Hvernig getur þetta verið, 8:0 í þremur leikjum á stórmóti?

Fyrir klukkustund var ástæða til að gleðjast yfir einstæðri stöðu á stórmóti hjá íslenska knattspyrnulandsliðinu, 8:0 eftir tvo og hálfan leik, vegna þess að það var einhvern veginn útilokað að hægt yrði að halda íslenska markinu hreinu í heilum leik gegn liði, sem var næstum því búið að fara alla leið á HM í að hampa sigri þar.

Þess vegna var um að gera að njóta stöðu sem var svo óvænt að það átti varla að vera mögulegt að halda stöðunni út leikinn.

Leikurinn í kvöld var einn af hátindunum í sögu íslenskrar knattspyrnu, á stalli með leikjunum við heimsmeistara Frakka og leiknum við Austur-Þjóðverja 1975, en þeir voru, eins og Hollendingar nú, hársbreidd frá því að sigra á HM 1974.  

 


mbl.is Íslenskur sigur í Laugardalnum: Myndir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eg man vel eftir 2-1 sigrinum á A-Þjóðverjum og sérstaklega eftir þeim Ásgeiri Sigurv. og Jóhannesi Eðvalds með hjólhestinn. Það var flottur leikur

Sæmundur (IP-tala skráð) 13.10.2014 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband