"Kuldinn" er raunar hlýrri en meðalhiti.

Stuttar fyrirsagnir, þar sem valin eru örfá ár til að lýsa umfjöllunarefninu, geta stundum verið misvísandi.

"Von á kulda og hvössu veðri."  Þótt segja megi að sannleikskorn sé að finna í þessari fyrirsögn á mbl.is gefur þessi fyrirsögn ekki alveg rétta mynd af veðurfarinu næstu vikuna. Skoðum málið. 

Þegar litið er á spá Veðurstofu Íslands fram til þriðjudags 23. september, en þá verður aðeins vika eftir af mánuðinu, sést að hitinn næstu sex daga verður nálægt meðalhita septembermánaðar. 

Meðalhiti septembermánaðar er 7,4 stig en meðalhiti októbermánaðar 4,4 stig. Munurinn er 3,0 stig, en það þýðir að meðalhitinn felllur um 0,1 stig á dag.

Samkvæmt því ætti meðalhiiti 23. september að vera 6,6 stig, en spáð er svipuðum hita þá daga og er meðalhiti. 

Þess ber þó að geta að meðalhitinn miðast við allan sólarhringinn samkvæmt ákveðinni formúlu, þar sem hitinn yfir daginn vegur þó öllu þyngra en hiti næturinnar.

Því er óhætt að bæta 2-3 stigum við meðalhitann hvað miðjan daginn snertir.

Sunnan hvassviðrið um næstu helgi á einkum að ná sér á strik á vestanverðu landinu, en síður austanlands. 

Þó skyldi hafa varann á.

Svipuð spá var gerð fyrir hvassviðrið um daginn. Þá reyndist vindurinn hins vegar komast í meira en 20 m/sek á norðausturhálendinu, en ég hef árum saman sem "flugvallarbóndi" á Sauðárflugvelli reynt að fylgjast jafn vel með veðrinu þar og í Reykjavík. 


mbl.is Von á kulda og hvössu veðri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Nær hefði verið að segja: von á kaldara og hvassara veðri. En fréttir af veðri í fjölmiðlum eru oft óvandaðar.

Sigurður Þór Guðjónsson, 18.9.2014 kl. 13:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband