7.10.2014 | 20:22
Hillary er ekki sama og Bill.
Það yrði flott fyrir Bandaríkin ef Hillary Clinton yrði næsti forseti þeirra. Þá er búið að sjá bæði þeldökkan mann og konu við völd þar.
Bill Clinton og Al Gore komust að 1992 af því að þeir voru frjálslyndir, framsæknir og umbótasinnaðir.
Eins og hjá öllum forsetum dofnaði yfir þeim þegar þeir fóru að reka sig á veggi og fást við raunveruleika stjórnmálanna, en Clinton tókst til dæmis að ná langt í áttina að samkomulagi milli Ísraelsmanna og Palestínumanna þótt aftur hrykki í baklás.
Um glæsileika og persónutöfra Bills þarf ekki að hafa mörg orð.
En það, að hann og Hillary eru hjón, og hafi því orðið samferða í gegnum hið pólitíska líf, segir í raun ekkert um það hvernig forseti Hillary muni verða.
Víst er hún framsækin og frjálslynd í jafnréttismálum en ýmislegt sem hún hefur sagt og gert bendir til þess að skoðanir hennar á ýmsum öðrum viðfangsefnum á sviði heimsstjórnmálanna, svo sem ástandinu í Miðausturlöndum, séu mun íhaldssamari og stirðari en var hjá manni hennar.
Það er aldrei að vita nema einhver yngri, sem nú er nær óþekktur, eins og Obama var árið 2006, komi fram á sjónarsviðið og bjóði upp á framsæknari hugmyndir á víðari grundvelli en Hillary hefur.
Buffett veðjar á Hillary Clinton | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Klípu hjónin Clinton í,
kreistur Bills var pungur,
hún er kona Hillary,
hugur var þar þungur.
Þorsteinn Briem, 7.10.2014 kl. 21:31
Það er gitt að vesturbæjarskáld nítimans er ekki steingaelt og vonandi kemur ljóðaókin einherntima út, þótt ekki sé ort hvaðTómasi hefði líkað,það veit enginn.En hvort það skipti einhvarju máli hver er forseti þarna fyrir vestan eins og nú er komið, það held ég að skipti engu málí.Hvorki fyrir skáld í Vesturbænum eða yfirhöfuðð neinn Þetta er allt sama góða fólkið.
Sigurgeir Jónsson, 7.10.2014 kl. 22:03
Það skiptir heldur engu máli hver er borgarstjóri í R.Vík. Samkvæmt síðustu borgarstjórnar kosniningu.nennti ungt fólk ekki á kjörstað, allt sama sullið.Varla er hægt að tala um að fólk sé lýðræðislega kosið eins og komið er fyrir forsetakosningum í USA.
Sigurgeir Jónsson, 7.10.2014 kl. 22:11
Fátækt fók í US 25-40% hefur í raun ekki kosningarét í USA.Alllt stefnir í það sma hér.
Sigurgeir Jónsson, 7.10.2014 kl. 22:19
Samt sperris ofurríkið USA við það að telja unheiminum um trú um það að allt sé fullt af peningum i alríkinunu,Þótt reikningar alríkisins síni galdþrot.
Sigurgeir Jónsson, 7.10.2014 kl. 22:23
Hagfræðingar alríkisins treysta á meira fall gjaldmiðla en dollars,einkum evru.Það hefur gengið eftir.
Sigurgeir Jónsson, 7.10.2014 kl. 22:26
Kanski bjarga danir heiminum.Þeir eru komnir á staðinn þar sem þeir fá að að reyna á æfinguna frá Keflavíkuflugvelli.Þáð verður þá fyrsta stríðið sem danir vinna í 1000 ár.
Sigurgeir Jónsson, 7.10.2014 kl. 22:36
Tékkarnir eru mættir, þeir byrja í fyrramálið.Tuttugu orustuflúgvélar æfa skotbardaga með öllu tilheyrandi frá Keflavíkur flugvelli.það er betra að vera til búinn í þegar kallið kemur.
Sigurgeir Jónsson, 7.10.2014 kl. 22:44
Samt er Ísland herlaust land,þótt það sé í raunörðið æfingamiðstð fyrir herflug.
Sigurgeir Jónsson, 7.10.2014 kl. 22:48
Mjög góð æfingamiðstöð fyrir flug yfirleitt.
Jón Logi Þorsteinsson, 9.10.2014 kl. 08:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.