Að vera samkvæmur sjálfum sér.

Allt frá fjórða áratug síðustu aldar hefur það vafist fyrir mönnum, í hverju það felist að vera samkvæmur sjálfum sér í utanríkismálum. Á tímum Komintern og "Moskvulínu" sveifluðust íslenskir kommúnistar til og frá eftir línunni að austan og því hvað hentaði best alheimskomúnismanum. 

Þetta leit í flestra augum út sem hámark ósamkvæmninnar en kommarnir sjálfir voru þó samkvæmir sjálfum sér hvað snerti stuðning við heimsbyltinguna.

Við undirritun Keflavíkursamningsins 1947 og NATO samningsins 1949 var því lýst yfir að Ísland væri og yrði herlaust land á friðartímum og Íslendingar hefðu sjálfir aldrei her. Andstæðingum þeirra samninga þótti ósamkvæmni gæta í þessum yfirlýsingum af því að Keflavíkurflugvöllur yrði augljóslega notaður fyrir flutninga á hergögnum og herliði ef Bandaríkjamönnum þætti nauðsyn bera til þess.

Fylgjendum samninganna fannst þeir vera samkvæmir sjálfum sér, bentu á skilyrði Íslendinga væri einstakt, og að kommúnistar hefðu viljað fá stórveldin, Sovétríkin, Bretland og Bandaríkin til að ábyrgjast saman hlutleysi Íslands, en það myndi augljóslega geta kostað hið sama og gerðist í upphafi Fyrri heimsstyrjaldarinnar þegar slíkur samningur dró Belgíu og Breta inn í stríðið.

Þegar Varnarliðið kom 1951 var það á grundvelli þess að vegna Kóreustríðsins og vaxandi stríðshættu væru ekki lengur friðartímar.

Þegar þíða varð um stund 1955-56 í Kalda stríðinu vildu allir flokkar á þingi nema Sjálfstæðisflokkurinn skilgreina heimsástandið sem friðartíma og reka herinn.

En innrás Sovétríkjanna í Ungverjaland og Breta, Frakka og Ísraelsmanna inn í Egyptaland gaf Framsóknarflokknum og Alþýðuflokknum átyllu til að draga það að reka herinn burt.  

Svipað gerðist hjá Vinstri stjórninni 1971-74 án þess að séð væri umtalsverð breyting í ófriðarátt í heiminum þá.

Tveir menn, Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson, ákváðu í raun 2003 að Íslendingar skyldu styðja innrás og ólöglegan hernað á hendur Írökum og nokkrir einstaklingar vou sendir þangað og til Afganistan til að lúta heraga NATO.

Í sáttmála NATO er sagt að árás á eitt ríki í bandalaginu skoðist sem árás á þau öll. En ekkert ákvæði er um það að öll rikin séu skuldbundin til að taka þátt í árásum ríkja í bandalaginu á önnur ríki.

Fordæmi er fyrir svipuðu í sögunni. Þrátt fyrir hernaðarbandalag Öxulveldanna töldu Ítalir sér ekki skylt að lýsa yfir stríði þegar Þjóðverjar réðust inn í Pólland 1939 og Japanir töldu sér ekki skylt að ráðast á Sovétríkin þegar Þjóðverjar réðust á þau. Hefðu hins vegar verið skuldbundnir er Sovétríkin hefðu ráðist á Þjóðverja.

Þjóðverjar voru ekki skuldbundnir til að segja BNA stríð á hendur þegar Japanir réðust á Perluhöfn, en Hitler gerði það samt, og það voru mikil mistök af hans hálfu.

Ögmundur Jónasson er samkvæmur sjálfum sér í prinsippinu í andstöðu sinni gegn því að Íslendingar styðji hernaðarárásir á samtökin sem kenna sig við íslamskt ríki.  

En þá vakna ýmsar spurningar. Verður ekki að rísa gegn svo villimannlegri hreyfingu af öllu afli, rétt eins og risið var gegn nasistum á sínum tíma?

Og þá vaknar aftur spurning, í þetta sinn um skilgreiningu á villimennsku.

Hvort eru meiri villimennska, hótanir íslamistanna að hálshöggva fólk og limlesta í nafni trúarbragða, eða sú hótun risaveldanna í Kalda stríðinu að eyða öllu lífi í eldi kjarnorkustríðs í ríki andstæðinganna?  

 


mbl.is Ögmundur styður ekki árásir á Ríki íslam
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Lenin lagði það til þegar bolsévikar stofnuðu Sóvérikin að trúarbrögð yrðu aflögð.Og hefðu ekki neinn forgang.Þau væru bara tl ófriðar.

Sigurgeir Jónsson, 8.10.2014 kl. 00:28

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Tllaga Lenins var samþykkt. Og reynt var að framfykgja henni meðan Sovétríkin voru, með misjöfnum árangri

Sigurgeir Jónsson, 8.10.2014 kl. 00:30

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Arfur Lenins er samt sem áður til saðar enn í dag í löndum Islams í Asíu, þeim löndum,þar sem islam er,eins og til að mynd Kashakstan.

Sigurgeir Jónsson, 8.10.2014 kl. 00:38

4 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Kanski væri heimurinn ö

Hvað sem sagt verðu um innrásina í Írak. þá liggur það ljóst fyrir að það fólk sem býr í Írak í dag vill ekki einræði Saddams Húseins eða neitt ílíkingu við það.Að tveir menn á Íslandi hafi haft eitthvað með innrásina eð gera er bull. 

Sigurgeir Jónsson, 8.10.2014 kl. 00:48

5 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Pútín hefur aftur á móti óspart notað kristna kirkju í sínu valdabröltiÓg fer þar fram að hætti keisaranna.Stalín gerði það sama þegar hann varð hræddur í innrás Þjóðverja.Þá var útvarpað frá Moskvu lestri patríarkins.

Sigurgeir Jónsson, 8.10.2014 kl. 00:58

6 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Kjarnorku árás frá hendi Bandaríkja manna var aðeins hótað sem svari við árás á þá.  Ég sé ekki að það sé mikil villimennska í því að verjast.

Af höfðanir öfga íslamista er ekki sjálfs vörn heldur auglýsing fyrir mátt og sjálfs fullnægju þessara öfgamanna vegna getunnar til að afhausa bundinn mann.     

Íraksstríðið hefði ekki þurft að koma til,  ef heimild hefði fengist til að klára Persaflóastríðið.

Löglegt stríð Hvað er það?

   

Hrólfur Þ Hraundal, 8.10.2014 kl. 07:14

7 identicon

Ég hegg eftir einu:

"Þjóðverjar voru ekki skuldbundnir til að segja BNA stríð á hendur þegar Japanir réðust á Perluhöfn, en Hitler gerði það samt, og það voru mikil mistök af hans hálfu."

Mig minnir nú að þetta hafi verið í möndulveldasamningum. En þá hefðu Japanir líka þurft að fara í stríð við Breta fyrr, eða hvað?  Og mistökin voru verst fyrir hann og hans slegti, - ekki endilega fyrir Þýskaland.

En að bomba á hernaðararm samtaka íslams, - tja reyna menn ekki að slökkva sinuelda líka?

Jón Logi (IP-tala skráð) 8.10.2014 kl. 12:25

8 identicon

Sæll Ómar

Mikið hefur þú fram að færa í mörgum umræðum.

Ögumundur er óvéfengjanlega mjög samkvæmur sjálfum sér.

Við þennan Sigurgeir sem skrifar hér að ofan vil ég segja:

Trúarbrögð eru meira eða minna til óþurftar og hafa valdi miklum hörmungum í gegnum aldirnar.

Umburðalyndi vantar í þau flest þegar upp er staðið.

Davið og Haldór höfðu að sjálfsöðu ekkert með framvindu mála í Írak að gera en þeir höfðu heldur ekkert með það að gera að setja mitt nafn sem íslendings, saman við það hernaðarbrölt.

Ég efst algjörlega um að Sigurgeir hafi nokkra einustu hugmynd um hvað fólk í Írak er að hugsa um það sem var og er nú.

Svo mörg voru þau orð. 

Björn J. Guðjohnsen (IP-tala skráð) 9.10.2014 kl. 00:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband