Kominn langt á heimsvísu.

Ragnar Axelsson er Íslendingur sem fyrir allnokkru er kominn langt út fyrir það að vera afburða listamaður og ljósmyndari á íslenskan mælikvarða. 

Það hefur verið ánægjulegt að fylgjast með frægðarferli RAXa, sem er er í fremstu röð á sínu sviði og orðinn svo þekktur, að hann getur einbeitt sér að því að ná enn lengra í list sinni á alþjóðavettvangi og vekja heimsbyggðina gagnvart þeim afleiðingum, sem útblástur gróurhúsalofttegunda hafa.

Með þeirri baráttu sem felst í verkum hans, einkum þeim sem hafa orðið til á Grænlandi, hefur RAX lyft sér upp fyrir það að vera eingöngu listamaður í fremstu röð á heimsvísu, heldur einnig einnig áhrifamaður. 


mbl.is Sýning RAX slær öll met
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Raxi er flottur og gaman að vinna með karlinum.

Þorsteinn Briem, 9.9.2014 kl. 21:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband