7.9.2014 | 11:03
Myndast þarna gervigígar? Varla
Þegar mikið hraun rennur út í vatn myndast svokallaðir gervigígar. Þekktustu gervigígar á Íslandi eru Skútustaðagígar við Mývatn, Landbrotshólar og Rauðhólar við Elliðavatn.
Jónas Hallgrímsson var fyrstur manna til að átta sig á því Landbrotshólar væru ekki venjulegir hólar heldur gervigígar sem hefðu myndast við það að hið mikla Eldhraun lokaði Skaftá af. Skútustaðagígar mynduðust á svipaðan hátt þegar mikið hraun rann út í Mývatn og Rauðhólar mynduðust þegar mikið hraun rann úr Bláfjöllum og alla leið niður í Elliðavog.
Til þess að gervigígar myndist við Holuhraun þyrfti hraunið helst að geta króað Jökulsá af og hraunstraumurinn þyrftu sennilega að vera meiri en nú.
Því má telja líklegt að jarðfræðingar spái að ekki myndist gervigígar þarna að óbreyttu enda eru þeir kunnáttumennirnir sem einir eru færir um að spá.
Gufubólstrar stíga rólega upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hraunið á líklega eftir að sjóða ánna með einhverjum hressilegum látum.
Þetta minnir á hvernig vatn var notað með góðum árangri í Vestmannaeyjum til að kæla hraunkantinn og byggja þannig upp stíflu sem bægði fljótandi hraunrennslinu frá.
Eins og frægt er orðið:
http://pubs.usgs.gov/of/1997/of97-724/index.html
http://www.imdb.com/title/tt0120461/
Gæti trúað að eitthvað svipað gerist þarna, þegar áin kælir hraunjaðarinn þá myndist stífla fyrir hraunflæðið, og það leitar þá líklega (alveg eins og vatnið) lengra niður með farvegi jökulsárinnar þar sem átök hrauns og vatns muni halda áfram um sinn.Guðmundur Ásgeirsson, 7.9.2014 kl. 11:37
Ótrúlega flott myndataka af gosinu
Sturla Snorrason, 7.9.2014 kl. 12:55
Eldflóðið steypist ofan hlíð,
undaðar moldir flaka;
logandi standa í langri röð
ljósin á gígastjaka;
hjúkarnir sjálfir hrikta við,
hornsteinar landsins braka,
þegar hin rámu regindjúp
ræskja sig upp um Laka.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 7.9.2014 kl. 16:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.