Leitirnar endalausu?

Árangurslausar leitir vekja ávallt athygli og óhugnað, einkum mannshvörf. Það var kannski eðilegt fyrr á tið þegar tækni nútímans naut ekki við, að hvörf væru óupplýst, svo sem hvarf séra Odds í Miklabæ.

Sama átti við þegar um óravíðáttur var að ræða eins og þegar Amalíu Erhardt hvarf 1937. 

Þegar þess er gætt hve löng nýleg leit í Bleiksárgljúfri var verður skiljanlegra að þeir Geirfinnur og Guðmundur og fleiri fundust aldrei.  

En á okkar tímum hinnar smásmugulegustu tækni má með ólíkindum heita hve oft það gerist að leitir að fólki og farartækjum reynast árangurslausar, svo sem leitin að malasísku farþegaþotunni og nú síðast óþekktum kafbáti í sænska skerjagarðinum.  

Slíkt magnar upp margs konar samsæriskenningar svo sem þá að nú séu Rússar komnir í eins konar Kaldastríðsham við að sýna Svíum og öðrum þjóðum hvers þeir eru megnugir við að komast í gegnum hvers kyns hindranir með stríðstól sín og njósnir.

Nýlega var haft eftir fyrrum kafbátsmanni í rússneskum kafbáti hve vel hann og félagar hans urðu að sér í íslenskum dægurlögum á tímum Kalda stríðsins  við að hlusta á gömlu Gufuna á meðan þeir leyndust skammt undan landi á felustöðum sínum, að ekki sé nú talað um tónlistina í Kananum. 

Aldrei fundu Kanarnir þessa meintu njósnakafbáta þrátt fyrir mikla hlustunartækni og annan leitarbúnað.

Hermt er að Pútín hafi sagt að hann geti tekið Kænugarð í Úkraínu á tveimur vikum og Varsjá í Póllandi á nokkrum dögum.

Í því ljósi er auðvelt að magna þann kvitt að nú sé hann að sýna Svíum að máttur Rússa og megin séu síst minni en í Kalda stríðinu.  


mbl.is Ekki merki um yfirvofandi árás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Guðmundur & Geirfinnur: Það sem ég hef heyrt um þau mál, er að það var svosem gefið upp nokkurnvegin hvar Geirfinnur var - en tilgangslítið var að leita. Og enginn tók heldur mark á þeirri sögu. Guðmund, út frá því var aldrei hægt að finna ef sömu menn áttu að leita að honum. Sem var raunin.

Þetta með kafbátana - mér var alltaf slétt sama hér back in ðí eydís, og nú er mér aftur sama. Helst finnst mér þetta brölt í svíunum fyndið. En mér hafa alltaf þótt svíar skoplegir menn.

Það efast ég ekki um að Pútin geti staðið við það sem hann segir - hann er jú eini gaurinn í Evrópu með hreyfðan her.

Hvað hafa hinir verið að gera?

En: hann mun ekkert gera. Eitt er nefnilega að taka landsvæði, annað er að halda því.

Ásgrímur Hartmannsson, 20.10.2014 kl. 11:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband