Misskilningur Skota?

Í sjónvarpsviðtali við talsmann sjálfstæðissinna í Skotlandi sagði hann að Skotar gætu tekið sér þrjú Norðurlandanna sem fyrirmyndir: Norðmenn varðandi nýtingu olíunnar, Svía varðandi velferðarkerfiið og Íslendinga varðandi það að búa til nýja stjórnarskrá. 

Ljóst er að vesalings maðurinn heldur að á Íslandi sé tekið mark á þjóðaratkvæðagreiðslum, meðal annars yfirgnæfandi fylgi í slíkri atkvæðagreiðslu hér á landi árið 2012 við nýja stjórnarskrá frá 2011 og helstu atriði hennar.

En í stað þess að fara að þeim vilja, var skipuð enn ein stjórnarskrárnefndin i viðbót við allar stjórnarskrárnefndirnar sem skipaðar hafa verið síðastliðin 70 og hafa ekki klárað það loforð landsfeðranna 1943-44 að setja landinu nýja stjórnarskrá. 

Í formennsku nefndarinnar var auðvitað settur sá mæti lagaprófessor, sem minnsta þörf taldi á að hrófla við núverandii stjórnarskrá og nokkuð sáttur við framgang málsins síðustu 70 árin.

Og nú hefur hann sagt af sér, enda fyrirséð að með sama verkhraða og undanfarin 70 ár, verði hann orðinn 153ja ára eftir önnur 70 ár.

Miðað við hrifningu talsmanns sjálfstæðissinna í Skotlandi er þó kannski sá möguleiki í stöðunni, að verði Skotland sjálfstætt ríki geti hin nýja íslenska stjórnarskrá gagnast Skotum sem grunnur að nýrri stjórnarskrá þeirra.  

 


mbl.is Í lagi með gildandi stjórnarskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kveðjur Ómar frá Skotlandi

Fulltrúar stjórnarskrárnefndarinnar komu til Skotlands til að upplýsa skoska þingmenn um starf nefndarinnar og gáfu í skyn að allt væri í sómanum. Það varð til þess að skoska kirkjan notaði nefdina sem fyrirmynd í umræðum við fólkið í landinu. Ég hef enn ekki viljað skapa vonbrigði með því að upplýsa að þetta virðist allt vera sýndarmennska. Þeir sem hafa völdin munu gera allt á næstu dögum til að hræða þjóðina til að hafna sjálfstæði. Þá verður því miður engin þörf fyrir nýja stjórnarskrá.

Sveinbjörn Bjarnason (IP-tala skráð) 13.9.2014 kl. 20:07

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Skotar sækjast eftir ESB- aðild, en það minnir mig á ómögulegu þjóðaratkvæðagreiðsluna um stjórnarskrána sem þú minntist á, en þar var einungis um slæma kosti eða ræða. Ekki var spurt hvort maður vildi breyta stjórnarskránni eða ekki, heldur tvíræð spurning hvernig maður vildi gera það. Svo kaus maður að hunsa spurningarnar um það hvernig breytingarnar ættu að vera (af sömu ástæðu), en þá var það túlkað sem þögult samþykki veið hvern lið!

Að sama skapi getur sjálfstæði Skotinn varla sagt já núna því að þá lendir hann beint í vinstrisinnuðum ESB- faðmi.

Ívar Pálsson, 13.9.2014 kl. 20:12

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október 2012:

1.
Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?

Já sögðu 67,5%.

2.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu lýstar þjóðareign?

Já sögðu 82,9%.


3.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi?

Já sögðu 57,1%.


4.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði persónukjör í kosningum til Alþingis heimilað í meira mæli en nú er?

Já sögðu 78,4%.


5.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að atkvæði kjósenda alls staðar að af landinu vegi jafnt?

Já sögðu 66,5%.


6.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að tiltekið hlutfall kosningarbærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu?

Já sögðu 73,3%.

Þorsteinn Briem, 13.9.2014 kl. 20:15

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þjóðaratkvæðagreiðslan 20. október 2012 er enn í fullu gildi.

Og næsta víst, eins og Bjarni Fel. myndi segja, að ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins kolfellur í næstu alþingiskosningum.

Þorsteinn Briem, 13.9.2014 kl. 20:20

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fylgi flokka á landsvísu - skoðanakönnun Gallup 2.9.2014:

Samfylking 19%,

Björt framtíð 15%,

Vinstri grænir 12%,

Píratar 8%.

Samtals 54% og þessir flokkar mynda nú meirihluta borgarstjórnar.

Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur 40% og þar af Framsóknarflokkur 12%.

Þorsteinn Briem, 13.9.2014 kl. 20:26

6 identicon

Ívar Pálsson, ertu ekki að grínast ? Hvaðan hefurðu það að ESB faðmurinn sé eitthvað vinstri-sinnaður frekar en ég veit ekki hvað. Og einmitt vinstra liðið lengst til vinstri segir að ESB sé stjórnað að harðsvíruðum hægri-sinnum. Get a life !

Gísli Tryggvason (IP-tala skráð) 13.9.2014 kl. 20:45

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

23.11.2011:

"
The European People's Party er langstærsti hópurinn á Evrópuþinginu en hann er bandalag hægri- og miðflokka.

Blái liturinn
táknar að mið-hægri ríkisstjórnir fari með völdin í viðkomandi ríki:"


Þorsteinn Briem, 13.9.2014 kl. 20:48

8 identicon

Einmitt Stein Briem. Greinilega hægri sinnað ESB, amk fremur en vinstri sinnað. En hvernig stendur á því að íslenskir hægrimenn já og hægrimenn í USA séu svona herfilega illa upplýstir? Svo ég segi ekki heimskir. Því það er svo einfalt að afla sér upplýsinga áður en maður tjáir sig.

Gísli Tryggvason (IP-tala skráð) 13.9.2014 kl. 21:01

9 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Sýnir líka og sannar hve hluti íslenskra hægrimanna er langt til hægri.

Þeir eru komnir svo langt til hægri - að hefðbundið og mainstream hægrimennska í Evrópu er orðin langt til vinstri.

Er nefnilega skrítið með suma hægrimenn á Íslandi. Eg hef tekið eftir þessu stundum og furðað mig á því. Þ.e. hve sumir hægrimenn á Íslandi eru langt til hægri og þetta virðist nefnilega vera umtalsvert stór hópur ofsa-hægrimanna.

Eg hef líka tekið eftir því, að það er stundum eins og þeir átti sig ekki á því sjálfir hve langt til hægri þeir eru í viðhorfum og skoðunum.

Ennfremur verð eg að segja eða bæta við að lokum, að þó nokkur hópur hefur síðan furðulega mikið umburðalyndi fyrir ofsa-hægrimennskunni. Það er mér líka undrunarefni.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.9.2014 kl. 22:32

10 Smámynd: Már Elíson

Ég held(og reyndar veit) að "skotlendingar" munu hafna þessu svokallaða "sjálfstæði" vegna þess að þeir hafa getu, gáfu og trú til þess að lesa í, að sjálfstæði þjóðar er ekki einfalt mál sem leyst er við eldhúsborðið -

Skotar munu hafna þessari þjóðarvá vegna þess að sjálfstæði er ekki lausn frá landi (sem er í raun SAMA land, "same soil") til hagsbótar, heldur er þetta múgsefjun til "sjálfstæðis án landamæra" SEM ER Í RAUN EINSDÆMI.

Sannið til...þetta mun ekki gerast. - Svo vitlausir eru skotar ekki, þó nískir séu, og þeir munu ekki sóa atkvæðum til einskis ef ég þekki þá rétt !

Már Elíson, 14.9.2014 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband