7.10.2014 | 02:07
Frumherjinn Sigurgeir Sigurðsson.
Sú var tíðin að eingöngu karlar gegndu störfum lögregluþjóna. Kona var tekin inn í lögregluna í stríðsbyrjun en þá í því augnamiði að láta "ástandið" svonefnda til sín taka.
Þegar Sigurgeir Sigurðsson varð lögreglustjóri man ég vel eftir því að honum var núið því um nasir að hafa haft óæskilegar róttækar stjórnmálaskoðanir sem ungur maður.
Ég hygg að bæði ég og margir hafi fengið ranga mynd af honum, sem lögreglustjóra í þá veru að hann gæti væri fordómafullur afturhaldsseggur.
Þess vegna kom það þægilega á óvart í sjónvarpsþáttum um fyrstu lögreglukonurnar í fyrravetur var upplýst, að Sigurgeir hefði þvert á móti verið umbótasinnaður og jafnréttissinnaður í starfi, til dæmis með því að ganga þvert gegn ríkjandi venjum og mótbárum undirmanna sinna með því að gera lögreglukonu að varðstjóra.
Hann benti á að hann hefði fyrirfram gefið út þá stefnu, að þegar ráðið væri í stöður ættu þeir sem stæðu sig best í lögregluskólanum að njóta þess.
Og hann léti ekki hrekja sig frá því og var laginn og góður yfirmaður að sögn þeirra lögregumanna, sem ég hef rætt við um þetta.
Ferill Sigurgeirs sýnir líka að það er ósanngjarft að meta fólk nær eingöngu eftir því hvernig það var á unglingsárum heldur líta til þess hvernig það þroskast og eflist með aldrinum.
Mikilvægt að kona gegni embættinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.