Stefnir hún í að springa sjálf ?

Jarðvísindamenn hafa klórað sér í höfðinu yfir atburðarásinni á óróasvæðinu, sem kennt er við Bárðarbungu. 

Haraldur Sigurðsson og fleiri velta vöngum yfir því hvort sigið í Bárðarbungu, skjálftarnir þar og gosið sjálft muni smám saman fjara út seinna í vetur eftir því sem hraun vellur norður úr berggangingum undir Holuhrauni.

Talað er um að komin sé upp ný mynd af þessu eldstöðvakerfi, sem nái svona langt norður eftir.

Ekkert lát er hins vegar enn að sjá á Bárðarbungu og sumir tala um að útstreymið í gegnum gosið í Holuhrauni sé of lítið til þess að það geti tappað nógu af hinu ógnarmikla kvikustreymi sem er á ferli á svæðinu.  

Þar að auki hef ég heyrt haft eftir einum af eldfjallafræðingunum að hann telji allt eins líklegt Holuhraunseldarnir og umbrotin í Bárðarbungu séu ekki eins beintengd og sýnist, heldur sé Bárðarbunga að hamast ein og sér og muni allt eins getað endað á því að springa sjálf.

Og það jafnvel, þótt hraunið í Holuhrauni sé frá henni komið.  

Og það getur orðið hvellur hjá sjálfri yfireldstöð Íslands.  

 

P. S. Hún reis dulúðug í dag í móðu og mistri yfir flugleið okkar Jóns Karls Snorrasonar á tveimur flugvélum yfir Holuhraunseldana. Sjá myndir og stöðu á facebook síðu minni.  


mbl.is Aukinn fjöldi skjálfta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Suð-vestur Ómar eins og ég hef séð.

Sigurður Haraldsson, 15.10.2014 kl. 23:29

4 Smámynd: Sævar Helgason

Hvað skyldi mesta gos sem vitað er um í Bárðarbungu hafa staðið lengi yfir ?

En það er gosið þegar hraun rann allt niður þangað sem Eyrarbakki og Stokkseyri standa nú. Varla sólarhring. Hætt er við að miklar hamfarir fylgji gosi í Bárarbunguöskjunni.

Sævar Helgason, 15.10.2014 kl. 23:47

5 identicon

Það er allavega enginn skortur á ágiskunum og spádómum. Og sennilega verða einhverjir til að slá sig til riddara tippi þeir á rétt.

Davíð12 (IP-tala skráð) 16.10.2014 kl. 00:23

6 identicon

Rauði krossinn er farinn að æfa sig fyrir að þurfa að fæða fjölda manns.Sunnudaginn 19 okt frá 11-15 og kallast eldum fyrir Ísland.

Það er hægt að lesa sögur um Bárðarbungu inná Eldgos.is

Helga (IP-tala skráð) 16.10.2014 kl. 00:42

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ótrúlegt að svokölluð stjórnvöld hérna hafi ekki gert neitt í að þétta eða auka mælingar á mengun vegna holuhrauns og áhrifa hennar á fólk.

Eg hallast að því að mengun sé mun meiri en margir ætla og gastegundir á ferli.

Ríkur upp núna á S-landi.

http://www.ust.is/default.aspx?pageid=14da32aa-8362-4378-a165-d3a2a6d6f1c6&station=hveragerdioskaland

Held barasta það þurfi fleiri mæla og nákvæmari athuganir en meðaltöl á ákveðnum tímafresti. Það er engu líkara en mengunin safnist í polla eða sé afar mismunandi á milli staða þó stutt sé á milli þeirra.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.10.2014 kl. 01:11

9 identicon

Það var varla verandi úti í Rangárþingi seinni partinn í gær. Djö. stybba svo sveið í augu.

Jón Logi (IP-tala skráð) 16.10.2014 kl. 06:44

10 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já. Skrítin þessi andsk. mengun á S-landi í gær. Rauk svoleiðis upp á tímabili og virðist svo hafa færst í rólegheitum vestureftir og var mikil sumsstaðar í Rvk. í nótt.

Maður spyr sig hverskonar mengun þetta nákvæmlega er.

Sammála, að þessu er best lýst sem stybbu.

Líka eftirtektarvert hve sumir virðast sama og ekkert taka eftir þessu. Allt á kafi í mengun - og það er eins og sumir finni það hreinlega ekki.

Maður spyr sig líka hvernig áhrif þetta hafi á börnin o.þ.h. Þau eru náttúrulega mikið útivið á leikskólum o.s.frv. því það er í sjálfu sér ágætis veður.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.10.2014 kl. 12:05

11 identicon

Ekki hef­ur orðið vart við súrt regn á Íslandi frá því eld­gosið hófst í Holu­hrauni en það gæti fallið súrt regn á land­inu vegna goss­ins, seg­ir Sara Bar­sotti, fag­stjóri eld­fjalla­vár hjá Veður­stofu Íslands.

Grannt er fylgst með og sýni tek­in reglu­lega úr vatni um allt land. Að sögn Söru eru þessi sýni rann­sökuð í sam­starfi Veður­stof­unn­ar og Há­skóla Íslands og enn er ekk­ert sem bend­ir til þess að hér hafi fallið súrt regn í kjöl­far eld­goss­ins.

Súrt regn fell­ur þar sem regnið er blandað brenni­steins­sýru (H2SO4), salt­pét­urs­sýru (HNO3) og líf­ræn­um sýr­um, að því er fram kem­ur á Vís­inda­vef Há­skóla Íslands.

Eitraðar teg­und­ir gass steyma nú frá eld­sprung­un­um í Holu­hrauni. Hef­ur blámóða borist víða um land og hef­ur ít­rekað þurft að beina þeim til­mæl­um til fólks sem er með sjúk­dóma í önd­un­ar­fær­um að halda sig inni við.

Bú­ast við um­tals­verðri gasmeng­un í dag

Gasmeng­un frá Holu­hrauni hef­ur verið um­tals­verð víða á land­inu und­an­farna daga. Í gær­kvöldi mæld­ust há meng­un­ar­gildi á Kirkju­bæj­arklaustri, á Suður­landi og höfuðborg­ar­svæðinu, á Ísaf­irði auk Norður­lands. Bú­ast má við svipuðu ástandi í dag.

Ómar: segðu okkur hvaða áhrif súrt regn / brenni­steins­sýra hefur á flugið, vélarnar, hreyflana motorana og annan búnað. Og hvað með loft- inntök og síur. Endilega fræddu okkur.. Er risiko að vera í flugi við svona aðstæður eins og á islandi í dag ?

Á vef Um­hverf­is­stofn­un­ar kem­ur fram að ef mikið brenni­steins­díoxíð er til staðar koma fram gróður­skemmd­ir. „Brenni­steins­díoxíð er einnig ein helsta ástæðan fyr­ir súru regni. Hluti oxast í súr­efni lofts­ins í tríoxíð, sem leys­ist upp í raka lofts­ins og mynd­ar brenni­steins­sýru. Hluti þeirr­ar sýru eyðist í and­rúms­loft­inu t.d. með hvarfi við ammoní­ak en lík­lega fell­ur stærst­ur hluti til jarðar í formi súrs regns og hef­ur það víðtæk­ar af­leiðing­ar. Súrt regn hef­ur m.a. í för með sér skemmd­ir á gróðri og eyðingu skóga auk þess sem það stuðlar að skemmd­um á bygg­ing­um og öðrum mann­virkj­um,“ sam­kvæmt Um­hverf­is­stofn­un.

Kristinn J (IP-tala skráð) 16.10.2014 kl. 13:40

12 identicon

Spurningin við innlegi 11 átti að vera.

Hvað með flug: Hefur ekki svona ástand gas-lofts og mögulegt súrt regn brennisteinssýra áhrif á hreyfla, motora, og flugvélina í heild sem og viðkvæman búnað hennar ??

Kristinn J (IP-tala skráð) 16.10.2014 kl. 13:44

14 identicon

Það hefur nú víða um Evrópu verið súrt í regninu, og til lengri tíma, án þess að það hafi orðið að vandamáli með flug.

Jón Logi (IP-tala skráð) 17.10.2014 kl. 14:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband