26.9.2014 | 08:04
Annar af tveimur stærstu möttulstrókum jarðarinnar.
Það ætti ekki að þurfa að vera eins og spáný frétt að Bárðarbunga sitji mitt á heita reitnum undir Íslandi. Það er og hefur verið höfuðatriði varðandi eðli hins eldvirka hluta Íslands að undir honum er annar af tveimur stærstu möttulstrókum jarðar og að þessi yfireldstöð landsins, Bárðarbunga, situr beint ofan á miðju hans.
Í því felast afl og áhrif hennar í formi hraunstrauma, stórgosa og hamfaraflóða í fimm vatnasvið, áhrif og sköpunarverk sem ná frá suðurströndinni i Flóanum og á Skeiðarársandi yfir þvert landið norður í Öxarfjörð.
Hinn eldvirki hluti Íslands er eitt af 40 helstu náttúruundrum veraldar. Bara á vatnasviði Jökulsár á Fjöllum einnar er að finna lang magnaðasta og fjölbreyttasta eldfjallasvæði heims.
Hinn heimsfrægi eldfjallaþjóðgarður Yellowstone í Bandaríkjunum, elsti þjóðgarður heims, kemst ekki á blað sem eitt af helsu náttúruundrum veraldar og jafnoki hins eldvirka hluta Íslands. Samt er Yellowstone, mesta orkubúnt Bandaríkjanna varðandi jarðvarma og vatnsafl "heilög og ósnertanleg jörð" í hugum Bandaríkjamanna.
Hvenær ætlum við Íslendingar að láta okkur skiljast þetta?
Undir er heitur reitur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þú segir nokkuð. Kárahnjúkavirkjun var samt fín.
Gunnar Th. Gunnarsson, 26.9.2014 kl. 09:35
Yellowstone er nú engu að síður stórmerkilegt svæði. Hér má sjá grein um Yellowstone á Íslensku.
Óskar, 26.9.2014 kl. 10:33
Þá vantar bara að finna stað fyrir kola, olíu og gasbrennsluverin. Eiga þau að vera á sama stað og kjarnorkuverin?
Hvert einasta megawatt sem virkjað er bætir lífsafkomu okkar. Megawatt sem rennur ónýtt til sjávar er læknir sem ekki kemur heim eftir nám og fjölskylda sem flytur til Noregs. --- "heilög og ósnertanleg jörð" má ekki koma í veg fyrir að hér sé búandi.
Hannes (IP-tala skráð) 26.9.2014 kl. 12:20
Seljum landið og reynum svo að beita kúnum á það segir sá skammsýni.
Halldór Þormar Halldórsson, 26.9.2014 kl. 12:23
Afar góð athugasemd hjá Hannesi !
Snorri Hansson, 26.9.2014 kl. 12:53
Afar góð athugasemd hjá Snorra!!
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 26.9.2014 kl. 13:15
"Sá 3,1% hagvöxtur sem mældist á fyrstu níu mánuðum [2013 ] var að verulegum hluta drifinn áfram af stórauknum tekjum í ferðaþjónustu, enda var framlag þjónustuviðskipta við útlönd til hagvaxtar 2% á tímabilinu."
Þorsteinn Briem, 26.9.2014 kl. 14:21
20.5.2014:
Landsvirkjun skuldar andvirði tveggja Kárahnjúkavirkjana, 268 milljarða króna í árslok 2013
Þorsteinn Briem, 26.9.2014 kl. 14:23
26.2.2014:
"Fram til ársins 2018 eru afborganir Landsvirkjunar á erlendum lánum áætlaðar um 128 milljarðar króna [andvirði Kárahnjúkavirkjunar].
Langstærstur hluti af handbæru fé fyrirtækisins frá rekstri mun því líkt og síðustu ár fara í að standa skil á afborgunum erlendra skulda."
Áhersla lögð á að lækka miklar erlendar skuldir Landsvirkjunar næstu árin
Þorsteinn Briem, 26.9.2014 kl. 14:24
16.12.2013:
"Landsvirkjun getur ekki annast orkuöflun fyrir álver í Helguvík nema að litlu leyti, að sögn forstjórans.
Álverð þyrfti að hækka um 30 til 40 prósent til að hægt yrði að ljúka samningum."
Landsvirkjun getur ekki aflað orku fyrir álver í Helguvík
Þorsteinn Briem, 26.9.2014 kl. 14:25
Samtök iðnaðarins:
"Mikilvægi hátækniiðnaðar fyrir atvinnulíf framtíðarinnar speglast í því að fimmtungur allra nýrra starfa sem urðu til hér á Íslandi á árunum 1990-2004 sköpuðust vegna hátækni.
Á sama tíma fjölgaði aðeins um 500 störf í stóriðju og fækkaði um fjögur þúsund í sjávarútvegi.
Í lok tímabilsins störfuðu 5% vinnuaflsins, 6.500 manns, við hátækni, 900 við stóriðju (0,7%) og ríflega 10 þúsund í sjávarútvegi.
Í hátækni eru 40% starfsfólksins með háskólamenntun og um 60% með háskóla- og iðnmenntun.
Ef borinn er saman virðisauki Íslendinga af stóriðju og hátækni sést að virðisauki framleiðslunnar í hátækni er rúmlega þrefalt meiri en í stóriðju.
Þetta skýrist af því að hátæknigeirinn er vinnuaflsfrekur og í innlendri eigu en einungis þriðjungur virðisaukans í stóriðju verður eftir í landinu og um 70% eru flutt úr landi."
Þorsteinn Briem, 26.9.2014 kl. 14:28
Í fyrra, 2013, varð ferðaþjónustan stærsti útflutningsatvinnuvegurinn hér á Íslandi.
30.12.2013:
Níu þúsund starfa í ferðaþjónustunni hér á Íslandi allt árið og þeim fjölgar um nokkur þúsund á næstu árum
Árið 2012 voru útgjöld erlendra ferðamanna til íslenskra fyrirtækja samtals 238 milljarðar króna.
Þorsteinn Briem, 26.9.2014 kl. 14:33
Stóriðjan þarf gríðarmikla raforku og stóriðjufyrirtæki verða einungis á örfáum stöðum á landinu.
Ferðaþjónusta er hins vegar í öllum bæjum, þorpum og sveitum landsins.
Frá Mosfellsbæ til Hafnarfjarðar eru auk CCP og mikillar ferðaþjónustu til að mynda stór og fjölbreytt framleiðslu- og útflutningsfyrirtæki, í ullarvörum, fiskvinnslu, lýsi, veiðarfæragerð, stoðtækjum, hátækni í matvælaframleiðslu, lyfjum og áli, Ístex (áður Álafoss) í Mosfellsbæ, Grandi hf., Lýsi hf., Hampiðjan og Össur hf. í Reykjavík, Marel í Garðabæ, Actavis og álverið í Hafnarfirði.
Og verið er að reisa hátæknisetur lyfjafyrirtækisins Alvogen skammt frá húsi Íslenskrar erfðagreiningar, þar sem um 200 manns munu starfa.
Þorsteinn Briem, 26.9.2014 kl. 15:03
Þegar talað er um raforkuframleiðslu á Íslandi, þá efast ég um að landið hafi vatnsafl sem gæti framleitt raforku fyrir t.d. 800.000 íbúa með góðu móti. Og svo tala menn um að legga rafmagnskapal til útlanda! Þetta er minnimáttar-mikilmenskubrjálæði í íslendingum
Menn gleyma alltaf smæð landsinns. Árnar á Íslandi eru raunar bara smásprænur í samanburði við stórfljótin erlendis.
Ég hef séð þrjú stór raforkuver í röð í tröppugang, nýta sama vatn úr einum tunnel frá stórfljóti.
Valdimar Jóhannsson (IP-tala skráð) 27.9.2014 kl. 11:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.