Kom fram á réttum tíma.

Sjá má á blogginu spurningu um það hvað sé eiginlega að, þegar Yoko Ono mælir vinsamlega um framlag Jóns Gnarr til nútíma stjórnmála. 

Spurningin lýsir firringu, því að miklu frekar hefði átt að spyrja, hvort ekki hefði ekki verið eitthvað að hér á landi í Hruninu og aðdraganda þess.

Eða að spyrja um það hvað hefði eiginlega verið að á einstæðu róstu- og ringulreiðartímabili í borgarstjórn Reykjavíkur á svipuðum tíma.

Undarlega fljótt hefur margt fólk verið að gleyma því fári sem fólst í Hruninu og aðdraganda þess.

Það skilur ekki, að það var full ástæða til þess að Jón Gnarr gaf sig í stjórnmálin og gerði það á hárréttum tíma þegar brýn þörf var fyrir það.

Svo er að sjá það stefni í það að brýn þörf verði fyrir slíkt aftur.  


mbl.is Yoko: Jón haft áhrif um allan heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn þykjast vera gullfiskar með Alzheimer.

Að sjálfsögðu muna þeir eftir þessu öllu saman.

En þykjast ekki gera það.

Þorsteinn Briem, 8.10.2014 kl. 21:02

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hverjir létu reisa Ráðhúsið í Reykjavík, Perlu og Hörpu?!

Og hversu marga tugi milljarða króna kostuðu þessar byggingar á núvirði?!

Ég gæti best trúað að Jón Gnarr hafi látið reisa þær.

Þorsteinn Briem, 8.10.2014 kl. 21:28

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Mér þykir margt vera aðfinnsluvert og vil leggja áherslu að sjá samhengið í íslenskum stjórnmálum:

Hver tekur ákvörðunina að beita lögreglunni gegn mótmælendum í Garðahrauni/Gálgahrauni?

Bjarni Benediktsson?

Hanna Birna?

Einhver annar?

Að beita lögreglu gegn pólitiskum andstæðingum er þess eðlis að mjög vegið er gegn lýðræðinu, mannréttindindum +misbeiting á pólitísku valdi.

Deilumáli um þennan nýj veg hafði þegar verið vísað til dómstóla, handhafar framkvæmdarvaldsins grípa fram fyrir hendur dómsvaldsins með því að kom í veg fyrir mótmæli og drífa framkvæmdir áfram.

Hvað ef dómstólar telji að framkvæmdir standist ekki lög og eru þar með ólögmætar? Ekki verður unnt að bæta fyrir óafturkvæmar framkvæmdir þar sem merkar náttúruminjar í hrauninu hafa verið gjörsamlega eyðilagt. - Og það í þágu lóðabraskra í Garðabæ!

Á fundi Landverdar s.l. vor er Stefán Eiríksson þáverandi lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins spurður hvort hann hafi ekki haft einhverjar efasemdir um réttmæti þess að beita lögreglu gegn mótmælendum til að gegna réttargæslu lóðabraskara í Garðabæ? Hann svarar mjög diplómatískt en greinilegt að spurningin hafði snortið hann og haft áhrif á samvisku hans.

Innnríkisráðherra Hanna Birna Kristjánsdóttir hrekur þennan mikilsverða lögreglustjóra úr starfi til að bjarga eigin skinni. Hún telur sig geta haldið ráðherrdómi sínum með því að splundra því ráðuneyti sem henni var trúa fyrir.

Hvers vegna getur þorri Íslendinga talið sig geta treyst svona vinnubrögðum? Erum við kannske mjög nálægt fasisma og tilheyrandi heilaþvotti sem því fylgir?

Það er ótrúlega margt sem við þurfum að skoða betur.

Og vera allir sem einn óragir að draga fram staðreyndir sem máli skipta.

Vinnubrögð HBK myndu hvergi líðast í réttarríkjum - nema auðvitað í bananalýðveldum.

Kannski við séum eitt vesælt bananalýðveldi. Í boði þeirra spillingaafla í Frannsónarflokknum og Sjálfstæðisflokknum. Spillinguna áfram og ekkert stopp!!

Guðjón Sigþór Jensson, 8.10.2014 kl. 22:10

4 Smámynd: Tryggvi Helgason

Rétt hjá þér Ómar.

Og hversu margir skyldu nú hafa heyrt getið um Jón Gnarr, utan Íslands ? ... Svarið er : ... Nákvæmlega enginn, fyrir utan Jóku hina Einu.

Tryggvi Helgason, 8.10.2014 kl. 23:50

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Áhrif Jóns Gnarr eru ofmetinn í pólitísku samhengi. Jón var strengjabrúða Samfylkingarinnar. Hann vissi ekkert (eðlilega) í sinn haus, kunni ekkert og lærði lítið þessi fjögur ár.

Vissulega gleymist hann ekki en hans verður ekki minnst fyrir pólitískt framlag sitt.

Gunnar Th. Gunnarsson, 8.10.2014 kl. 23:56

6 identicon

Jón var flottur borgarstjóri og fór fyrir borgarstjórn sem var frábær viðsnúningur frá ruglinu þar á undan.

Björn Jóhann Guðjohnsen (IP-tala skráð) 9.10.2014 kl. 00:01

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skoðanir eru ekki staðreyndir, Gunnar Th. Gunnarsson.

Þorsteinn Briem, 9.10.2014 kl. 00:04

8 identicon

Gunnar Th. Mig grunar sterklega að Jón Gnarr sé þekktari erlendis en flestir íslendingar hafa trú á og hvaða álit sem fólk hefur á honum dregur ekki úr þeirri staðreind að hann sat heilt kjörtímabil í embætti borgarstjóra. Það hafa ekkert mjög margir leikið eftir í langan tíma.

Dagný (IP-tala skráð) 9.10.2014 kl. 09:29

9 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Að tala fyrir friði, bæði á Íslandi og í heiminum öllum, hlýtur að stuðla að siðmenntuðu samfélagi þjóða heimsins í framtíðinni. Jón Gnarr er siðferðislega þroskuð persóna, sem siðferðislega óþroskað fólk viðist ekki skilja.

Friðurinn er vanmetinn á Íslandi.

Byssuhlaup, sprengjur og e-bólu-smitaðar sprautunálar skila ekki heilbrigðum og siðmenntuðum samfélagsborgurunum. Og því síður skila slík hernaðar-viðskiptasiðblindu-vinnubrögð friði og hagsæld hjá nokkru samfélagi.

Guð blessi heimsfriðinn. (Guð er orð yfir góða orku heimsins).

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 9.10.2014 kl. 13:07

10 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Dagný, það eitt að vera þekktur erlendis gerir menn ekki að áhrifamönnum í pólitík. Hver er pólitísk arfleifð Jóns? Hverju breytti hann í pólitík? Fyrir hvað stóð hann?

Gunnar Th. Gunnarsson, 9.10.2014 kl. 13:20

11 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Jón Gnarr er sennilega heiðarlegasti pólitíkus sem uppi hefur verið á Íslandi. Hann lofaði að svíkja flest sem hann lofaði og stóð við það. Þó undirrituðum hafi þótt lítið til hans koma í embætti borgarstjóra, efast ég um að nokkur hérlendur stjórnmálamaður hafi náð þeim árangri að standa við nánast allt sem hann lofaði.

Halldór Egill Guðnason, 9.10.2014 kl. 15:43

12 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Áhrif Jóns Gnarr eiga eftir að verða meiri en margir vilja viðurkenna. Menn eins og Gunnar Th. vill eins og Jón hafi aldrei verið borgarstjóri.

Sjálfsagt eru margar íhaldsálirnar grænar af öfund út af viðurkenningu þeirri sem Jóni Gnarr hefur öðlast.

Guðjón Sigþór Jensson, 9.10.2014 kl. 18:33

13 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Enginn verður meiri né virðingarmeiri maður af að hæðast að friðarsinnuðum Jóni Gnarr.

Hvað hafa stríð heimsins kostað miklar hörmungar, sjúkdóma, glæpi og harmleiki? Er einhver nógu virtur og góður í stærðfræði/hagfræði, til að reikna raunhæft og rétt út allan þann fórnarkostnað og sársauka?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 9.10.2014 kl. 18:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband