24.9.2014 | 23:56
Skylduáhorf: Fuglarnir á Midway.
Orðin "lengi tekur sjórinn við" eru löngu úrelt og veruleikinn verður æ grimmari. Rusl og úrgangur magnast í hafinu með hverju árinu, risastórar plasteyjar myndast í Kyrrahafi og á fjörum Íslands og í hafinu við landið vex þessi óhroði jafnt og þétt.
Aðvörunarbjöllur ætti að hringja hátt og hvellt við það að fara inn á Youtube og sjá myndbönd af ástandi fuglalífsins á Midway í miðju Kyrrahafi. Ætti það að verða skylduáhorf fyrir alla.
Það var vel til fundið og tímabært að veita Tómasi Knútssyni verðlaun Sigríðar í Brattholti á Degi íslenskrar náttúru í síðustu viku fyrir áralangt starf hans við að vekja fólk til umhugsunar um versnandi ástand í þessum efnum, sem kallar á vitundarvakningu og aðgerðir í stað sinnuleysis og ábyrgðarleysis þannig að við förum að líta öll í eigin barm.
Fyrsta skrefið væri að leggja sem mest af notkun einnota plastpoka og fá sér í staðinn vistvæna taupoka, sem hægt er að nota aftur og aftur.
Hvað verður um ruslið sem fer í hafið? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
A Plastic Future: the Midway Story - Myndband
Þorsteinn Briem, 25.9.2014 kl. 00:25
Annar vinkill á þessu er líka þessi ógurlega umbúðamenning, t.a.m. á matvælum. Þetta fyllir ekkert smá af ruslarúmmáli.
Ég er með 8 manna heimili, og traffík í gistiþjónustu. 110 l. tunna sleppur ekki vikuna ef mikil er traffík, en rétt sleppur ef bara er um heimafólk að ræða. Þó er hvorki í henni pappi né lífrænn úrgangur (hænsn og hundar sjá um hann)
Úti í Þýskalandi eru farnar að opna verslanir sem selja matvæli án umbúða, og ku ganga vel. Aðeins meira vesen, en varan ætti að vera ódýrari. Þá er neytandinn með fjölnota umbúðir sjálfur.
En plastpokinn blessaður, - nota ekki flestir hann sem ruslapoka fyrir rest?
Jón Logi (IP-tala skráð) 25.9.2014 kl. 07:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.