UMHVERFISMÁLAFORYSTA SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS

Þessa dagana klifa talsmenn Sjálfstæðisflokksins á því að flokkurinn sé mesta umhverfisverndarafl Íslands. Vitnað er í Birgi Kjaran og það segir sína sögu að fara þarf aftur undir miðja síðustu öld til að rökstyðja þetta. Formaður flokksins vill sex risaálver á Íslandi á næstu 13 árum sem nota munu nær alla virkjanlega orku landsins með ómældum spjöllum á íslenskri náttúru, sem er mesta verðmætið sem okkur Íslendingum hefur verið falið að varðveita fyrir mannkyn allt. Þegar þessi flokkur telur sig vera mesta umhverfisverndarflokkinn spyr ég:  Kanntu annan? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þakka mjög svo áhugavert blogg

Hinsvegar virðast sem menn sneiði framhjá ákveðnum fyrirspurnum sem lagðar eru fyrir hér t.d. þessi.

Hvaða gildu rök eru t.d. gegn álveri á Húsavík? Þarna er ekki verið að sökkva landi, þarna er ekki verið að kaffæra útvistarsvæði borgarinnar með virkjunum og háspennulínum. Þarna er ekki verið að troða inn verksmiðju þar sem fyrir eru næg tækifæri. Þarna er ekki verið að nota orku sem gæti farið í annað. Þarna er ekki verið að stöðva nýsköpun og sprotafyritæki.

Þetta er ekkert líkt Kárhnjúkum og þensluáhrifin eru hlægileg í samanburði við Kárahnjúka. Í fyrsta lagi hefur íslenska hagkerfið stækkað um helming síðan farið var af stað með Kárahnjúka. Það þýðir auðvitað að þenslu- og ruðningsáhrif eru hlutfallslega miklu mun minni. Í öðru lagi er Reyðarál næstum helmingi stærri verksmiðja en Bakki og því umhverfis og hagfræðileg áhrif mun minni fyrir álverið á Bakka. Ekki koma svo með fáranleg rök sem segja að það sé pottþétt að álverið stækki svo um helming, það er líklega ekki einu sinni næg orka á svæðinu fyrir slíkt. og óhagkvæmni álversins í Straumsvík er ekki síst vegna aldurs þess frekar en stærð.

sem og þessar....

Spurningin er : Ef það er slæmt að vinna í Álveri af hverju vinnur þá fólk í álverum?  Af hverju hefur Álverið í Straumsvík og Norðurál ekki tæmst undanfarin ár? Nóg er af öðrum tækifærum á höfuðborgarsvæðinu. Hvernig tekst álverum að halda í mannskap? sem N.B. er ekki myndaður af innfluttu vinnuafli eins og sumir geirar í dag.

Önnur, þú talar um að stóriðjustefna haldi aftur að vænlegri atvinnuuppbyggingu fyrir austan Af hverju blómstra þá ekki Vestfirðirnir sem aldrei fyrr? Þar hefur lengi verið ljóst að stóriðja mun þar aldrei rísa.

Sigurður (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 12:15

2 identicon

Loksins kom malefnaleg spurnig við þessum öfgum hans Omars

Har eiga þessi 6 risa alver að risa

J Friðrik Karason (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 15:00

3 identicon

Góður Ómar! "Kanntu annan?" er einmitt eina svarið við "Umhverfisverndarflokknum Mikla - Sjálfstæðisflokknum"! Fálkinn er helblár en ekki grænn, því er nú ver og miður fyrir náttúru landsins okkar. Ábyrg umhverfisstefna er aðkallandi verkefni nýrrar ríkisstjórnar. Sitjandi stóriðjustjórn SKAL falla! 

Baráttukveðjur,

Guðfríður Lilja

Guðfríður Lilja (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 15:38

4 identicon

Sigurður:  Þetta eru afskaplega góðar spurningar hjá þér, ég bíð spenntur eftir að Ómar og félagar svari þessu.

Snæþór S. Halldórsson (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 15:46

5 identicon

Hrein mey fjölgar ei. Skella bara skírlífisbelti á stelpuna og allt í gúddí!

Steini Briem (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 16:13

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Talsmenn Norsk Hydro, Alcoa og Alcans hafa lýst yfir því að 5-600 þúsund tonna álver sé lágmarksstærð. Risaálverin sex verða samkvæmt draumsýn Sjálfstæðismanna: Helguvík, Straumsvík, Grundartangi, Þorlákshöfn, Húsavík og Reyðarfjörður. 

Ómar Ragnarsson, 14.3.2007 kl. 18:36

7 identicon

afsakið en á þetta að vera svarið við fyrirspurnum mínum?? Ég skil ekki eitt, andstæðingar hinar svokölluðu "stóriðjustefnu" segja annarsvegar að rökin sem Alcan notar um fyrirhugaða lokun álversins í Straumsvík sé bull og nota svo sömu rök til að hræða menn frá álveri í Húsavík þ.e. að það verði að stækka til að ná hagkvæmni.

Ekki nema von að að almenningur sé ruglaður í ríminu. 

Sigurður (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 19:23

8 identicon

Ómar, SVARAÐU nú þeim spurningum sem Sigurður setur fram hér að ofan. Þú verður að fara að venja þig á það þar sem þú ert nú kominn í pólitíkina.  Þú segir að formaður Sjálfstæðisflokksins vilji reisa reisa "sex risaálver á næstu 13 árum" og telur þar með álver á Reyðarfirði! Þér að segja; það er risið!

Gunnar Geirsson, http://gunnargeirs.blogg.is/ (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 20:21

9 identicon

Sæll Slembinn

rétt hjá þér þetta er ólíkt, ég trúi ekki að menn fari út í að byggja glænýtt álver ef það er ekki hagkvæmt. Ég trúi ekki að risafyrirtæki eins og Alcoa stefni á að bygga óhagkvæmt álver.  Ég trúi heldur ekki að Alcoa stefni á að kúga menn til stækkunar síðar og ef þeir væru svo illa innrættir það ekki hægt. Það getur vel verið að þeir stækka síðar, það getur líka verið að þeir hverfi það fer allt eftir aðstæðum sem þá verða uppi.  Getur einhver nefnt mér fyrirtæki sem hefur LOFAÐ því að verða hér í 100 ár??

Þetta er barnaleg umræða og til þess fallinn að villa um fyrir fólki.

Sigurður (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 21:48

10 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

 Mjög gott innleg hjá þér óskráður Sigurður. Samkvæmt upptalningu Ómars erum við að tala um 3 ný álver. Svo er þetta að verða afskaplega þreytt rök að ef við hleypum þessum álfyrirtækjum inn fyrir þröskuldinn hjá okkur þá verði fjandinn laus. Rökin sem Alcan færir fyrir stækkunarbeiðni sinni eru góð og gild finnst mér og mjög vinsamlegt af þeim að segja okkur frá því með góðum fyrirvara að álverið úreldist á næstu árum. Og það er eðlilegt að þeir horfi annað með framhaldið ef nærveru þeirra er ekki óskað hér.

Svo gleymirðu því enn og aftur Ómar að gerðir eru raforkusamningar til tuga ára í senn. Þegar þeir samningar renna út, þá tökum við á því, en ekki núna. Með álveri á landsbyggðinni ertu að tryggja afkomu heillar kynslóðar. Skjóta sterkum stoðum undir annarskonar atvinnustarfsemi og fá boltann til að rúlla af stað. En þú ert að fabúlera um endalokin! Hótanir í fjarlægri framtíð. Nú er það atriðið sem tönglast er á.

Ég er búinn að fylgjast mjög vel með umræðunni um náttúruvernd og stóriðju í u.þ.b. 10 ár. Reglulega kemur fram frá ykkur The New Truth. Einhver nýr stóri sannleikur sem hamrað er á þangað til einhver hrekur það út í buskann. En þið eru ekki af baki dottin, því jafnharðann spretta upp nýjar upplýsingar. Og þá hefst Hrunadansinn á ný. En þið megið eiga það að hugmyndaflugið er gott, en bara stutt-drægt.

Gunnar Th. Gunnarsson, 14.3.2007 kl. 22:19

11 Smámynd: Vilborg G. Hansen

Sæll Ómar,
ég velti fyrir mér málflutningi þínum varðandi fjölda álvera sem þú segir að eigi að rísa á næstu 13.árum.  Þú talar um 6 álver og telur upp í þeim hópi Staumsvík, Grundartanga og Reyðarfjörð, en allt eru þetta álver sem búið er að byggja en verða hugsanlega stækkuð í framtíðinni eins og eðlilegt er hverjum rekstri og þá fylgir væntanlega ný tækni með.  Aðeins 3 ný álver munu rísa á næstu 13.árum, en það eru álver í Helguvík, Þorlákshöfn og á Húsavík (ath. allt ákvarðanir sveitastjórna hvers svæðis fyrir sig).  Allt eru þetta reyndar staðir þar sem er um gýfurlega jarðvarmaorku að ræða.  Við búum hér á eyju sem er í raun eitt eldfjall og það er ekkert nema orka undir okkur sem bíður eftir því að vera virkjuð og nýtt og notuð.  Með nýrri tækni má hæglega nýta ennþá meiri orku úr iðrum jarðar í framtíðinni og vonandi fela línur neðanjarðar svo ekki valdi sjónmengun.  Tækniframfarir eru mjög örar nú á tímum og engin ástæða til að örvænta.  Það er algjörlega ástæðulaust að reka áróður um fleiri Káranjúkavirkjanir því það er einfaldlega óraunhæft. 

Vilborg G. Hansen, 14.3.2007 kl. 22:21

12 Smámynd: Stefán Stefánsson

Þetta eru góðar umræður hér.
Ómar á greinilega engin svör við þeim spurningum sem lagðar eru fyrir hann. Það er heldur ekki nema von....... það gengur ekki að bulla endalaust og vera með villandi upplýsingar.

Svo í lokin vil ég hæla Spaugstofunni þegar þeir tóku Ómar fyrir í síðasta þætti. Þeir eru góðir skemmtikraftar eins og Ómar.

Stefán Stefánsson, 14.3.2007 kl. 23:27

13 identicon

Sæll Ómar og þakka þér fyrir að halda umhverfisverndarumræðunni gangandi. Mér sýnist margir sem svara þér ekki vera tilbúnir að fjalla um grundvallargildin í þessu máli. Eigum við virkilega að vera að karpa um mögulegar ákvarðanir um fjölda álvera eða stærð virkjana? Mér finnst svo einkenniegt að á þessu mesta nýsköpunarskeiði í sögunni þegar stöðugt er verið að gera nýjar uppgötvanir sem skapa ný atvinnutækifæri skuli umræðunni enn vera haldið svona endalaust á lífi um dauða og djöful í atvinnumálum ef Ísland segir nei við því að reisa fleiri álver og færa landið í kaf fyrir álversrisana. Ég horfði á alla þættina í þáttaröðinni Planet Earth sem RÚV hefur verið að sýna á síðustu vikum. Margt í þeim þáttum hefði átt að virka sem blikkandi rauð aðvörunarljós beint ekki bara globalt til jarðarbúa heldur líka lókalt til okkar. Við vorum svo minnt á það í síðasta þættinum að örlög þessarar kúlu væru algjörlega á okkar valdi. Einu sinni sagði einhver keisarinn: „það lafir meðan ég lifi“. Einhvern veginn get ég ekki varist því að detta þessi setning í hug þegar ég hlusta á málflutning þeirra sem vilja halda áfram að virkja og reisa fleiri álver. Eiga þeir ekki börn? Ég spyr bara sisona??

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 23:37

14 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Vona að það sé hægt að segja annan betri. Vona að sjálfstæðisflokkurinn fari ekki að verða öfganáttúruverndarsinnaður flokkur. Hvað eigum við þá að kjósa sem aðhyllumst velferðarþjóðfélag?

Ómar á greinilega ekki slæmt með að breitast úr fréttamanni sem leitast við að segja hlustendum sínum sannleikann í pólitíkus sem slær riki í augu fólks með röngum og villandi áróðri. Ekki vill hann heldur svara þeim spurningum sem fyrir hann eru lagðar eins og t.d. hans Sigurðar hér að ofan.

Virkjanir vissulega breita náttúrunni en þær skemma ekki neitt. Öll náttúran er breitingum háð. Margar skepnur jarðar hafa áhrif á þær breitingar og því ekki maðurinn líka ef það kemur honum til góða?

Ætla kannski umhverfisverndarsinnar að banna lundann svo hann grafi ekki í sundur landið, banna bjórinn sem býr til stýflur í læki, banna nautgripi sem sleppa út gríðarlega miklu "eiturlofti" með sínu freti?

Ágúst Dalkvist, 14.3.2007 kl. 23:50

15 identicon

Lenín var afbragðsræðumaður og bæði Steini og Bíbí hafa tekið hann sér til fyrirmyndar í ræðustól Alþingis. Ég gef hins vegar Hvell-Geira, Framsóknar-Jóni, Hveragerði og hinum Frjálsblinda Magnúsi Þór hálfa stjörnu fyrir viðleitni í þessu eldhúsi í kveld. Ríkisstjórnin er greinilega fyrir löngu komin í Fallin spíta en Imba var fögur sem forðum er hún með öllum sínum kvenlega yndisþokka brosti til mín á brúnni yfir Tjörnina. Ekki komast karlanir með tærnar þar sem hún hefur háu hælana í þeim efnum, nema Steini. Þau munu því að öllu forfallalausu ganga í heilagt hjónaband í vor og biðja nú um tilfinningalegt svigrúm eftir að hafa opinberað trúlofun sína í kvöld.

Boðskortin hafa nú þegar verið send út og Addi Kitta Gau mun verða svaramaður Steina. Einnig einkaþjónn í sjávarútvegi ef á þarf að halda á heimilinu, þó enginn verði hann slordóni. Og Imba leyfir Steina að vera húsbóndi á sínu heimili. En að sjálfsögðu mun hún stjórna öllu í reynd, sjá um innkaup og annað á heimilinu, og eyða þar mestu fé, eins og aðrar konur gera. Á meðan dundar Steini sér í garðinum. En Addi mun, ef á þarf að halda, sjá um húsverk, afþurrkun alla og ryksog, enda vel til þess fallinn. Og ekki vill hann ráða til þess erlendar vinnukonur, þannig að hann verður að sjá um allt slíkt sjálfur.

Steini Briem (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 00:23

16 Smámynd: Björn Heiðdal

Kæri Ágúst, kannski ættu umhverfisverndarsinnar bara að borða matinn sinn og þegja.

Björn Heiðdal, 15.3.2007 kl. 00:24

17 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

Þetta fer að verða Hlægleg umræða eða betra væriað segja GRÁTLEG.

Á hvaða fjármagns innkomu ætla þessir grænu Strumpar og Strumpur

að byggja allar rómatísku óskirnar um fagurt mannlíf. Á að tína fjallagrös,

keppa við Microsoft í hugverkum eða bara skatta alla þessa "drullusokka"

sem nenna að vinna og eru að skapa fjármagn. Svo mikið er alveg víst

að peningar vaxa ekki á trjánum og það er vita gagnslaust að prenta þá

ef ekkert er til fyrir þeim.

Leifur Þorsteinsson, 15.3.2007 kl. 10:37

18 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég var að tala um framtíðarsýn forsætisráðherra í Silfri Egils þar sem hann bætir þremur álverum við þau þrjú sem fyrir eru. Það gera samtals sex álver, 500-600 þúsund tonn hvert samkvæmt upplýsingum fyrirtækjanna sjálfra um lágmarksstærð álvera í náinni framtíð, - meira að segja núna strax í Straumsvík.

Þessi álver myndu framleiða samtals um 3 milljónir tonna á ári og þurfa því um 6-6500 megavött sem samsvara um það bil 45 teravattsstundum. Rætt er um að virkjanleg orka í jarðvarma og vatnsafli á Íslandi sé rúmlega 50 teravattstundir.

Sérfræðingar gera sér vonir um að ný djúpborunartækni geti skilað þessum teravattstundum með fimm sinnum minni umhverfisspjöllum. En það gæti tekið 6 - 20 ár að ná tökum á henni og ef öll álverin verða komin þá verður ekki verjandi að segja: Sorry, við vissum ekki þegar við gerðum þetta að við gætum gert það með fimmfalt minni umhverfisspjöllum.

Orkuverð getur ekkert nema farið upp á þeim tíma sem biðið yrði eftir hinni nýju tækni. Hvers vegna þá að ana áfram eins og gert hefur verið?

Ómar Ragnarsson, 15.3.2007 kl. 11:46

19 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Vona að þeir borði matinn sinn Björn, en ætla rétt að vona að þeir þegji ekki. Við hverja ætti ég þá að rökræða .

Það er greynilegt að hægri grænir ætla að vera með sömu öfgarnar í umhverfisvernd og vinstri grænir og það er eitthvað sem mér hugnast ekki.

Ætla bara rétt að vona að sjálfstæðisflokkurinn falli ekki í þá grifju að fara kynna sig sem grænan flokk. Það væri út í hött og eins og "Ingólfsfjall" bendir á þá væri það beinlínis hlægilegt.

Skil baráttu umhverfisverndarsinna gegn álverunum, þau menga. En íslendingum verður að fjölga og til þess þurfum við atvinnu. Atvinnan þyrfti að vera verðmætaskapandi og við þurfum frekari útflutning til að mæta öllum innflutningnum. Á meðan stjórnmálaöfl tala um "eitthvað annað" án þess að skilgreina það nánar af einhverju viti þá verða álverin að duga.

Þetta með orkuna Ómar. Ef það er hægt eftir 6-20 ár að ná í þessar teravattstundir með margfalt minni "umhverfis spjöllum" þá náum við líka í þá orku þegar þar að kemur. Vonandi verður þá enn hægt að byggja við atvinnulífið í landinu.

Þó að landi sé sökkt þá er það ekki eyðilagt. Það verður vissulega ekki eins og það var áður en allt er breytingum háð. Vissulega hverfur það líf sem áður var en það kemur annað í staðinn.

En svona fyrir forvitnissakir Ómar, hvað gengur með framboðið? Maður bíður spenntur eftir að sjá hvaða stefnumál verða önnur en umhverfismálin sett á oddinn í ykkar framboði og einnig hvaða fólk verður í framboði.

Vona allavega að allt gangi vel hjá ykkur

Ágúst Dalkvist, 15.3.2007 kl. 12:32

20 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

ENGIN SVÖR FRÁ ÓMARI UM EVRÓPUMÁL!  Elska Ísland og náttúru þess! En ELSKA
meira SJÁLFSTÆÐI ÞESS OG FULLVELDI!!!!!! EKKERT svar hjá Íslandshreyfingu um
Evrópumál. Eflaust þar allt GALOPIÐ eins og í öðrum málum!!!!!!!!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 26.3.2007 kl. 00:07

21 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

ÓMAR!  SKILIÐ ÞIÐ AUÐU UM SJÁLFSTÆÐI OG FULLVELDI ÍSLANDS? HAFNIÐ ÞIG EKKI
ALFARIÐ AÐILD ÍSLANDS AÐ ESB?  ENGAR LANLOKUR!  HREINT SVAR ÓSKAST!!!!!!!!!!!!!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 26.3.2007 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband