Að beisla óttann og hatrið.

Hvernig gat einhver mesta menningarþjóð heims leyft illmenni og fjöldamorðingja á borð til Adolf Hitler leika lausum hala?  

Hvernig gátu tvær öflugustu þjóðir heims búið til það módel í fullri alvöru að búa til gereyðingavopnabúr sem réttlætanlegt kynni að verða að beita á hvor aðra og eyða með því öllu mannkyni?

Hvernig má það vera að enn séu til nægar kjarnorkuvopnabirgðir hjá Rússum og Bandaríkjamönnum til þess að hrinda þessu brjálæði í framkvæmd með því að endurvekja ógnarstefnuna MAD ( Mutual Assured Destruction), - á íslensku GAGA (Gagnkvæm Altryggð Gereyðing Allra) ?

Hvernig viðgengst sem siðleg og viðurkennd hernaðaraðfeð að senda mannlausar fjarstýrðar sprengjuflugvélar til drápsferða þar sem almennir borgarar eru oft á tíðum stráfelldir?

Hvernig er hægt að fá unga menn til þess að fórna lífi sínu með hryðjuverkaárás, þar sem drepnar eru þúsundir saklauss fólks?

Hvernig er hægt að fá jafnt vestræn ungmenni sem asísk til þess að fremja hræðileg voðaverk í nafni Guðs (Allah) ?

Allt eru þetta þekkt fyrirbæri og hægt að benda á ýmsar aðferðir til þess að fá venjulegt fólk til slíkra illvirkja, en í viðbót við það sem lýst er í tengdri frétt á mbl.is má nefna tvö sterk sálræn atriði: Ótta og hatur.

Auðvelt reyndist að magna upp hatur á Gyðingum í Evrópu sem ógnar við hinn aríska kynþátt sakir samheldni þeirra og því hvernig þeir komu ár sinni fyrir borð betur en margir aðrir. Það voru þeir taldir gera á kostnað annarra.  

Ungum hermönnum var og er innprentaður ótti við andstæðinginn og hinn ungi hermaður látinn standa frammi fyrir tveimur kostum: Að drepa eða vera sjálfur drepinn, að sýna grimmd og miskunnarleysi eða vera drepinn eða pyntaður af enn meiri grimmd og miskunnarleysi.  

Á þennan hátt var hægt að láta milljónir ungra manna drepa milljónir ungra manna í Fyrri heimsstyrjöldinni. Rétt öld síðan þeir marséruðu fagnandi við gleðihróp mannfjöldans áleiðis til vígvallanna.  

Íbúum risaveldanna í Kalda stríðinu var innprentuð ógnin frá hinu risaveldinu, Bandaríkjamönnum að óttast "heimsveldi hins illa" og Rússum að óttast heimsveldastefnu og árásarstefnu Bandaríkjamanna.

Áróðursmenn villimannlegrar og kolrangrar túlkunar á Kóraninum mikla fyrir liðsmönnum sínum hin illu verk andstæðinganna, einkum kristinna þjóða sem fólust meðal annars í tveimur heimsstyrjöldum sem kostuðu alls upp undir hundrað milljón manna lífið.

 

 


mbl.is Að breyta strákum í skrímsli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband