14.9.2014 | 23:58
Núlifandi Íslendingar þekkja ekki raunverulegar stórhamfarir.
Þótt sum eldgos síðustu 100 ár hafi verið býsna stór þekkja núlifandi Íslendingar ekki þær stórhamfarir sem fyrr á tíð ollu hörmungum og stórfelldum mannfelli og fjárfelli.
Þrátt fyrir langan hraumstraum frá gosinu í Holuhrauni er flæðið aðeins örlítið brot af því sem var í Skaftáreldum 1783 og eiturgufur í lofti sömuleiðis.
Eldfjallamóðan í því gosi barst í kringum jörðina og olli dauða milljóna í Afríku og Asíu.
Vegna rökkvunar af völdum gosefna í lofthjúpnum kólnaði í veðri um stóran hluta jarðarinnar og uppskerubrestur í Frakklandi í kjölfarið var ein af orsökum Frönsku byltingarinnar.
Meira en 70% af búsmala Íslendinga féll í harðindunum af völdum gossins. Flúormengun eyðilagði kjálka og tennur búsmalans, svonefndur gaddur, svo að hann gat ekki nærst og féll úr hungri.
Brennisteinsgufur, hin mikla móða, drap og veiklaði dýr og fólk.
Af því leiddi stórfelldur fæðuskortur sem olli hungurdauða þúsunda Íslendinga og alls fækkaði landsmönnum um fjórðung.
Á okkar tímum myndu viðlíka hamfarir að vísu valda stórfelldum búsifjum, en á móti kemur að nútíma samfélag hefur miklu meiri sveigjanleika til þess að takast á við slíkt.
Fyrr á tímum lifði alþýða öll frá hendinni til munnsins eins og það er orðað. Ef grasbrestur varð, gat ekkert komið í staðinn til þess að viðhalda bústofninum, og án hans var fólkið dauðadæmt í frumstæðu landbúnaðarsamfélagi.
Við það getum við huggað okkur en einnig verið meðvituð um það, að taka mögulegum skakkaföllum af völdum náttúruhamfara af fullri alvöru og efla varnir gegn þeirri vá, sem reginöfl íslenskrar náttúru geta valdið.
Gæti orðið hár á Norðausturlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
ef kemur til þessatta hamfara eygum við þá nógan gjaldeyri til að kaupa matvæli eða verðum við búin að eiða honum í ísskápa.og flatskjái vegna vörugjaldalækunar eða mun ómar seija sig til sveitar samenaðarþjóðana
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 15.9.2014 kl. 09:48
Lakagígar -1783 eruption, consequences
Þorsteinn Briem, 15.9.2014 kl. 14:53
Heklugosið '47 var bærileg skvetta. Og Katla 1918, án þess að minnast á hinar tvær hörmungarnar 1918......
Jón Logi (IP-tala skráð) 17.9.2014 kl. 17:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.