23.10.2014 | 01:24
Nokia, Pontiac, Oldsmobile, Plymouth, BMC....
Það er ekki langt síðan Nokia var stolt og nokkurs konar tákn Finnlands. Á furðu skömmum tíma hefur þetta stolt hrunið. Ég var viðskiptavinur fyrirtækisins frá upphafi farsíma hér á landi, en bellibrögð varðandi ábyrgð á framleiðslunni og hröð hnignun gæða ollu fráhvarfi mínu.
Nokia er í hópi hundruða þekktra vörumerkja, sem hafa orðið andvaraleysi stjórnendanna að bráð.
Hér á landi voru mörg stöndug fyrirtæki sem hurfu undra skjótt af sjónarsviðinu á síðustu öld þegar eldmóðs, ráðvendni og dugnaðar frumherjanna naut ekki lengur við. Það er langur nafnalisti.
Sú var tið Packard og síðar Cadillac voru "Standard of the world."
Um 1990 komu hinar sigruðu þjóðir í stríðinu, Japanir og Þjóðverjar og tóku forystuna í bílaframleiðslu heimsins með Benz S, Lexus og BMW 7 sem flaggskip.
Ástæðan var einföld: Andvaraleysi, horfin vöruvöndun og of hæg framþróun hjá bandarísku framleiðendunum.
Plymouth var árum saman þriðja mest selda bíltegund heims. Nú heyrir merkið sögunni ásamt fyrrum eðalbílum á borð Oldsmobile, Pontiac og De Soto.
Saab er í dauðateygjunum.
BMC, sem var stolt bresks bílaiðnaðar, hreinlega hrundi seint á síðustu öld.
Fáa óraði fyrir því fyrir áratug að árið 2008 yrði bílarisinn General Motors tæknilega gjaldþrota.
Obama bjargaði GM af því að fyrirtækið var of stórt til að hægt væri að láta það fara í þrot.
Á svipaðan hátt var mörgum fyrirtækjum bjargað hér í Hruninu.
Framleiðslu Nokia farsíma hætt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nokia getur snúið sér aftur til upprunans; og farið að framleiða stígvél!
Hörður Björgvinsson (IP-tala skráð) 23.10.2014 kl. 14:17
Þeir eru reyndar að framleiða mjög góð stígvél og vetrardekk. Það er hægt að kaupa stígvélin þeirra í Suomi Prkl búðinni á Laugaveginum. Mjög góð stígvél, enda hefur Microsoft ekkert fengið að koma nálægt þeim.
Ég held að þeir hafi gert slæm mistök þegar þeir hleiptu tróju hestinum Stephen Elop inn. Síðan þá hafa Nokia símar ekki verið sú gæða vara sem þeir voru vanir að vera.
Smári (IP-tala skráð) 23.10.2014 kl. 19:56
Það eru til Nokia þreskivélar!!!
Jón Logi (IP-tala skráð) 24.10.2014 kl. 07:53
Hvernin líta nokia þreskivélar út? Hversu mörg tonn korns ætli þær geti þreskt pr. klst?
Þorvaldur S (IP-tala skráð) 24.10.2014 kl. 12:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.