Upphaf myndunar gervigíga?

Hér á síðunni var fyrir þremur dögum fjallað um þann möguleika hvort samspil Jökulsár á Fjöllum og hins nýja Holuhrauns gæti orðið til þess að mynda fyrirbæri, sem kallað er gervigígar.

Einna fægastir slíkra gíga á Íslandi eru Landbrotshólar, sem Jónas Hallgrímsson uppgötvaði fyrstur manna að væru gervigígar, Rauðhólarnir við Reykjavík, myndaðir af samspili mikils hrauns sem rann úr Bláfjöllum niður í Elliðaárvog og þurfti að fara í gegnum Elliðavatn, og Skútustaðagígar við Mývatn, myndaðir úr samspili hrauns sem rann frá eldstöðvum við vatnið í gegnum það og alla leið niður undir sjó við Skjálftandaflóa.

Það sýndist ekki ýkja líklegt að slíkir gígar mynduðust við Holuhraun nema gosið væri kröftugt og hraunrennslið nógu mikið til þess að króa ána af að að einhverju eða öllu leyti.

Nú er að heyra á útvarpsfréttum að upphaf slíkrar myndunar sé að hefjast þarna, hvað sem síðar verður.

Ef það gerist, verður það í fyrsta sinn á okkar tímum sem hægt verður fyrir menn að verða vitni að því.

En reikna verður með því að menn hafi orðið vitni að því í Eldgjárgosinu 930 þegar Landbrotshólarnir urðu til, því að þá hafði landnám staðið í minnst 60 ár.  


mbl.is Stöðugur órói í Bárðarbungu í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 9.9.2014 kl. 23:30

2 Smámynd: Skúli Víkingsson

Það byrjuðu gufusprengingar strax og hraunið náði ánni og fram kom á myndunum þínum, en það eru áreiðanlega ýkjur að nú sé svo komið að gervigígar séu að myndast. Það sem þarf til þess er að bleyta lokist undir hrauninu og komist í framhaldi af því í snertingu við glóandi hraunið. Þótt það væri óneitanlega fróðlegt að sjá gervigíga myndast er óliklegt að það gerist þarna því að þó að blautar eyrar lokist undir hrauni á vatnið eftir að komast í sambandi við hraunið. Gjallið undir hrauninu virkar einangrandi og ólíklegt að eyrin þjappist mikið. Gerist það ekki nær vatnið ekki að komast í samband við hraunið. Vatnið frá ánni veldur bara hraunkælingu à la Heimaey.

Skúli Víkingsson, 9.9.2014 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband