Móða austanlands. "Móðir íslenskra eldfjalla".

Það hefur vakið blendnar tilfinningar að vera á ferli á austurhálendinu þessa dagana.  Í gær lá ljósblá móða þar yfir og það grillti varla í helstu fjöll eins og Kverkfjöll, Snæfell og Herðubreið.

Í nótt mátti sjá móta fyrir daufum, rauðum bletti í skýjum íí suðri, séð frá Egilsstöðum og var karlinn í tunglinu ósköp daufur að sjá.

Viss tign er yfir þessari móðu en jafnframt ógn, sem ævinlega fylgir eldgosum á Íslandi, þegar í hlut eiga helstu eldstöðvar landsins, sem hafa valdið landsmönnum miklum búsifjum í gegnum aldirnar.

Meðan Bárðarbunga, sem Jón Grétar Sigurðsson flugmaður í Skaftafelli, hefur kallað móður íslenskra eldfjalla, heldur áfram  að hrista sig jafn duglega og hún gerir, verður að búast við hverju sem er.   


mbl.is Bjarminn sést úr Mývatnssveit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það liggur gosmistur hér yfir á Reyðarfirði.

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.9.2014 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband