Djúpur ótti, andúð og einlæg aðdáun í bland.

Frá því ég var þrjú heil sumur í Kaldárseli hef ég játað það fúslega, að við ekkert er ég jafn hræddur og kóngulær. Ég kemst ekki enn yfir það augnablik þegar ég vaknaði eina nóttina við það að risastór kónguló var að skríða yfir andlitið á mér. ´

Óttinn og andúðin minnkaði ekki við það að mér var sagt að kvenkóngulóin sýndi karli sínum megnustu fyrirlitningu yfirgang og niðurlægði hann eftir að hann hefði lokið sínu hlutverki til viðhalds stofninum með því að drepa hann og éta .   

En þessi ótrúlega sterka óttatilfinning er blandin annarri, ekki síður sterkri tilfinningu, en það er aðdáun á einstæðri verkfræðilegri snilld þessarar pöddu, sem er hreint yfirgengileg.

Pælið þið bara í henni og ekki síður í hagkvæmninni sem felst í því að skítnýta karlinn.  


mbl.is Kónguló notaði stein til að halda vefnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Líkami skordýra er þrískiptur, haus, frambolur og afturbolur. Á hausnum hafa þau fálmara og samsett augu.

Á frambol eru þrjú pör fóta, oftast tvö pör vængja, stundum eitt par eða jafnvel engir vængir. Afturbolur er greinilega liðskiptur og án útlima.

Köngulær, margfætlur og grápöddur tilheyra
því ekki skordýrum, heldur áttfætlum, fjölfætlum og krabbadýrum."

Skordýr - Náttúrufræðistofnun Íslands

Þorsteinn Briem, 11.10.2014 kl. 00:23

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mér þykir vænt um kóngulær, nokkar frekar stórar tóku sér bólfestu í garðskálanum mínum í sumar og ég gat dáðst að þeirra fallega vef allt sumarið. Þær eru líka hin mestu nytjadýr, því þær halda flugusverminum í skefjum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.10.2014 kl. 10:06

3 identicon

Sama hér. Ef þær bara halda sig frá andlitinu á mér.
Konan mín er mikill köngulóar-aðdáandi, og hlussu-köngulær sem fangaðar eru innandyra eru setta lifandi út.

Jón Logi (IP-tala skráð) 12.10.2014 kl. 07:33

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sama hér, en þær koma yfirleitt ekki inn því þær hafa heilan garðskála sem þær geta unað sér vel.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.10.2014 kl. 10:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband