27.9.2014 | 18:06
Firring skrifræðisþjóðfélagsins.
Ég er það "gamaldags" að ég komst í gott skap við að aka um sveitir landsins á vorin þegar áburðarlyktin af túnunum fyllir vitin. Enn betra skap við að finna töðuilminn síðsumars.
Mér fannst magnað og gefandi að dvelja í nótt við einfaldan kost uppi á Brúaröræfum og taka á móti hálendisvetrinum í háfjallasólinni eftir snjókomu næturinnar. Ekki hvað síst eftir að hafa verið kvöldið áður í návígi við átök elds, vatns og snævar í Holuhraun Sjá myndir sem ég ætla að segja á facebook frá því í gærkvöldi og í morgun.
Lykt af lífríkinu og sem beinust snerting við náttúruna og tengsl við hana og hin miklu öfl hennar eru ómissandi hluti af þroska lífssýn og lífsnautn okkar.
Skorti þetta tilfinnanlega myndast smám saman firring þess sem lifir aðeins og hrærist daginn út og daginn inn í exel-skjölum og tölvugögnum og verður smám saman að því sem Vilmundur heitinn Gylfason nefndi svo snilldarlega "möppudýr."
Sívaxandi skrifræði veldur því að það er engu líkara en margt fólk umbreytist hreinlega og missi tengsl við eðlilegt og beintengt samband við umhverfi sitt, tilveru og viðfangsefni.
Skrifræðið sjálft og endalaus vöxtur þess er orðið að höfuðhlutverkinu og hið raunverulega viðfangsefni þokar fyrir því.
Margt að því sem möppudýrin taka upp á virðist benda til þess að þau skorti talvert af skynsemi og velvild.
Ég held ekki að þetta sé þannig, heldur að hið ómanneskjulega og tilbúna umhverfi leiði þá, sem þekkja lítið annað en það,, út á þessa braut.
Lögmál Parksinsons, sem hafa aldrei sannast eins hastarlega og á okkar tímum, fjalla ekki um að fólkið, sem lifir og hrærist i samræmi við þau, sé neitt verr af Guði gert en annað fólk, heldur það að ákveðið umhverfi laðar fram ákveðna eiginleika hjá okkur.
Einkum er átakanlegt þegar starfsmenn þjónustufyrirtækja og stofnana virðast orðnir firrtir vitund um það hvert sé eðli þjónustunnar, til hvers hún sé, og hvernig þeim, sem njóta eiga hennar eða leita hennar, sé best þjónað.
Fólk kvartar undan sveitalyktinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Í engri grein dafnar skrifræðið betur en í landbúnaðinum.
Þorsteinn Briem, 27.9.2014 kl. 18:51
Þið eruð greinilega á réttri leið í áttina að sjálfstæðisflokknum. Í það minsta fjarlægist þið skemmtilega miðstýringarhugsjónina ESB.
jonasgeir (IP-tala skráð) 27.9.2014 kl. 19:03
Sem sagt engin miðstýring hér á Íslandi í landbúnaðinum og enginn vilji til ríkisreksturs hjá Framsóknarflokknum, til að mynda með áburðarverksmiðju.
Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn vilja einmitt miðstýringu frá Evrópusambandinu með því að taka upp um 80% of reglum sambandsins án þess að taka nokkurn þátt í að semja þær.
Þorsteinn Briem, 27.9.2014 kl. 19:13
Auðvitað finnst of mikil miðstýring á Íslandi. En á meðan ESB er stórt er Ísland lítið. Ef hann afi þinn Steini var ekki rugludallur, þá ert þó það þú.
jonasgeir (IP-tala skráð) 27.9.2014 kl. 19:20
Fólk sem býr á höfuðborgarsvæðinu er einmitt langflest í miklum tengslum við náttúruna.
Þúsundir manna á höfuðborgarsvæðinu eiga alls kyns dýr, til dæmis hunda og hesta, og þar eru mörg og stór hesthús.
Þar eru íbúðarhús nálægt náttúrunni einna dýrust, til dæmis við sjóinn, og önnur hús sem einnig eru með góðu útsýni til náttúrunnar.
Mörg þúsund manns eiga sumarbústaði í sveitum landsins og hafa búið þar sem börn og unglingar. Fullorðið fólk hefur í stórum stíl flutt þaðan til höfuðborgarsvæðisins og þar er árlega farið með fjöldann allan af leikskólabörnum í fjós og fjárhús.
Og fjölmörg gróðurhús eru á höfuðborgarsvæðinu.
Níu af hverjum tíu Íslendingum ferðast árlega hér innanlands, fjölmargir þeirra um sveitir landsins, og mörg þúsund manns á höfuðborgarsvæðinu fara árlega á útihátíðir um allt land.
Víða er hægt að veiða fisk í sjó, ám og vötnum á höfuðborgarsvæðinu, til dæmis í Elliðaánum, og fjölmargir stunda alls kyns veiðar annars staðar á landinu, veiða þar fisk í ám og vötnum, skjóta hreindýr, rjúpur og gæsir.
Og fjöldinn allur af þeim sem búa á höfuðborgarsvæðinu eru sjómenn.
Á höfuðborgarsvæðinu eru einnig önnur stór opin svæði, þar sem hægt er að stunda alls kyns útivist, sem er sífellt vinsælli, til dæmis göngu- og hjólreiðaferðir. Þar er einnig mikið fuglalíf, bæði við sjóinn og annars staðar.
Og ekki vantar nú alls kyns fordóma margra þeirra sem búa í sveitum landsins til höfuðborgarsvæðisins.
Þorsteinn Briem, 27.9.2014 kl. 20:45
Auðvitað heldur Jónas Geir að stærðin skipti mestu máli en konan hans veit betur og er því lítið heima.
Þorsteinn Briem, 27.9.2014 kl. 20:58
Stærðin skiftir mestu. Þess vegna kemur hún elskan alltaf aftur. Þannig er nú það
jonasgeir (IP-tala skráð) 27.9.2014 kl. 21:51
Konan þín biður að heilsa þér, Jónas Geir.
Þorsteinn Briem, 27.9.2014 kl. 21:53
Hann Steini. Honum varð flónskan að meini. Hélt að stórt væri tólið, en daman gaf ekki hólið og vildi ekki í bólið.
jonasgeir (IP-tala skráð) 27.9.2014 kl. 22:51
Jónas Geir er sem sagt miðstýrður og ríkisrekinn.
Þorsteinn Briem, 27.9.2014 kl. 22:57
Ef þú drekkur ekki mjólk, og kaupir ekki svo mikið sem dropa af mjólk, þá borgar þú einungis 17.000 fyrir mjólk á ári.
Ísland!
Ásgrímur Hartmannsson, 28.9.2014 kl. 01:24
Það er semsagt búið að kortleggja það að þeir sem ekki njóta sömu hluta og Ómar Ragnarsson, þeir sem hafa aðra lífsýn, viðhorf og framkomu hljóti að vera firrt möppudýr sem skortir skynsemi og velvild. Og ég sem hélt að Ómar væri hvorki í fangelsi né á geðdeild vegna velvilja einhverra möppudýra sem eiga um hann góðar minningar frá 17. júní æskuáranna. Aldrei datt mér í hug að hann væri viðmið og fyrirmynd.
Vagn (IP-tala skráð) 28.9.2014 kl. 02:13
Neytendur vilja að eftirlit sé með matvörum á markaði og þá þarf skrifræði.
Firringin um tilfinningarlíf dýra náði einu af sínum hámörkum í umræðunni um ísbirnina, en við hverju er að búast þegar stór hluti fólks hefur aldrei þurft annað en sturta niður úr klósettinu til að losna við „vandamálið“ og öll matvara kemur inpökkuð og tilbúin en stundum eyðilögð. Mjóklin er t.d. fitusprengd sem er í raun mikil eyðilegging á vörunni en þá sjást ekki fituflekkir í kaffinu.
Grímur (IP-tala skráð) 28.9.2014 kl. 07:50
Guðni Ágústsson mjólkureftirlitsmaður býr nú á Lindargötu 35, í Skuggahverfinu.
Þorsteinn Briem, 28.9.2014 kl. 14:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.