8.9.2014 | 12:54
Enn nokkrir dagar í ný tíðindi af ánni.
Misskilingur komst á kreik í fréttum gær þegar sagt var að hraunið myndi fara yfir vestasta hluta Jökulsár á Fjöllum á einum sólarhring.
Hið rétta var að um var að ræða vestustu kvíslina af mörgum í þessum hluta árinnar og að það tæki að minnsta kosti nokkra daga fyrir hraunið að komast yfir ána.
Þetta blasti við úr lofti þegar komið var að ánni í hádeginu í gær.
Auk þess kólnar hraunið við snertinguna við ána og myndast fyrirstaða þannig að hraunstraumurinn leitar að miklu leyti áfram meðfram ánni.
Hinum megin við þennan hluta árinnar er bakki, svo að hugsanlega munu sprengingar aukast og byrja að myndast gjall, ef hraunið nær að komast alla leið yfir.
En það verður ekki strax, jafnvel þótt gosið haldi áfram með sama krafti og er á því nú.
Ekki dregur úr gosinu í Holuhrauni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.