Ekki einfalt mál.

Þegar Akureyri og Hafnarfjörður eru borin saman og útkoman verður sú að í öllum fimm höfuðatriðum varðandi atvinnuástand standi Hafnarfjörður hallari fæti en Akureyri, virðast svonefnd byggðasjónarmið ekki gild varðandi flutning Fiskistofu frá Hafnarfirði til Akureyrar. 

Öðru máli kann hins vegar að gegna í einhverjum af þessu atriðum ef sami flutningur er skoðaður sem flutningur frá höfuðborgarsvæðinu til landsbyggðarinnar og heildartölurnar á þessum svæðum skoðaðar.

Enn eitt spilar hér inn í, en það er hvort rétt sé að flokka Akureyri undir dreifbýli eða sem borgarsamfélag.

Í nútíma fræðum er FUA (Functional Urban Area) eða VBS ( Virkt BorgarSamfélag) skilgreint sem þéttbýli, þar sem íbúar eru minnst 15 þúsund og ferð frá jaðri inn til miðju taki minna en 45 mínútur. 

Samkvæmt því er Eyjafjarðarsvæðið frá Öxnadalsheiði í vestri til Skjálfandafljóts í austri VBS, rétt eins og höfðuborgarsvæðið.

Þegar þar á ofan er athugað, að það tekur 45 mínútur að fljúga milli Akureyrar og Reykjavíkur er spurning hvort Akureyri og Reykjavík séu ekki innan sama borgarsamfélagsins.

Á móti því vegur það, að það er auðvitað svo miklu dýrara að fara 45 mínútna ferð landveg á höfuðborgarsvæðinu en að fljúga í 45 mínútur milli Reykjavíkur og Akureyrar.

Munurinn er samt ekki eins gríðarlegur og virðist í fljótu bragði, því að 45 mínútna akstur fram og til baka á einkabíl kostar samkvæmt útreikningum FÍB og taxta fyrir bílanotkun í þágu hins opinbera 14 þúsund krónur.  

Viðfangsefnið varðandi svonefnd byggðasjónarmið í þessu máli er því ekki eins einfalt og margir vilja vera láta. 


mbl.is Byggðasjónarmið ráðherra standast ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íbúum á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað mikið, aðallega vegna aukinnar þjónustu og háskólastarfsemi á því svæði og það á einnig við um Akureyri.

Íbúum í þeim sveitarfélögum sem nú mynda Fjarðabyggð, framleiðslusveitarfélagi, fækkaði hins vegar um 11,2%, eða 582, á árunum 1998-2013, þrátt fyrir álverið í Reyðarfirði.

Og í framleiðslubyggðarlaginu Vestmannaeyjum fækkaði íbúum á þessu tímabili um 8,8%, eða 407, og þeim sem búa á því svæði sem nú er í Dalvíkurbyggð fækkaði um 10,5%, eða 218, í byggðarlögum sem nú mynda Ísafjarðarbæ fækkaði íbúum um 15,3%, eða 675, og þeim sem búa á svæðinu sem nú er í sveitarfélaginu Norðurþingi, til að mynda Húsavík, fækkaði um 14,6%, eða 489.

Íbúum á svæðinu frá Kjalarnesi til Hafnarfjarðar fjölgaði hins vegar á þessu tímabili um 25%, eða 41.073, og í byggðarlögunum sem nú eru í sveitarfélaginu Akureyri fjölgaði íbúum um 16,5%, eða 2.544, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands.

Þeim sem búa í byggðarlögunum sem nú eru í sveitarfélaginu Akureyri fjölgaði því meira á tímabilinu 1998-2013 en íbúum í þeim byggðarlögum sem nefnd eru hér að ofan fækkaði, samtals 2.371.

Þorsteinn Briem, 1.10.2014 kl. 16:07

2 identicon

Það gleymist oftast í svona umræðu hvaða staðsetning er hagstæðust fyrir þá aðila (einstaklinga og fyrirtæki) sem eiga samskipti við viðkomandi þjónustustofnun. Allar samgöngur á landinu eru eðlilega miðaðar við höfuðborgina og hún þar af leiðandi miðpunktur allrar þjónustu. Sá sem þarf að eiga samskipti við nokkrar þjónustustofnanir hins opinbera en býr t.d. á Patreksfirði, vill helst ekki þurfa að fara með ærnum kostnaði á nokkur landshorn til þess, enda undir hælinn lagt stóra hluta ársins hvort það sé yfirleitt hægt.

Þorkell Guðbrandsson (IP-tala skráð) 1.10.2014 kl. 20:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband