Þráðurinn að ofan.

Ein af undistöðum ferðaþjónustunnar, sem gefur nú mest af sér í þjóðarbúið, er samgöngukerfið sem flutningar og ferðalög ferðamanna byggist á. 

Keflavíkurflugvöllur nýtur góðs af auknum tekjum af umferð, en innanlandsflugvellirnir ekki. Samt eru þeir nauðsynlegir fyrir ferðaþjónustuna og tekjur af henni.

Það er orðið ansi hart í ári þegar grípa þarf til þess að loka ódýrustu flugvöllunum vegna fjárskorts.

Flugið og mannvirkin sem því tengjast, eru þráðurinn að ofan svo að tekin sé líking af þekktri dæmisögu,  í þeim stækkandi vef, sem spunninn er í kringum ferðaþjónustuna.

Sé aðeins hugsað um að ná sem mestum peningum af ferðamönnum án þess að gefa neitt á móti til þess að bæta og auka þjónustuna við þá og vernda jafnframt náttúru landsins, mun það hefna sín.

Við svo búið má ekki standa.  


mbl.is Vantar fé til reksturs flugvalla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hvumpinn

Eina sem ISAVIA setur peninga í í Keflavík er verslunarrými.  Framkvæmdir við flugvöllinn sjálfan, auka afkastagetu flugbrauta (sem er orðið vandamál) með fleiri akstursbrautum og betri stæði (í nágrenni flugstöðvarinnar) má enga peninga setja í .

Nú er farið að nota gömul herflugvélastæði í misjöfnu ástandi (Kilo-pads) fyrir fragtvélar, og sagt er að þau verði notuð fyrir farþegavélar næsta sumar. Öllu var á sínum tíma troðið ofan í flugstöðina, í stað þess að nýta plássið.  Það tók ár að búa til 4-5 stæði vestan við stöðina sem er hvergi nærri nóg. 

Hvumpinn, 10.9.2014 kl. 18:33

2 Smámynd: Guðmundur Jónsson

""Ein af undistöðum ferðaþjónustunnar, sem gefur nú mest af sér í þjóðarbúið,""

Mest af hverju? Mestu skattsvikin. Mest af störfum á lámarkslaunun. Mesta tap í rekstri atvinnugreinar.

Guðmundur Jónsson, 10.9.2014 kl. 22:50

3 identicon

Í græðgi og hroka hefur Isavía hefur gleymt hvað starfsvettvagnur þeirra er; m.a. þjónustu flugvalla og flugfyrirtækja.... í staðin er Isavía í endaleysum deilum og dómsmálum við flugfyritækin og að leggja niður flugvelli, eitthvað kostar þetta rugl! Löngutímabært að stokka vel upp í þessu fyrirtæki!

Ester Helgadottir (IP-tala skráð) 11.9.2014 kl. 07:32

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Guðmundur Jónsson heldur náttúrlega að launin séu hærri í stóriðjunni en ferðaþjónustunni.

Og meiri skattsvik í ferðaþjónustunni en öðrum greinum.

Þorsteinn Briem, 11.9.2014 kl. 20:37

5 identicon

Ekki gleyma því að það eru miklu fleiri störf í stóriðjunni
Vinn nú sjálfur í ferðaþjónustu. Ber það ekki saman við að vera bóndi, svo mikið betra er það....

Jón Logi (IP-tala skráð) 13.9.2014 kl. 08:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband