálf líka Guðlaugur.

En hvað ef það verður heimsendir, er þá ekki bara spurning um að skjóta sig núna?

Við verðum að lifa á því sem við höfum í dag. Í dag getum við grætt á álframleiðslu eins og mörgu öðru. Í dag geta álverin skapað okkur vinnu. Á því þurfum við að halda til að eiga einhverja framtíð.

Látum ekki hræðslu við framtíðina stjórna okkur.

Ágúst Dalkvist, 12.3.2007 kl. 10:51

12 identicon

Sæll Ómar.

Umhverfismálin geta flokkarnir ekki hunsað en myndu gera það um leið og slegið yrði af. Huga þarf sérstaklega að öðrum grundvallarmálum sem flokkarnir hafa sameinast um að halda fyrir utan almenna umræðu. Þar ber hæst spillinguna í sambandi við lög um eftirlaun sem sett voru í desember 2003.

Á fyrsta þingi eftir síðustu Alþingiskosningar tóku formenn stjórnmálaflokkanna sig saman um frumvarp sem færði þeim forréttindi í lífeyrismálum sem Samtök atvinnulífsins hafa metið til tugmilljóna. Þetta voru þeir Steingrímur J. Sigfússon (höfundur hugtaksins “græðgisvæðing), Össur Skarphéðinsson (mikilvirkur kröfugerðarmaður til siðferðis stjórnmálamanna - annarra en sjálfs sín), Guðjón Arnar Kristjánsson, og svo þeir lagsbræður Halldór og Davíð (ein meginrökin fyrir lífeyrisforréttindum stjórnmálamanna voru þau að þá þyrftu ekki að sækjast eftir opinberum embættum er þeir hyrfu úr stjórnmálum).

Þetta spillingarmál snertir grundvallaratriði, nefnilega lýðræði:



1.   Við erum á hættulegri braut þegar stjórnmálamenn taka að fjarlægja sig umbjóðendum sínum og búa um sig handan við daglegt líf almennings í landinu. Alþingismenn eiga alls ekki að njóta forréttinda (einkennilegt að þurfa að segja þetta). Þeir eiga að búa við sömu grundvallarréttindi og þeir sem kjósa þá á þing.



2.   Formaður VG, Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi formaður Samfylkingarinnar, Össur Skarphéðinsson og Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslyndaflokksins drógu sjálfviljugir allar tennur úr stjórnarandstöðunni þegar þeir tóku að makka við þá Halldór og Davíð. Það gerðu þeir á bakvið bæði þing og þjóð. Hvaða fyrirstaða er í stjórnarandstöðu sem hefur slíka forystu? Hún er lítil og þess vegna lék framkvæmdavaldið hér lausum hala. Í því ljósi ber að skoða framgöngu þess í Íraksmálinu og stóriðjumálum. Ríkisstjórn sem býr við svo illa tennta stjórnarandstöðu telur sig einfaldlega geta farið sínu fram, og það með réttu.

3.   Flokkarnir ætla sér að ganga þessa spillingargötu til enda. Þingmenn VG ætla að þegja um eftirlaunamálið vegna þess að þeir kokgleypa spillingu og forréttindi (sjálfum sér til handa) fremur en að axla ábyrgð og valda Steingrími J. Sigfússyni óþægindum. Þeir segja: “Við greiddum atkvæði á móti eftirlaunafrumvarpinu” og heimta syndakvittun fyrir það. Hins vegar vilja þeir ekki þrífa upp eftir sig og horfast í augu við að frumvarpið var lagt fram með samþykki þingflokksins og formanns flokksins. Sama er að segja um Samfylkinguna og sama er að segja um Frjálslyndaflokkinn. ALLIR ÞEGJA og enginn ætlar axla ábyrgð.    

Þegar þingmenn allra flokka á Alþingi taka sig saman um að hygla sjálfum sér með forréttindum, þá er hætta á ferðum. Kjósendur þurfa að taka í taumana áður en “hin nýja stétt” nær að festa sig í sessi og segir endanlega skilið við almenning í landinu. Gerist það ekki, þá styttist í skólakerfi fyrir fátæklinga, heilbrigðiskerfi fyrir þá sem ekki hafa ráð á að kaupa sér tryggingar eða borga fullt verð fyrir læknisþjónustu og enn frekari ívilnanir í skattamálum fyrir þá betur settu.

Ég hef spurt Kolbrúnu Halldórsdóttur og Ögmund Jónasson að því hvað VG ætli að gera í málinu. Svör þeirra fela í sér að VG ætli ekki að gera neitt. Flokkurinn ætlar ekki að þrífa upp eftir sig. Sama er að segja um Samfylkinguna. Þaðan berst aðeins þögn og afsakanir einstakra þingmanna um að þeir hafi ekki samþykkt frumvarpið. Eins og VG er þingflokki Samfylkingarinnar fjarri að axla ábyrgð á þessu spillingarmáli.

Með slíka stjórnarandstöðu getum við alveg eins haft sömu stjórn áfram við völd eftir kosningar. Það er engin ástæða til þess að elítan hafi vaktaskipti í stjórnarráðinu. Atkvæði greitt núverandi stjórnmálaflokkum er atkvæði greitt spillingu og forréttindahyggju.

Hjörtur Hjartarson (IP-tala skráð) 12.3.2007 kl. 10:55

13 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Kæri Úlfar Aspar. Fyrir 48 árum þegar ég keypti minn fyrsta bíl var það langminnsti, ódýrasti og sparneytnasti bíll landsins. Ég hef haldið sama hætti alla tíð síðan eftir því sem mögulegt hefur verið og ek enn á minnsta bíl landsins. Eru þetta ekki nóg skilaboð?

Varðandi álið í flugvélarnar hefur forstjóri Boeing sagt að álið sé að hverfa úr flugvélaiðnaðinum og koltrefjar að taka við. Næsta nýja vél Boeing verður að mestu leyti úr koltrefjum og mest selda einkaflugvél heims er í koltrefjum.

Álið sem Bandaríkjamenn henda í formi umbúða á haugana á ári hverju myndi nægja til að endurnýja allan flugflota Bandaríkjanna fjórum sinnum á ári.

Ómar Ragnarsson, 12.3.2007 kl. 11:04

14 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hárréttur punktur Ágúst.

En þetta með að okkur vanti atvinnu, akkúrat í dag er kannski ofmælt. En það hangir bara miklu fleira á spýtunni en störfin sem slík í stóriðjunni. Það sem mestu málir skiptir er að stóriðjan er bjargfastur stólpi sem styrkir annan iðnað og þjónustu. Líka þekkingariðnað.

Fólk er fljótt að gleyma. Fyrir örfáum árum hélt Bubbi Morthens tónleika í Borgarleikhúsinu sem bar yfirskriftina "Atvinnuleysi, komið til að fara". Mér fannst þetta nú heldur klént slagorð. Gamli farandverkamaðurinn og verbúðarrafturinn búinn að dusta rykið af baráttuandanum, nýbúinn að leika í Hagkaupsauglýsingu. Allra síst vil ég vera með svartsýnistal, en með því að byggja upp sóriðju á ca. 3-4 stöðum í viðbót á landsbyggðinni, held ég að við rennum styrkum stoðum undir stöðugt og heilbrigt atvinnulíf. Við höfum á undanförnum áratugum minnkað sveiflurnar í íslensku atvinnulífi, með því að gera hlutfall vertíðarbundinna sjávarafurða minna gildandi.

 Með því stöðuga innflæði erlends fjármagns sem sala á mikilli raforku til stóriðju skilar okkur, þá jöfnum við ballansinn sem óhjákvæmilega hefur tilhneigingu til að vera okkur í óhag, hvað varðar export/inport, einfaldlega vegnu legu landsins og fábreyttra auðlinda.

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.3.2007 kl. 11:23

15 identicon

Sæll Ómar

Hvað er alltaf að vera benda á að ef Bandaríkjamenn færu að endurnýja ál betur þá þyrfti ekki að framkvæma þetta og hitt.  Þetta er svo mikil aularökfræði.

Ef Evrópubúar myndu borða 4 sinnum meira af grænmeti og kjúkling þá myndi fiskneysla minnka um 90% niðurstaða: Hættum að veiða fisk. 

Ef 12% jarðarbúa tækju sér tak og hættu að hanga á internetinu þá myndi hagnaður netleikja minnka um 80%, Niðurstaða: ekki fjárfesta í CCP.

Ef 50% CO2 skattur yrði lagður á flug þá myndi flugfarþegum til Íslands fækka um 43%, niðurstaða : Hættum að fjárfesta í ferðamannaiðnaði.

Ofangreind dæmi eru rugl svo vinsamlegast takið ykkur tak í Röklisitinni

Sigurður (IP-tala skráð) 12.3.2007 kl. 11:56

16 identicon

Virkjanasinnar tala oft um að einhver verði að framleiða álið. Ef það eru ekki Íslendingar þá eru það bara einhverjir aðrir. Þannig þykjast virkjanasinnar vera víðsýnir og sjá hlutina í stóru samhengi. En það eru vissir þættir í hinu raunverulega samhengi sem vantar. Eigum við að framleiða ál, og fórna til þess náttúru Íslands, á meðan aðrir í heiminum henda þvi bara? Þá fer náttúra Íslands fyrir lítið. 

Árni (IP-tala skráð) 12.3.2007 kl. 13:40

17 identicon

Sælt veri fólkið

Það var verið að benda á breska heimildamynd hér að ofan en tengillinn virðist ekki virka. Ég set hér einn sem á að virka. Annars er bara að leita að The Great Global Warmin Swindle.

Þarna kemur fram ýmislegt merkilegt sem mér þætti gaman að fá komment á frá fróðum mönnum

Þar er því meðal annars haldið blákalt fram að aukið koldíoxíð í andrúmsloftinu sé AFLEIÐING hlýrra loftslags en ekki ORSÖK.

Hvað segja fróðir menn um það?

http://www.youtube.com/watch?v=XttV2C6B8pU&eurl=http://www.deiglan.com/index.php?itemid=11057

Jón Bragi (IP-tala skráð) 19.3.2007 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband