RÓLEGAR STÓRIÐJUFRAMKVÆMDIR

Í eldhúsdagsræðu sinni í gær sögðust Sjálfstæðismenn ætla "að hægja á" smíði álvera. Þetta er orðið gamalkunnugt trix sem felst í því að reyna að svæfa umhverfisverndarfólk. Sagan undanfarin átta ár sýnir þetta glöggt. Þegar álæðið hófst var fyrst sagt að aðeins yrði reist 120 þúsund tonna álver á Reyðarfirði, og að það myndi nægja í bili.

Ekki var liðið ár þegar álverið var orðið 420 þúsund tonn en þá sagt að ekkert yrði gert á suðvesturhorninu á meðan. Varla var liðið ár þegar hafist var handa við að stækka álverin á Grundartanga og í Straumsvík. Það gleymist í stækkunaræðinu núna að bæði þessi álver hafa þegar verið stækkuð stórlega.

Í fyrra bættist síðan við undirbúningur undir álver við Húsavík, í Helguvík og á Þorlákshöfn. Nú er samt sagt að hægt verði á þessum framkvæmdum en látið nægja að stækka í Straumsvík. Svæfingaraðferðin hefur dugað vel því ævinlega hefur umhverfisverndarfólk vaknað upp við vondan draum þegar álverunum hefur verið þrýst í gegn með því að segja að komið sé svo langt að of seint sé að snúa við.

Þessi aðferð er til dæmis í góðu gildi í Skagafirði og allt tal um að hægja á byggingu álvera er marklaust meðan eftir standa ummæli forsætisráðherra um þrjú ný álver fyrir 2020. Það þýðir tvöföldun á aðeins 13 árum sem er stuttur tími, - enginn hægagangur.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Það er alveg á hreinu að ef þessi ríkistjórn heldur áfram, þá verður ekki hægt á neinu.

Tómas Þóroddsson, 15.3.2007 kl. 14:53

2 identicon

Hvað er það sem í raun og veru sem  heldur þessari stóriðjufíkn gangandi hjá núverandi ráðamönnum og konum ?

Er það óttinn við harða lendingu í efnahagslífinu eftir alla stóriðjuveisluna, sem er og hefur verið ráðandi ? 

Ef svo er, erum við þá ekki í svipaðri stöðu og dópþrællinn þar sem hugsunin ein er að eiga fyrir næsta skammti ?

Það er ekki hægt að horfa framhjá því að  á undanförnum árum hafa þolmörkin á efnahagslífið verið langt umfram það sem eðlilegt má teljast.

Þarf ekki kjark og framsýni til að játa vandann og takast á við hann?

Sævar Helgason (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 16:50

3 identicon

Konan er ekki eyland og það er Straumsvíkurálverið ekki heldur, enda er kona þar innsti koppur í búri. Álverið þarf að vera í stuði til að fútt sé í partíinu og til þess þarf virkjanir og raflínur út um allar koppagrundir, e-pillur. Sama vers með nýtt álver í Helguvík. Fólkvangar og eldfjallaþjóðgarður á Reykjanesi úr sögunni en hann er einstakur í heiminum, að sögn jarðfræðinga. Sömu sögu er að segja af Framsóknar-Jóni en ekki Hvell-Geira. Það eru til margar útgáfur af honum út um allan heim. Búið spil. Sjónlínur allar útbíaðar í raflínum þvers og kruss, langsum og þversum. Slíkur garður veltir árlega milljörðum króna á Hawaii og veitir þar þúsundum manna góðan starfa með hreint loft í huga og lungum. Aðlaðandi er konan ánægð. Ilmsölt öll og angan til fyrirmyndar og draga að erlenda túrhesta, eins og Steini dregur að kvenfólk úr öllum heimshornum, svo út úr flæðir og Addi kveinkar sér, rúinn öllu kvenfylgi.

Steini Briem (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 17:24

4 Smámynd: Pétur Þorleifsson

Vert að lesa þetta um nýtingu jarðhitans.

Pétur Þorleifsson , 15.3.2007 kl. 17:51

5 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Það veitir ekki af þinni einkar skynsömu rödd Ómar auk þess sem þú ert hvorki bundinn af hagsmunum landbúnaðar eða sjávarútvegs sem auk vegagerðar, virkjanna og stóriðju eru helstu náttúrógnir okkar. En nú verður eitthvað að fara að fæðast hjá ykkur, það fjarar ört undan því ykkur því tilfinningin fyrir krafti, dugnaði, skilvirkni og athafnsaemi sem tengist þér er að breytast í andstæðu sína í biðinni eftir fæðingunni. Fyrr almenningi er þetta frestun, frestun og frestun í stað athafna.

Helgi Jóhann Hauksson, 15.3.2007 kl. 18:54

6 identicon

Sæll vertu Ómar núna er bara að reka bílinn í gír og út með afkvæmið.  Er flokkurinn að fæðast hjá ykkur.  Því eg vil fljótlega vita hvað mitt atkvæði á að fara í vor. Vonadi til Þín  Ómar kv sgs

Sævar Guðni Sævarsson (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 19:39

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Vel skal vanda það sem lengi á að standa. Mey skal að morgni lofa og fréttamann að kvöldi. Við förum af stað með skýra stefnuskrá í öllum málaflokkum, frágengið nafn, listabókstaf, undirskriftir, skipulag og helst líka logo. Ég sé ekkert núna sem kemur í veg fyrir það að þetta gerist eftir örfáa daga.

Ómar Ragnarsson, 15.3.2007 kl. 20:36

8 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Ágúst Dalkvist, 15.3.2007 kl. 22:09

9 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Ef ég ætti heima á Húsavík,væri atvinnulaus og það eina sem ég sæi að komið gæti í veg fyrir að ég yrði að flitja ,væri stóriðja.Hvort ætti að ráða meiru í þessu ég og aðrir Húsvíkingar eða Ómar ragnarson frá Reikjavík ? Það væri gaman að fá svar við þessu Ómar.kv frá eyjum.

Georg Eiður Arnarson, 15.3.2007 kl. 23:36

10 identicon

Vildi bara benda fólki á að það er lítið sem ekkert atvinnuleysi hér á HÚsavík og hvað þá í sveitunum í kring

Hilmar Dúi (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 08:28

11 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Við getum orðað þetta þannig, ef ég ætti heima í Þorlákshöfn.

Georg Eiður Arnarson, 16.3.2007 kl. 09:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband