20.10.2014 | 14:08
Enn hægt að bjarga "neyðarbrautinni" í horn.
Í ár eru liðin 75 ár síðan ákveðið var að hafa flugvöll í Vatnsmýri og þá þegar var byrjað á framkvæmdum við flugvöll.
Í ljósi þessa ógnarlanga tíma er fráleitur sá hraði, sem nú á að viðhafa við að skerða notagildi vallarins með skyndiákvörðunum.
Lágmarkskrafa er að svonefnd Rögnunefnd fái fyrst að ljúka sínum störfum.
Það er rangt sem haldið er fram í blöðum í dag að Rögnunefndinni komi flugvöllurinn ekki við vegna þess að hún eigi að velja nýtt svæði fyrir flugvöll. Þvert á móti á nefndin að skoða alla möguleika á flugvallarskipan í Vatnsmýri/Skildinganesmelum/Skerjafirði, og er þar með talin skoðun á "núll-lausn" sem er lögbundin í svona málum.
Þess ber og að geta að Bretar gáfu Íslendingum öllum flugvöllinn í heilu lagi eftir stríðið og að það var ekki bæjarstjóri Reykjavíkur sem tók við honum heldur Ólafur Thors, forsætis-og utanríkisráðherra fyrir hönd þjóðarinnar allrar.
Ekki er nóg að einblína á fjölda þeirra daga sem neyðarbrautin er í notkun því að þeir eru á þeim tíma vetrarins sem veður eru einna verst og landsamgöngur ganga erfiðlegast.
Aðalatriði málsins er að ganga þannig frá hnútum að hægt sé að hafa neyðarbraut áfram í einhverri mynd þrátt fyrir uppbyggingu á svæðinu við Hlíðarenda.
Það má tryggja á nokkra vegu:
1. Með því að lækka byggingar næst brautarendanum svo að aðflug geti farið yfir þær og láta brautina óhreyfða.
2. Með því að hnika til brautarendanum við Skerjafjörð og / eða fjarlægja 2-3 íbúðarhús, sem standa þar og lengja brautina út í Skerjafjörð.
3. Með því að bíða eftir niðurstöðu málsins í heild, en ein lausn þess kynni að verða tilfærsla norður-suðurbrautarinnar þannig að verði hornréttar á núverandi austur-vestur-braut en nú er og neyðarbrautin þar með óþörf.
Gagnrýna leyfisveitingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Samkomulag ríkis, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group um sameiginlega athugun á flugvallarkostum (svokölluð Rögnunefnd)
Þorsteinn Briem, 20.10.2014 kl. 15:42
Framgangsmáti Dags B. Eggertssonar borgarstjóra í þessu eins og öðru er að lauma hlutunum í gegn þar til of seint er fyrir andstæðinga að grípa inn í ferlið. Aldrei er talað skýrt og sagt t.d. „Hlíðarendi verður svona og forsenda þess er að neyðarbrautin fari. Þett er óháð Rögnunefnd eða umkvörtunum“. En núna loksins er komið í ljós að framkvæmdaleyfið er nær því í hendi.
Ómar, Dagur verðandi Samfylkingarforkólfur er ákveðinn í þessu, en reyndu að snúa þennan félaga þinn niður í þetta sinn!
Ívar Pálsson, 20.10.2014 kl. 17:04
Lestu nú þetta samkomulag hér að ofan áður en þú gapir um það, Ívar Pálsson.
Þorsteinn Briem, 20.10.2014 kl. 17:18
Hver á eiginlega að búa í þessum blokkum spyr ég nú bara?
Kannski þeir sem er búið að gera heimilislausa á nauðungarsölum?
En hvar á þá að borga? Er þetta ekki öfugsnúin forgangsröðun?
Þetta er afleit staðsetning fyrir ljótt blokkahverfi sem enginn þarf á að halda.
Nema "Valsmenn ehf." sem ég leyfi mér að efast um að séu neinir Valsmenn.
Guðmundur Ásgeirsson, 20.10.2014 kl. 17:48
Samkvæmt mannfjöldaspá Hagstofu Íslands fjölgar þeim sem búa hér á Íslandi um 16 þúsund, eða 5%, á 5 árum frá síðustu áramótum en þá bjuggu hér um 322 þúsund manns.
Um 64% Íslendinga búa á höfuðborgarsvæðinu, frá Kjalarnesi til Hafnarfjarðar, og 64% af 16 þúsund eru 10.240 manns.
Og 10.240 manns á höfuðborgarsvæðinu búa í 3.400 íbúðum, miðað við að þrír búi að meðaltali í hverri íbúð, eins og í Hafnarfirði árið 2006.
Um 205.700 manns bjuggu á höfuðborgarsvæðinu um síðustu áramót og þar af 120 þúsund í Reykjavík, eða 58% af þeim sem þar búa.
Og 58% af 3.400 eru um tvö þúsund íbúðir í Reykjavík.
Lítið hefur hins vegar verið byggt af íbúðum á höfuðborgarsvæðinu frá haustinu 2008 en íbúum þar fjölgaði um 4.500 á árunum 2009-2012.
Þeir íbúar þurfa um 1.500 íbúðir, sem bætast við ofangreindar 3.400 íbúðir á árunum 2013-2017, eða samtals 4.900 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu.
Og 58% af 4.900 íbúðum eru um 2.840 íbúðir í Reykjavík, jafn margar öllum íbúðum í 107 Reykjavík, Vesturbæ sunnan Hringbrautar.
Steini Briem, 20.7.2013 kl. 14:00
Þorsteinn Briem, 20.10.2014 kl. 17:52
1. janúar síðastliðinn voru íbúar á höfuðborgarsvæðinu, frá Kjalarnesi til Hafnarfjarðar, 208.531, eða 3.061 (1,5%) fleiri en ári fyrr, 1. janúar 2013.
Miðað við að þrír búi að meðaltali í hverri íbúð þurfti þessi íbúafjöldi 1.020 íbúðir.
Og fjölgun íbúa á höfuðborgarsvæðinu um 3.061 á ári er 15.305 íbúar á fimm árum, sem þurfa 5.101 íbúð, miðað við þrjá íbúa í hverri íbúð.
Í Reykjavík búa 58,1% af íbúum höfuðborgarsvæðisins og 58,1% af 5.101 íbúð eru 2.964 íbúðir í Reykjavík á fimm árum, 124 íbúðum fleiri en nú eru í öllu póstnúmeri 107, Vesturbæ sunnan Hringbrautar.
Þorsteinn Briem, 20.10.2014 kl. 17:55
Mjög stórir vinnustaðir eru skammt frá Hlíðarendasvæðinu, Háskólinn í Reykjavík, Landspítalinn og Háskóli Íslands, og líklegt að margir sem þar starfa kaupi íbúðir á Hlíðarendasvæðinu, í stað þess að búa langt frá þessum vinnustöðum.
Og að sjálfsögðu er einnig verið að byggja íbúðarhúsnæði austan Kringlumýrarbrautar, til að mynda í Grafarholti og Úlfarsárdal.
Þorsteinn Briem, 20.10.2014 kl. 17:57
"Hlutfallslega flestir svarendur [í Reykjavík] vilja helst búa í vesturhluta borgarinnar, miðbæ og nærliggjandi hverfum, borið saman við núverandi búsetu.
Um helmingur svarenda býst við að flytja og skipta um húsnæði innan fimm ára.
Um 87% reikna með að flytja innan borgarinnar og þar af um helmingur innan sama hverfis.
Af nýbyggingasvæðum er miðbærinn vinsælastur og næst kemur Vatnsmýri."
Könnun á húsnæðis- og búsetuóskum Reykvíkinga árið 2013
Þorsteinn Briem, 20.10.2014 kl. 17:59
Ætlunin er að byggja allt að 850 íbúðir á Hlíðarendasvæðinu, þar af um 200 svokallaðar stúdentaeiningar og 50% íbúðanna verða tveggja herbergja en um 20% þriggja herbergja.
Í fyrra voru opnaðir stúdentagarðar, Sæmundargarðar, við Háskóla Íslands fyrir um 300 stúdenta og reistir verða stúdentagarðar á milli Nauthólsvegar og Öskjuhlíðar í nágrenni Háskólans í Reykjavík.
Þorsteinn Briem, 20.10.2014 kl. 18:01
Reykjavíkurborg og einkaaðilar eiga meirihlutann af Vatnsmýrarsvæðinu - Stjórnarskrárvarinn eignarréttur
"Eignarréttur er réttur einstaklings, fyrirtækis eða annars lögaðila til að nota hlut, selja eða ráðstafa á annan hátt og að meina öðrum að nota hann."
Sjálfstæðisflokkurinn hefur hins vegar engan áhuga á eignarréttinum.
Reykjavíkurborg og einkaaðilar eiga meirihlutann af Vatnsmýrarsvæðinu, merkt hér með gulum strikum:
Þorsteinn Briem, 20.10.2014 kl. 18:16
Hættan á flugslysum er einna mest við enda flugbrauta.
Þorsteinn Briem, 20.10.2014 kl. 18:22
Þorsteinn Briem, 20.10.2014 kl. 18:23
The never-ending story.....
Hvert er verðmæti byggðar á svæði borgarinnar ef lengsta brautin er í fullu brúki? Þarna snýst málið um vilja ríkisins frekar en borgarinnar. Þeir geta beitt eignarnámi til að tryggja brautir og jafnvel fleira.
Jón Logi (IP-tala skráð) 20.10.2014 kl. 18:51
Svæðið undir lengstu braut flugvallarins og öryggissvæðis á Vatnsmýrarsvæðinu er að langmestu leyti í eigu Reykjavíkurborgar og einkaaðila, eins og sjá má á kortinu hér að ofan í athugasemd nr. 10.
Og ein flugbraut nægir ekki á Vatnsmýrarsvæðinu.
Þorsteinn Briem, 20.10.2014 kl. 18:58
Ríkið hefur engan veginn efni á að kaupa eða taka eignarhlut Reykjavíkurborgar og einkaaðila á Vatnsmýrarsvæðinu eignarnámi en getur aftur á móti selt sinn eignarhlut á svæðinu undir íbúðabyggð til að fjármagna flutninginn á flugvellinum á annan stað á höfuðborgarsvæðinu.
Þorsteinn Briem, 20.10.2014 kl. 19:09
Stjórnarskrá Íslands
Þorsteinn Briem, 20.10.2014 kl. 19:16
5.5.2009:
"Kauptilboð vegna lóða sunnan Sléttuvegar í Fossvogi voru í gær opnuð eftir að tilboðsfrestur rann út að viðstöddum áhugasömum bjóðendum.
Samtals bárust 1.609 tilboð frá 167 bjóðendum.
Hæsta tilboð í byggingarétt á lóð fyrir fjölbýlishús með 28 íbúðum var 369,6 milljónir króna.
Hæsta tilboð í byggingarétt tvíbýlishúss var 42,3 milljónir króna og hæsta tilboð í byggingarétt keðjuhúss (pr. íbúð) var 34,070 milljónir króna."
Reykjavíkurborg - Hæsta tilboð í byggingarétt á lóð fyrir fjölbýlishús með 28 íbúðum í Fossvogi um 370 milljónir króna
Þorsteinn Briem, 20.10.2014 kl. 19:22
Bendi enn og aftur á að eignarréttur ríkisins á flugvellinum sjálfum sem mannvirki er ótvíræður. Bretar gáfu Íslendingum öllum völlinn í heild og öll mannvirki hans eftir stríð og það var ekki bæjarstjórinn sem tók við gjöfinni heldur Ólafur Thors forsætis-utanríkis- og flugmálaráðherra.
Ómar Ragnarsson, 20.10.2014 kl. 20:34
Smá leiðrétting. Áki Jakobsson var flugmálaráðherra í Nýsköpunarstjórninni.
Ómar Ragnarsson, 20.10.2014 kl. 20:39
Nú er blásið til sóknar: Ákveðið hefur verið að kalla til opins borgarafundar á Hótel Loftleiðum/Natura á morgun kl. 20:00 um framtíð vallarins o.s.frv. Framsögumenn verða: Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, Leifur Magnússon, verkfræðingur, Sigurður Ingi Jónsson fyrrv formaður Flugmálafélags Íslands og Bergur Stefánsson læknir, formaður fagráðs um sjúkraflutninga. Stuðningsmenn flugvallar eru eindregið hvattir til að mæta. Þetta skiptir máli.
Ívar Pálsson, 20.10.2014 kl. 20:42
Kannski Steini Briem drekki þessum upplýsingum með tölfræði um alla fundi sem haldnir hafa verið á Loftleiðum síðustu árin og hvernig það tengist bananarækt í Puerto Rico!
Ívar Pálsson, 20.10.2014 kl. 20:45
Sjálfstæðisflokkurinn er iðinn við að gera athugasemdir við hvernig og hvar staðreyndir eru birtar.
Þær staðreyndir sem ég birti hér að ofan eru um efni þessarar bloggfærslu Ómars Ragnarssonar, öfugt við þessa athugasemd þína hér nr. 21, Ívar Pálsson.
Þorsteinn Briem, 20.10.2014 kl. 21:22
Ef mannvirki er á landi í eigu annarra verður mannvirkið að víkja ef eigendur landsins krefjast þess.
Þorsteinn Briem, 20.10.2014 kl. 21:30
Undirskriftir í fyrra varðandi Reykjavíkurflugvöll voru um 29% af þeim sem voru á kjörskrá í síðustu alþingiskosningum.
Þorsteinn Briem, 20.10.2014 kl. 21:40
20.9.2013:
"Rétt rúmlega 20 þúsund Reykvíkingar skrifuðu undir á síðuna lending.is.
Að sögn Njáls Trausta Friðbertssonar, formanns undirskriftarsöfnunarinnar höfðu 20.626 Reykvíkingar skrifað undir en um tvö prósent þeirra eru yngri en 18 ára og hafa því ekki náð löglegum kosningaaldri.
Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands voru tæplega 88 þúsund manns á kjörskrá í Reykjavík árið 2009, engar nýrri tölur er að finna á síðunni.
En ef miðað er við þær tölur má ætla að tæplega 23 prósent kosningabærra Reykvíkinga hafi skrifað undir til þess að mótmæla flutningi flugvallarins."
Þorsteinn Briem, 20.10.2014 kl. 21:42
OK afsakið Steini ég mátti til. Raunar las ég slatta af þessu sem þú sendir og rakst á ýmislegt áhugavert í Könnun á húsnæðis- og búsetuóskum Reykvíkinga árið 2013. T.d. standa 2/3 af þeim sem afstöðu tóku gegn þéttingu byggðar í íbúðahverfum. 73% vilja 2-4 bílastæði við íbúðarhúsnæði sitt en 1% vill minna en 1 stæði, sem er einmitt staðall þessarar borgarstjórnar um nýjar íbúðir með gjarnan 0,8 stæði á íbúð. Langflestir vilja búa í einbýli, parhúsi eða raðhúsi og mikilvægast er kyrrlátt nágrenni. Osfrv. osfrv.
En þessar rándýri lóðir og íbúðir passa þá vel fyrir kaupendur þeirra, Reykjavíkurborg fyrir félagslegar íbúðir og ríkið fyrir námsmenn!
Ívar Pálsson, 20.10.2014 kl. 21:55
12.2.2013:
"Gatnakerfið í Reykjavík austan Elliðaáa þekur 51% af landinu.
Byggð svæði þekja einungis 35% og opin svæði 14%."
Ofvaxið gatnakerfi - Þétting byggðar
Þorsteinn Briem, 20.10.2014 kl. 22:11
Í Reykjavík vestan Kringlumýrarbrautar er byggðin mun þéttari en austan Elliðaáa en þar eru samt stór opin svæði, Klambratún (Miklatún), Öskjuhlíð, Nauthólsvík, Ægisíða og Hljómskálagarðurinn.
Þar eru einnig einkagarðar við langflest íbúðarhús og í mörgum tilfellum bæði framgarðar og bakgarðar.
Alls áttu 40.295 lögheimili í Reykjavík vestan Kringlumýrarbrautar 1. janúar 2013, rúmlega þriðjungur Reykvíkinga, þar af 15.708 í 101 Reykjavík, 16.067 í 105 Reykjavík og 8.520 í 107 Reykjavík.
Og þá áttu þar lögheimili 7.915 börn (sautján ára og yngri eru skilgreindir sem börn), þar af 2.659 í 101 Reykjavík, 3.203 í 105 Reykjavík og 2.053 í 107 Reykjavík, samkvæmt Hagstofu Íslands.
Þorsteinn Briem, 20.10.2014 kl. 22:12
Ætlunin er að byggja allt að 850 íbúðir á Hlíðarendasvæðinu einu og mjög stórir vinnustaðir eru skammt frá því svæði, til að mynda Landspítalinn, Háskólinn í Reykjavík og Háskóli Íslands, og líklegt að margir sem þar starfa kaupi íbúðir á Hlíðarendasvæðinu, í stað þess að búa langt frá þessum vinnustöðum.
Það sparar þeim mikil bensínkaup, löng ferðalög á milli heimilis og vinnustaðar, miklar og margar umferðartafir og jafnvel kaup á bíl, þar sem einn bíll getur nægt á heimili í stað tveggja.
Þar af leiðandi getur verið hagstæðara að búa nálægt vinnustað, enda þótt íbúðir séu dýrari þar en langt frá vinnustaðnum.
Og rekstrarkostnaður venjulegs fólksbíls hér á Íslandi er ekki undir einni milljón króna á ári, samkvæmt Félagi íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB).
Rekstrarkostnaður bifreiða í janúar 2013 - Félag íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB)
Þorsteinn Briem, 20.10.2014 kl. 22:17
Um átján þúsund nemendur eru í Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík og ef þeir færu allir á einkabíl í skólann, einn í hverjum bíl, þyrfti um 324 þúsund fermetra af bílastæðum nálægt skólunum undir þá bíla eina.
Það eru áttatíu knattspyrnuvellir.
Bílastæði á Vatnsmýrarsvæðinu verða mörg neðanjarðar, enda taka bílastæði mikið og dýrt pláss ofanjarðar og ekki myndu margir vilja búa í gluggalausum kjallara, þannig að sjálfsagt er að nota þá sem bílastæði.
Og stórir bílakjallarar er undir Hörpu og nýjum fjölbýlishúsum, til að mynda skammt frá Grandagarði og við Brautarholt.
Þorsteinn Briem, 20.10.2014 kl. 22:29
Í enn eitt skiptið tókst þér að eyðileggja möguleikana á rökrænni umfjöllun um málið sem Ómar Ragnarsson bryddaði uppá, Mr. St.Breim.
Megi Guð og aðrar góðar vættir reyna að bjarga þér úr þessum helsjúka pytti sem þú ert ofaní.
Haltu þig við vísurnar, þar læðist oft ein og ein góð en þvílíkt sorablogg og viðbjóður sem þú greyið tekst að troða inn á annars ágætt blogg Ómars.
Þetta er ekki lesandi fyrir sóðaskap.
Már Elíson, 20.10.2014 kl. 22:48
Hef eingöngu birt hér staðreyndir og reyndu halda þig við efni þessarar bloggfærslu, Már Elíson.
Þorsteinn Briem, 20.10.2014 kl. 23:02
Ég vissi ekki að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn væru í meirihluta borgarstjórnar en hverjir skrifa undir þetta samkomulag:
Samkomulag ríkis, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group um sameiginlega athugun á flugvallarkostum (svokölluð Rögnunefnd)
Þorsteinn Briem, 20.10.2014 kl. 23:08
Ríki, Reykjavíkurborg og Icelandair Group gera með sér svofellt
Samkomulag
um innanlandsflug
Ríki og Reykjavíkurborg hafa undanfarið átt í viðræðum um framtíð flugvallar í Vatnsmýri í tengslum við undirbúning og auglýsingu aðalskipulags Reykjavíkur, sem gerir ráð fyrir að flugstarfsemi víki úr Vatnsmýrinni í áföngum.
Viðræðurnar hafa byggt á því að aðilar eru sammála um að staðsetning innanlandsflugvallar á höfuðborgarsvæðinu sé fyrsti kostur. Sameiginlegir hagsmunir ríkis og borgar eru að tryggja sem besta sátt allra landsmanna um þetta mikilvæga mál og kanna því til fullnustu helstu staðsetningarkosti innanlandsflugs á höfuðborgarsvæðinu.
Viðræðurnar hafa byggt á grunni fyrri samninga milli ríkisins og Reykjavíkurborgar.
Afstaða ríkisvaldsins er að tryggja öryggi í innanlandsflugi með þeim hætti að næstu ár geti flugvöllur í Vatnsmýri sinnt því hlutverki sem honum er ætlað. Til að koma til móts við það og gefa svigrúm fyrir vinnu við að kanna aðra kosti hefur Reykjavíkurborg fallist á að gera þá breytingu á fyrirliggjandi tillögu að aðalskipulagi Reykjavíkur að norður-suður-brautinni verði áfram tryggður sess í aðalskipulagi Reykjavíkur til ársins 2022, í stað 2016 eins og fyrirliggjandi tillaga gerir ráð fyrir.
Sameiginleg athugun ríkis, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group á flugvallarkostum
Ríki, Reykjavíkurborg og Icelandair Group eru sammála um að fullkanna aðra kosti til rekstrar innanlandsflugs en framtíðarflugvöll í Vatnsmýri. Aðilar eru einnig sammála um að staðsetning nýs flugvallar á höfuðborgarsvæðinu er fyrsti kostur og hvetja til þess að möguleg ný flugvallarstæði verði ekki útilokuð við endurskoðun á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins sem stendur yfir.
Ábyrgðarmenn verkefnisins eru innanríkisráðherra, borgarstjóri og forstjóri Icelandair Group. Hver aðili um sig tilnefnir einn aðila í stýrihóp verkefnisins sem verður undir formennsku Rögnu Árnadóttur, sem er sameiginlegur fulltrúi samningsaðila. Jafnframt verður settur upp samráðshópur sem fær reglulega upplýsingar um framvindu vinnunnar. Þar eigi m.a. sæti fulltrúar sveitarfélaga utan höfuðborgarsvæðisins, hagsmunaaðila í flugi, Landspítala, Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík og fulltrúar áhugahópa með og á móti flutningi flugvallarins.
i) Stýrihópurinn hefur heimild til að kalla eftir vinnu sérfræðinga sem aðilar samkomulagsins leggja þeim til. Jafnframt er gert ráð fyrir að stýrihópurinn komi sér saman um ráðgjafafyrirtæki með víðtæka reynslu af skipulagi og hönnun flugvalla til að draga fram valkosti og bestu lausnir fyrir mögulegan flugvöll. Athugunin miðist m.a. við lengri brautir, kjörlegu þeirra og aðra þætti sem ekki hafa komið til skoðunar í fyrri athugunum en stuðlað geta að góðri nýtingu vallarins.
ii) Einnig verði lagt mat á rekstrargrundvöll og möguleg sóknarfæri sem nýr flugvöllur með þróunarmöguleika til framtíðar hefur í för með sér fyrir íbúa, ferðaþjónustu og atvinnulíf.
iii) Reglulega verði gerð grein fyrir framvindu verkefnisins en lokaskil verði eigi síðar en í árslok 2014.
Gjört í Reykjavík 25. október 2013
____________________________ ________________________
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Jón Gnarr
forsætisráðherra borgarstjóri
___________________________ ________________________
Hanna Birna Kristjánsdóttir Dagur B. Eggertsson
innanríkisráðherra formaður borgarráðs
__________________________
Björgólfur Jóhannsson
forstjóri Icelandair Group
Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 20.10.2014 kl. 23:29
"Viðræðurnar hafa byggt á því að aðilar eru sammála um að staðsetning innanlandsflugvallar á höfuðborgarsvæðinu sé fyrsti kostur. Sameiginlegir hagsmunir ríkis og borgar eru að tryggja sem besta sátt allra landsmanna um þetta mikilvæga mál og kanna því til fullnustu helstu staðsetningarkosti innanlandsflugs á höfuðborgarsvæðinu".
Þetta skrifuðu Dagur og Jón Gnarr uppá!
Er Dagur að tryggja þessa sátt allra landamanna með þessu frumhlaupi?
Nei!
Er Dagur að bíða eftir að því að "Kanna til fullnustu helstu staðsetningarkosti innanlandsflugs á höfuðborgarsvæðinu"
Nei!
Sú braut sem liggur frá NA til SV og er af flugmönnum kölluð 06/24 er notuð þegar vindar hamla lendingu á öðrum brautum.
Verði henni lokað fellur nýtingarhlutfall vallarins niður í ruslflokk og lokunardögum fjölgar úr 4 í 39 daga. Sem sagt dauðadómur fyrir flugvöllinn.
Þetta veit Dagur full vel og er því að svíkja þetta samkomulag sem aðkoma Rögnunefndarinnar er.
arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 20.10.2014 kl. 23:56
Er hægt að filtera út komment Steina Briem? Það er ekki hægt að fylgja blogginu öðruvísi.
Frosti Heimisson, 20.10.2014 kl. 23:57
Reyndu að halda þig við efni bloggfærslu Ómars Ragnarssonar. Hún er efst á síðunni, Frosti Heimisson.
Þorsteinn Briem, 21.10.2014 kl. 00:07
Þú ert að eyðileggja kommentakerfið. Ég er bara að reyna að lesa þau komment hérna sem eru frá eðlilegu fólki. Við hin kunnum alveg að leita á Google eins og þú.
Frosti Heimisson, 21.10.2014 kl. 00:10
... og eins og þú sérð þá eru fleiri hér á sama máli. Sé fáa verja þetta tölfræði-spam.
Frosti Heimisson, 21.10.2014 kl. 00:11
http://www.mbl.is/frettir/kosning/2014/05/30/dagur_treystir_rognunefndinni/
Oddvitar framboðanna í Reykjavík eru samankomnir í sjónvarpssal Ríkisútvarpsins og voru þeir spurðir út í afstöðu sína til flugvallarins í Vatnsmýrinni. Voru frambjóðendur beðnir um að svara játandi eða neitandi.
Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar sagðist treysta Rögnunefndinni „fullkomlega,“ jafnvel þótt niðurstaða hennar mæli með breytingum á flugvellinum á núverandi stað í Vatnsmýrinni.
En þetta var KosningaDagur!
Hann ætlaði aldrei að leifa þessu trausti að njóta sannmælis, ekki einu sinni vafans. Og bíða eftir úrskurði.
Og fjölmiðlar gengu aldrei á Dag um frekari svör.
Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 21.10.2014 kl. 00:12
Það er ekki nóg að kunna að leita hér og þar, Frosti Heimisson.
Reyndu að halda þig við efni bloggfærslu Ómars Ragnarssonar og sleppa svívirðingunum.
Þorsteinn Briem, 21.10.2014 kl. 00:15
Held að þú ættir að lesa allt samkomulagið sem skrifað var undir 25. október í fyrra, Arnór Valdimarsson.
Þorsteinn Briem, 21.10.2014 kl. 00:21
http://www.ruv.is/frett/flestir-oddvitar-vilja-halda-i-flugvollinn
"Rögnunefndin er málið" sagði Dagur þarna.
"Hún er með málið og og á að finna annan stað, fullkanna malið.
Líka breitingar á vellinum í Vatnsmýri, þannig að þar er málið í heild sinni til skoðunnar"
Kosninga svik Dags eru algjör, ef hann ekki leifir nefndinni að klára og skila niðurstöðu. Og ef Sóley fyrir VG og Halldór Auðar Pírati skrifa upp á þetta eru þau sömuleiðis að stimpla sig inn í flokk lygara og kosningasvikara. Samanber orð þeirra í þessum þætti.
En eins og Halldór Auðar benti þarna á, á málið að sjálfsögðu að fara í Þjóðaratkvæðagreiðslu.
Þetta er mál allra þegna höfuðborgarinnar, enda ríkisland og eign .
Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 21.10.2014 kl. 00:56
25.10.2013:
"Í framhaldi af undirritun meðfylgjandi samkomulags milli ríkis, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group munu ríki og Reykjavíkurborg vinna í samræmi við áður undirritaða samninga.
Undirbúningur eftirfarandi verkefna mun þegar hefjast:"
"... ii) Aðilar ljúki vinnu við endurskoðun á deiliskipulagi fyrir flugvallarsvæðið og tilkynnt verði um lokun NA/SV-brautarinnar samhliða auglýsingu þess, síðar á þessu ári [2013]. ..."
"iii) ... Óháð öðrum verkþáttum sem í samkomulaginu felast munu innanríkisráðuneytið og Isavia hafa forgöngu um að kennslu- og einkaflugi verði fundinn nýr staður í nágrenni borgarinnar í samræmi við áður gefin fyrirheit vegna endurbyggingar vallarins um síðustu aldamót og skal stefnt að því að framkvæmdir verði hafnar eins fljótt og verða má."
Samkomulag ríkis, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group um sameiginlega athugun á flugvallarkostum (svokölluð Rögnunefnd)
Þorsteinn Briem, 21.10.2014 kl. 00:57
Það er misskilningur að hugmyndir um flugvöll í Vatnsmýri séu 75 ára gamlar.Þær eru 95 ára gamlar eins og lesa má í eftirfarandi grein: http://blog.pressan.is/arkitektur/2011/12/08/reykjavikurflugvollur-flokkusaga/
Hilmar Þór Björnsson (IP-tala skráð) 21.10.2014 kl. 10:04
Ég sé enga greiningu frá þér hérna. Allt sem þú berð fram er hægt að google-a. Það eina sem einkennir þig Steini, er að þú ert klárlega á móti vellinum og þú ætlar þér að vinna það með því að kæfa fólk í tölfræði sem í flestum tilfellum hefur ekkert eða lítið með umræðuefnið að gera. Þú mátt kalla þetta svívirðingar en ég held að menn séu almennt sammála þessu. Ég gæti kæft þig í álíka tölfræði og ekkert fengist úr umræðunni.
En trúðu mér, það eru allir löngu búnir að skynja andúð þína gegn vellinum og þína ósk um brotthvarf hans. Megum við hin þá ræða hina möguleikana, þótt þú teljir þá ekki á borðinu?
Frosti Heimisson, 21.10.2014 kl. 11:34
Það er í hæsta máta óeðlilegt að hverju einasta kommenti hérna sé svarað með nokkrum langlokum af google. Ef þetta væri umræðufundur þá væru flestir búnir að yfirgefa salinn. Enginn kæmist að.
Frosti Heimisson, 21.10.2014 kl. 11:35
..einhverntíma mun að því koma að það eina sem menn minnast af hugmyndum og skrifum Ómars Ragnarssonar er Google ræpan frá Steina Briem.
...og kannski er það bara allt í lagi?
Magnús (IP-tala skráð) 21.10.2014 kl. 15:56
Kannski ekki úr vegi að birta tengilinn á Rögnunefndina í fjórða sinn...
http://www.innanrikisraduneyti.is/media/frettir-2013/Samkomulag-um-Rvikurflugvoll-25.-oktober-f.-vefinn.doc
Er að vísu ekki eins vanur og sumir í að nota http tög...
ls (IP-tala skráð) 21.10.2014 kl. 17:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.