6.9.2014 | 09:37
Móða austanlands. "Móðir íslenskra eldfjalla".
Það hefur vakið blendnar tilfinningar að vera á ferli á austurhálendinu þessa dagana. Í gær lá ljósblá móða þar yfir og það grillti varla í helstu fjöll eins og Kverkfjöll, Snæfell og Herðubreið.
Í nótt mátti sjá móta fyrir daufum, rauðum bletti í skýjum íí suðri, séð frá Egilsstöðum og var karlinn í tunglinu ósköp daufur að sjá.
Viss tign er yfir þessari móðu en jafnframt ógn, sem ævinlega fylgir eldgosum á Íslandi, þegar í hlut eiga helstu eldstöðvar landsins, sem hafa valdið landsmönnum miklum búsifjum í gegnum aldirnar.
Meðan Bárðarbunga, sem Jón Grétar Sigurðsson flugmaður í Skaftafelli, hefur kallað móður íslenskra eldfjalla, heldur áfram að hrista sig jafn duglega og hún gerir, verður að búast við hverju sem er.
Bjarminn sést úr Mývatnssveit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það liggur gosmistur hér yfir á Reyðarfirði.
Gunnar Th. Gunnarsson, 6.9.2014 kl. 22:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.