Myndi alger einangrun"bjarga öllu"?

"Gjaldeyrishöftin björguðu". Þetta ku eiga við um það að gjaldeyrishöftin "björguðu" því að erlendum tölvuþrjóti tækist að brjótast inn í viðskipti íslensks heildsala og hafa af honum 5-10 milljónir króna. 

Ályktun?:   Úr því að alls konar blekkingar og svik þrífast á netinu er best að við Íslendingar rjúfum öll tengsl okkar við umheiminn. Þá geta engir vondir útlendingar hlunnfarið okkur í viðskiptum.

Ég segi stundum í gamni þegar tölvu- og rafmagnstæknin bregst á ýmsum sviðum: "Þetta var allt saman miklu betra hér í gamla daga."

En er það nú alveg víst?   


mbl.is Gjaldeyrishöftin björguðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nú hafa verið gjaldeyrishöft hér á Íslandi í sex ár og enn sér ekki fyrir endann á þeim.

Í fjórfrelsinu, sem á að gilda á öllu Evrópska efnahagssvæðinu (EES), felast hins vegar frjáls vöru- og þjónustuviðskipti, frjálsir fjármagnsflutningar og sameiginlegur vinnumarkaður.

Þar að auki kveður EES-samningurinn á um samvinnu EES-ríkjanna í meðal annars félagsmálum og jafnréttis-, neytenda-, umhverfis-, mennta-, vísinda- og tæknimálum.

Íslensk stjórnvöld verða því að aflétta gjaldeyrishöftunum eins fljótt og auðið er.

Á meðan
hér eru gjaldeyrishöft getur Seðlabankinn hins vegar að töluverðu leyti stjórnað gengi íslensku krónunnar með inngripum á gjaldeyrismarkaði.

Falli
hins vegar gengi krónunnar eftir að gjaldeyrishöftunum verður aflétt hækkar hér verð á innfluttum vörum, aðföngum og þjónustu, eins og margoft hefur gerst.

Og enginn stjórnmálaflokkur sem á sæti á Alþingi vill segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu.

Þorsteinn Briem, 18.9.2014 kl. 23:46

2 identicon

Ef höftin verða tekin af þá myndi gjaldeyrin sem til er í landinu seljast upp þá á meiri hraða en þegar þeir hjá KSÍ seldu miðanna á miði.is vegna fótboltaleiksins sem verður á milli Ísland og Holland þann 13 okt. nk. Hvað þá ESB eða gömlu dagarnir á ný?

Baldvin Nielsen

B.N. (IP-tala skráð) 19.9.2014 kl. 00:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband