Hlutum snúið á haus.

Fróðlegt er að sjá viðbrögð sumra við augljósu misrétti kynjanna á vinnumarkaði og í námi sem birtist í ýmsum könnunum. 

Hlutum er í umræðu þessara manna snúið á haus og fullyrt, að baráttan fyrir betri hlut kvenna sé til bölvunar, vegna þess að aukin þátttaka kvenna "gjaldfelli" háskólanám og launakjör í þeim störfum sem þær taka aukinn þátt í. 

Í stað þess að viðurkenna að þetta séu glögg merki um fordóma og misrétti eru "gjaldfellingin" og karlahlunnindin talin vera merki um að feminismi sé til óþurftar og bölvunar.

Það séu fyllilega eðlileg og sanngjörn viðbrögð við aukinni menntun og atvinnuþátttöku kvenna að lækka laun þeirra stétta og atvinnusviða sem þær halsa sér völl í. Sá "feminismi" kvennanna að dirfast að mennta sig betur og taka meiri þátt í öllu þjóðlífinu en áður sé til ills en hitt af hinu góða að þær haldi til baka "aftur fyrir eldavélina" svo að karlarnir geti áfram að koma í veg fyrir "gjaldfall"menntunar og færni.    

Þetta er merkilegt að sjá eftir alla jafnréttisumræðuna og baráttuna sem háð hefur verið í meira en öld.   


mbl.is Karlar með meiri hlunnindi en konur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Fyrir 1980 höfðu samtals 14 konur lokið prófi í verkfræði.

Í Verkfræðingatali sem gefið var út 1996 eru 100 konur sem lokið hafa verkfræðiprófi."

Konur í Verkfræðingafélagi Íslands


"Í ársbyrjun 2014 voru félagsmenn Verkfræðingafélags Íslands (VFÍ) 2.262 og þar af eru konur 412, eða rétt rúm 18%."

Þorsteinn Briem, 25.9.2014 kl. 10:11

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Heildarlaun (heildargreiðslur) verkfræðinga hér á Íslandi eftir þriggja ára starf voru að meðaltali 420 þúsund krónur í september 2009, samkvæmt kjarakönnun Verkfræðingafélags Íslands.

Heildarlaun þeirra voru því lægri en heildarmánaðarlaun starfsfólks í VR í ýmsum iðnaði og byggingastarfsemi í ársbyrjun 2009, sem voru þá 441 þúsund krónur, samkvæmt launakönnun VR.

Og heildarlaun nýútskrifaðra verkfræðinga voru 325 þúsund krónur í september 2009 og því lægri en
heildarmánaðarlaun starfsfólks í VR í stórmörkuðum, matvöruverslunum og söluturnum, sem voru 352 þúsund krónur í ársbyrjun 2009.

Verkfræðingafélag Íslands - Kjarakönnun í september 2009, bls. 14


Launakönnun VR 2009 - Grunnlaun, heildarlaun og vinnutími á hótelum, veitingahúsum, ferðaskrifstofum, í samgöngum á sjó og landi, flutningaþjónustu og flugsamgöngum, bls. 23-25

Þorsteinn Briem, 25.9.2014 kl. 10:13

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hjá Norðuráli á Grundartanga unnu um 500 manns í árslok 2009, þar af um 400 félagsmenn í Verkalýðsfélagi Akraness (um 80%), og á vef félagsins er tekið sem dæmi að starfsmaður sem unnið hefur í sjö ár hjá Norðuráli hafi fengið 308.994 króna mánaðarlaun í nóvember 2010.

12.6.2008
:

"Á vefsíðu Fjarðaáls kemur fram að meðallaun framleiðslustarfsmanna eru tæpar 336 þúsund krónur á mánuði, með innifalinni yfirvinnu, vaktaálagi og fleiru."

Þorsteinn Briem, 25.9.2014 kl. 10:16

4 identicon

Í orði er barist fyrir jafnrétti og sömu launum. Á borði fást þær til að vinna meira fyrir lægra kaup. Það er ekki hlutverk vinnuveitenda að þvinga þær til að heimta betri kjör. Síðan, þegar stéttin hefur verið gerð að kvennastétt með undirboðum, rísa þær upp á afturlappirnar á 20 ára fresti og heimta leiðréttingu eftir að hafa samþykkt smánarlegar hækkanir í öllum kjarasamningum. Síðan samþykkja þær strax helming af því sem karlarnir hefðu barist fyrir og fengið og eru kvartandi önnur 20 ár. Langskólanám verður einskis virði þegar stór hluti útskrifaðra er tilbúinn til að vinna fyrir verkamannalaun.

HaSt (IP-tala skráð) 25.9.2014 kl. 14:55

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Sem sagt: Feminisminn hjá konunum er of lítill og það er orsökin ! Það er vandlifað fyrir þær, blessaðar, meðan aðrir kenna of miklum feminisma um ástandið.

Ómar Ragnarsson, 25.9.2014 kl. 15:15

6 identicon

Íslenskur femínismi er gegn karlmönnum frekar en með konum. Að sigra karla er mikilvægara en að bæta kjör kvenna. Það er auðveldara að draga einhvern niður en að hífa sig upp.

Davíð12 (IP-tala skráð) 25.9.2014 kl. 18:22

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Erlendur femínismi er sem sagt betri en íslenskur femínismi.

Þorsteinn Briem, 25.9.2014 kl. 18:39

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Að sjálfsögðu hafa íslenskar konur komið í veg fyrir launahækkanir í karlagreinum hér á Íslandi.

Þorsteinn Briem, 25.9.2014 kl. 18:49

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

http://blog.pressan.is/stefano/files/2013/09/T%C3%ADmakaup-%C3%AD-ESB.jpg

Þorsteinn Briem, 25.9.2014 kl. 18:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband