20.9.2014 | 18:31
Nýtt viðfangsefni og tilefni fyrir "læk" : Gosið í Holuhrauni.
Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur lýsir eðli eldgosanna í Holuhrauni og undir Dyngjujökli og Bárðarbungu á þann veg, að vegna þess hve hraunið er þunnfljótandi eigi það auðvelt með að "leka" upp úr sprungum, sem myndast við gliðnun á jarðskorpunni.
Ég tel hér komið viðfangsefni fyrir marga, meðan annars vararíkissaksóknara, ritstjóra Kjarnans og Pál Vilhjálmsson að "læka" þessa frétt af tveimur ástæðum.
1. Athyglisverð lýsing á eðli málsins.
2. Nýtt "lekamál" sem er kærkomin viðbót við það lekamál, sem hefur verið svo lengi í gangi að það fer að verða þreytandi.
Saksóknari lækar ummæli um lekamálið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Helgi Magnús hann gaf læk,
hélt þar ekki vatni,
sori var og synd ótæk,
sagði Palli natni.
Þorsteinn Briem, 20.9.2014 kl. 21:55
Ef ætti að opinbera öll lekamál á eyjunni blá-skýjamenguðu samtímis, þá þyrfti meiriparturinn af Íslandsbúum áfallahjálp, og ekki seinna en strax.
Kerfis-greiningardeildar-toppar áfallaþurfandi eru því miður jafn blá-mengunarspilltar eins og eigendur stjórnmálaflokkanna á Íslandi. Þeir embættis/banka"eigendur" í sjálftökuflokka-toppablandinu ákveða hverjir eiga að lifa, og hverjir eiga að deyja drottni sínum.
Sjálfskipuðu ofanjarðardrottnararnir eru helsjúkir, og þurfa fyrirbænir og hjálp. Enginn mannlegur máttur getur læknað helsjúka valdagræðgi heimsveldisstjóranna örfáu, sem sitja í toppi tortímingarpíramída jarðarinnar. Íslands-samfélagið er bara nánast ósýnilegur dropi í hafinu, sem við berum öll jafna ábyrgð á að fari eftir siðferðisreglum.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 20.9.2014 kl. 22:36
Þjóðólfur í Frekjuskarði (IP-tala skráð) 21.9.2014 kl. 14:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.