Einsdæmi: 8:0 eftir 225 mínútur á stórmóti

Það getur vel verið að Holland vinni Ísland í kvöld enda um að ræða eitt af bestu liðum heims. Til þess þurfa Hollendingar að skora 3 mörk gegn engu í síðari hálfleiknum, en þeir skoruðu reyndar þrjú mörk í síðari hálfleik í síðasta leik sínum. 

En eftir tvo og hálfan leik er markatala Íslands 8:0, og ég man ekki eftir neinu líku þessu á stórmóti fyrr hjá íslenska landsliðinu.

Annað mark Gylfa var tær snilld snillings sem nýtti til fullnustu sekúndubrot sem var afrakstur mikillar baráttu íslenska liðsins.

Áfram Ísland!  Áfram á þessari braut ! 


mbl.is Sögulegur sigur á bronsliði HM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta var góður sigur (o:þ

Elvar Másson (IP-tala skráð) 13.10.2014 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband