11.10.2014 | 15:29
Maríuerlan María er horfin af vaktinni.
Bæði þegar setið er um kyrrt um stund á hálendinu og ekki síður þegar dvalið er þar langdvölum kemur í ljós að jafnvel í því sem virðist að mestu auðn leynist fjölbreytt líf þegar að er gætt.
Á síðustu sjö árum hef ég aldrei dvalið eins lengi á hálendinu á Brúaröræfum og í sumar og hafði þar fasta bækistöð og viðveru að mestu í þrjár vikur frá 19. ágúst til 8. september.
Á þessum tíma fór lítil maríuerla, sem ég gaf nafnið María, að heimsækja mig æ oftar og var undir lokin daglegur gestur. Ég hef sýnt af henni mynd á facebook og ætla að setja myndir inn núna á síðuna og og syngja lágt og senda henni óskalagið: "Troddu þér nú inn í Toyotu hjá mér / María, María."
Ég sé eftir á að ég gerði of lítið af því að hæna hana að mér í haust með smá matargjöfum og mun bæta úr því ef ég verð þarna á vappi næsta sumar.
Nú er kominn vetur þarna og meðalhiti á Brúaröræfum er svipaður í miðjum október og hann er Reykjavík í febrúar. María er því væntanlega farin og ég sakna hennar.
Refurinn Gosi vaktar gosstöðvarnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ómar vill nú gott í gogg,
gefa Maríu Erlu,
ákaflega blítt hér blogg,
birtir um þá kerlu.
Þorsteinn Briem, 11.10.2014 kl. 16:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.