Það er lítið sem hundstungan finnur ekki.

Fréttir af því að sögusagnir um áverkar Michael Schumachers hefðu stafað af GoPro vél á höfði hans hefðu valdið áverkanum við það að hann lenti utan í kletti á skíðum og að hlutabréf í GoPro hefðu fallið stórlega í kjölfarið sýna glöggt hve lítið virðist þurfa til að gera eina fjöður að fjórum hænum hvað varðar traust á fyrirtækjum og vörum þeirra.

Í fyrsta lagi hefur fréttin hefur ekki verið staðfest. Í öðru lagi er erfitt að sjá hvernig GoPro vélin ein olli svona miklum áverkum. Í þriðja lagi er spurningin um það, ef þetta er satt, með hvaða rökum það geti valdið verðfalli á fyrirtækinu.

Það sýnist svona álíka rökrétt eins og að hlutabréf hjá öllum gleraugnaframleiðendum heims féllu, af því að sögusagnir væru um að í árekstri hefðu gleraugu brotnað og valdið blindu hjá þeim, sem var með þau þegar óhappið átti sér stað.

Þetta minnir á gamla máltækið: "Það er lítið sem hundstungan finnur ekki." 


mbl.is Áverkar Schumachers vegna GoPro-vélar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Verðlækkunin hjá GoPro er reyndar ekki eins ótrúleg og hún hljómar. GoPro er 15x stærra fyrirtæki en Marel hf og tæplega helmingi minna en samanlagðar eignir allra íslenskra lífeyrissjóða. Engu að síður má rekja nánast allt þetta verðmæti til aðeins einnar vöru (+nokkra fylgihluti og hugbúnað) sem seldist í tæplega 3 milljónum eintaka um allan heim á síðasta ári og fer hratt vaxandi. Það má því mjög lítið út af bregða til þess að virði þessa félags hækki eða lækki, m.ö.o. GoPro er mjög áhættusamt félag.

Þetta vita þeir sem kaupa hlutabréf í GoPro, en eru engu að síður tilbúnir til að taka á sig þessa auka áhættu gegn væntingum um hærri ávöxtun en gengur og gerist annars staðar. Félög í dreifðari rekstri sem selja mun fleiri vörur en GoPro eru mun áhættuminni, en á sama tíma eru væntingar um ávöxtun slíkra fyrirtækja mun lægri.

Væntingar hafa ekki aðeins áhrif á líf fjárfesta, heldur á líf okkar allra. Við væntum þess að geta keypt í matinn og að geta fengið rafmagn í húsin okkar og högum okkar lífi samkvæmt því. Í dag gerum við ekki aðeins væntingar til atburða í okkar nánasta umhverfi, heldur til fjarlægra heimshluta (hvort sem við erum meðvitum um það eða ekki). Það er því enginn berskjaldaður fyrir áhrifum væntinga.

Atli Bjarnason (IP-tala skráð) 14.10.2014 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband