15.9.2014 | 15:29
Minnir á O. J. Simpson: "In dubio pro reo."
Ein helsta réttarreglal á Vesturlöndum er sú, að allur vafi í sakamálum skuli túlkaður sakborningum í vil.
Á latnesku lagamáli orðast þetta svona: "in dubio pro reo." Reglan þykir nauðsynleg til þess að hamla gegn því að framin séu dómsmorð.
Þótt þetta sé meginreglan er það misjafnt hvernig málarekstur þróast og hvernig mat dómara eða kviðdómenda er.
Þegar slyngir verjendur eiga í hlut, oft þeir bestu og dýrustu sem völ er á, tekst þeim oft að snúa málulm þannig að sýknudómur fáist.
Málalokin í máli Pistoriusar minna um sumt á mál bandaríska ruðningsmannsins og sjónvarpsstjörnunnar O. J. Simpsons.
Hér á landi voru kveðnir upp tveir dómar í morðmálum með nokkurra ára millibili í morðmálum, þar sem sýkna í fyrra skiptið en sakfellingi í því síðara.
Í fyrra málinu, morðinu á Gunnari Tryggvasyni leigubílstjóra, voru helstu gögnin lík, morðvopn undir höndum hins ákærða og hugsanleg ástæða. Það eina sem vantaði var játning, en hún fékkst ekki og hinn ákærði var sýknaður.
Í síðara málinu, Guðmundar- og Geirfinnsmálum fundust engin lík né heldur morðvopn og engin ástæða heldur til ætlaðra morða.
Það eina, sem í höndum var, voru margbreyttar og ruglingslegar játningar fengnar með harðræðisaðferðum sem eru fordæmdar á okkar tímum.
Reglan "In dubio pro reo" var greinilega í heiðri höfð í fyrra málinu en ekki að sama skapi í hinu síðara.
Í fyrra skiptið var engin pressa á lögreglu eða dómskerfi að sakfella.
Í hinu síðara var gífurleg pressa á lögreglu og dómskerfi að sakfella og þáverandi dómsmálaráðherra lýsti því yfir við dómsuppkvaðningu að "miklu fargi væri létt af þjóðinni."
Hann komst upp með morð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Karl Schütz kom hingað til lands fyrir nokkrum vikum að ósk ríkisstjórnarinnar í þeim tilgangi að veita aðstoð við rannsókn Geirfinnsmálsins og Guðmundarmálsins."
Alþýðublaðið 15.9.1976
Ráðuneyti Geirs Hallgrímssonar 1974-1978
Þorsteinn Briem, 15.9.2014 kl. 15:46
Karl Schütz var að eigin sögn sérfræðingur í að "vernda æðstu ráðamenn Sambandslýðveldisins og upplýsa mál sem vörðuðu öryggi ríkisins".
Þegar hann var farinn af landi brott lýsti hann því yfir í viðtali við þýskt síðdegisblað að meðferð gæsluvarðhaldsfanganna hafi minnt sig á blómatíð nasismans í Þýskalandi og að hlutdeild hans í málinu hafi bjargað íslensku ríkisstjórninni."
Hliðverðir dómsmorðs? - Greinasafn Sigurfreys
Þorsteinn Briem, 15.9.2014 kl. 15:48
"Rétturinn til réttlátra réttarhalda byggir á mörgu, eins og því hvernig sönnunargögnin eru kynnt, hegðun réttarmeðlima, almennings og fjölmiðla."
"Að vera álitinn saklaus þar til sekt er sönnuð
Réttur þessi byggir á því að dómarar gæti þess að fordómar hafi ekki áhrif á úrskurð þeirra. Þetta á einnig við um aðra opinbera starfsmenn.
Í þessu felst að opinber yfirvöld, sérstaklega lögregla og saksóknarar, láti ekki í ljós skoðanir sínar á sakhæfi sakbornings fyrr en að réttarhöldum loknum.
Jafnframt felur rétturinn í sér að yfirvöldum beri skylda til að koma í veg fyrir að fjölmiðlar eða valdamiklir hópar í samfélaginu hafi áhrif á framvindu málsins."
Þorsteinn Briem, 15.9.2014 kl. 15:51
"Þegar um er að ræða sakamál er lögð rík áhersla á það sjónarmið að dómur sé byggður á réttum forsendum, þannig að saklaus maður verði ekki dæmdur fyrir brot sem hann hefur ekki framið."
"Í 2. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar og 2. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu skal maður, sem borinn er sökum um refsiverða háttsemi, talinn saklaus þar til sekt hefur verið sönnuð."
Um lög og rétt - Eiríkur Tómasson, Réttarfar, 2. útg., bls. 202-204.
Þorsteinn Briem, 15.9.2014 kl. 15:52
Læknablaðið, 11. tölublað 2011:
Flestir geta játað falskt - Viðtal við Gísla Guðjónsson réttarsálfræðing
3.10.2011:
Gísli Guðjónsson, einn fremsti réttarsálfræðingur heims, vill láta taka upp Guðmundar- og Geirfinnsmálin
Þorsteinn Briem, 15.9.2014 kl. 15:53
Það sem hefur alltaf vafist fyrir mér er hvernig hægt er að dæma einhvern fyrir morð þegar ekkert er líkið. Er vissa fyrir því að Guðmundur og Geirfinnur hafi verið myrtir?
Kjartan (IP-tala skráð) 15.9.2014 kl. 15:57
Það væri gaman að vita þótt ég viti lítið um þetta mál og ekkert kemur í ljós hver hagur hvers er af dómnum, en ekkert er sagt og ég segi bara, látum okkur bara læra meira í framtíðinni.
Blank page here, enlightME.
k. think.
ThinkTanker (IP-tala skráð) 15.9.2014 kl. 17:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.