28.10.2014 | 08:54
Í anda Einars Ben?
Einhver lífseigasta þjóðsaga síðustu aldar var um tilraun Einars Benediktssona til að selja Norðurljósin.
Sagan hefur rifjast upp síðustu ár þegar Norðurljósin eru orðin tugmilljarða króna virði á hverju ári fyrir okkur Íslendinga.
Ef einhver hefið spáð því fyrir þótt ekki sé nema fyrir 15 árum hefði verið hlegið að honum fyrir að láta sér detta í hug "eitthvað annað" en stóriðju.
Tekjurnar af Norðurljósun um hafa sýnt að verðmæti felast ekki aðeins í því sem hægt er að mæla í tonnum og megavöttum heldur einnig í því sem orkar á huga okkar og auðgar bæði andlegt og líkamlegt líf okkar og vellíðan, - yrði mælt í unaðsstöndum ef menn endilega vilja bregða fjárhagslegum mælikvarða á alla skapaða hluti.
Syngur um norðurljósin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Frú Valgerður Benediktsson [eiginkona Einars Benediktssonar] segir:
"Margar fáránlegar sögur gengu um Einar [Benediktsson] á þessum árum. Gengu þær flestar í þá átt að sýna hve slyngur kaupsýslumaður hann væri og laginn að vefja útlendingum um fingur sér í fjármálum.
Sú saga var mjög útbreidd meðal almennings að hann hefði selt útlendum auðmönnum bæði norðurljósin og jarðskjálftana á Íslandi og fengið stórfé fyrir.""
(Væringinn mikli - Ævi og örlög Einars Benediktssonar, útg. 1990, bls. 319.)
Þorsteinn Briem, 28.10.2014 kl. 16:30
##Ef einhver hefið spáð því fyrir þótt ekki sé nema fyrir 15 árum hefði verið hlegið að honum fyrir að láta sér detta í hug "eitthvað annað" en stóriðju.## Enda stóð ekki til boða að selja norðurljósin þá. Án stóriðju hefði síðasti austfirðingurinn slökkt ljósin og flutt suður nokkru áður en norðurljósin fóru að seljast. Og fyrir austan hefur stóriðjan haldið við byggð og skapað lífsviðurværi meðan norðurljósin seljast vel fyrir sunnan.
Annað kemur ekki í veg fyrir hitt og bæði þarf að efla ætlum við að borga læknum og búa hér áfram.
Hábeinn (IP-tala skráð) 28.10.2014 kl. 17:28
Íbúum á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað mikið, aðallega vegna aukinnar þjónustu og háskólastarfsemi á því svæði og það á einnig við um Akureyri.
Íbúum í þeim sveitarfélögum sem nú mynda Fjarðabyggð, framleiðslusveitarfélagi, fækkaði hins vegar um 11,2%, eða 582, á árunum 1998-2013, þrátt fyrir álverið í Reyðarfirði.
Og í framleiðslubyggðarlaginu Vestmannaeyjum fækkaði íbúum á þessu tímabili um 8,8%, eða 407, og þeim sem búa á því svæði sem nú er í Dalvíkurbyggð fækkaði um 10,5%, eða 218, í byggðarlögum sem nú mynda Ísafjarðarbæ fækkaði íbúum um 15,3%, eða 675, og þeim sem búa á svæðinu sem nú er í sveitarfélaginu Norðurþingi, til að mynda Húsavík, fækkaði um 14,6%, eða 489.
Íbúum á svæðinu frá Kjalarnesi til Hafnarfjarðar fjölgaði hins vegar á þessu tímabili um 25%, eða 41.073, og í byggðarlögunum sem nú eru í sveitarfélaginu Akureyri fjölgaði íbúum um 16,5%, eða 2.544, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands.
Þeim sem búa í byggðarlögunum sem nú eru í sveitarfélaginu Akureyri fjölgaði því meira á tímabilinu 1998-2013 en íbúum í þeim byggðarlögum sem nefnd eru hér að ofan fækkaði, samtals 2.371.
Þorsteinn Briem, 28.10.2014 kl. 19:11
"Hagkerfi margra vestrænna landa byggist nú á þjónustu og samkvæmt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum veittu Bandaríkin mesta þjónustu árið 2005.
Næstmesta veittu Japan og Þýskaland en þjónusta myndaði þá 78,5% hagkerfis Bandaríkjanna."
En það skilja Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn engan veginn.
Þjónusta - Vörur
Þorsteinn Briem, 28.10.2014 kl. 19:12
Þorsteinn Briem, 28.10.2014 kl. 19:13
26.2.2014:
"Fram til ársins 2018 eru afborganir Landsvirkjunar á erlendum lánum áætlaðar um 128 milljarðar króna [andvirði Kárahnjúkavirkjunar].
Langstærstur hluti af handbæru fé fyrirtækisins frá rekstri mun því líkt og síðustu ár fara í að standa skil á afborgunum erlendra skulda."
Áhersla lögð á að lækka miklar erlendar skuldir Landsvirkjunar næstu árin
Þorsteinn Briem, 28.10.2014 kl. 19:16
20.5.2014:
Landsvirkjun skuldar andvirði tveggja Kárahnjúkavirkjana, 268 milljarða króna í árslok 2013
Þorsteinn Briem, 28.10.2014 kl. 19:17
Í fyrra, 2013, varð ferðaþjónustan stærsti útflutningsatvinnuvegurinn hér á Íslandi.
30.12.2013:
Níu þúsund starfa í ferðaþjónustunni hér á Íslandi allt árið og þeim fjölgar um nokkur þúsund á næstu árum
Þorsteinn Briem, 28.10.2014 kl. 19:19
Samtök iðnaðarins:
"Mikilvægi hátækniiðnaðar fyrir atvinnulíf framtíðarinnar speglast í því að fimmtungur allra nýrra starfa sem urðu til hér á Íslandi á árunum 1990-2004 sköpuðust vegna hátækni.
Á sama tíma fjölgaði aðeins um 500 störf í stóriðju og fækkaði um fjögur þúsund í sjávarútvegi.
Í lok tímabilsins störfuðu 5% vinnuaflsins, 6.500 manns, við hátækni, 900 við stóriðju (0,7%) og ríflega 10 þúsund í sjávarútvegi.
Í hátækni eru 40% starfsfólksins með háskólamenntun og um 60% með háskóla- og iðnmenntun.
Ef borinn er saman virðisauki Íslendinga af stóriðju og hátækni sést að virðisauki framleiðslunnar í hátækni er rúmlega þrefalt meiri en í stóriðju.
Þetta skýrist af því að hátæknigeirinn er vinnuaflsfrekur og í innlendri eigu en einungis þriðjungur virðisaukans í stóriðju verður eftir í landinu og um 70% eru flutt úr landi."
Þorsteinn Briem, 28.10.2014 kl. 19:21
"Útflutningur fyrstu sex mánuði ársins 2013 jókst um 1,1% að raungildi borið saman við fyrstu sex mánuði ársins 2012.
Þar af jókst þjónustuútflutningur um 4,7% en á móti dróst vöruútflutningur saman um 0,8%.
Landsframleiðslan jókst um 2,2% að raungildi fyrstu sex mánuðina 2013 miðað við sama tímabil 2012
Þorsteinn Briem, 28.10.2014 kl. 19:23
18.10.2013:
"Útflutningur vöru og þó einkum þjónustu hefur dregið vagninn frá hruni.
Mestu munar þar um hlut ferðaþjónustunnar, sem hefur vaxið langt umfram væntingar og hvert metið verið slegið á fætur öðru í komu erlendra ferðamanna.
Álverð hefur hins vegar lækkað skarpt frá því vorið 2011.
Verðið á tonni af áli var 1.820 dollarar í ágúst síðastliðnum en 2.600 dollarar í apríl 2011 [sem er verðlækkun um 30%].
Og Seðlabanki Íslands reiknar með að meðalverð sjávarafurða lækki um 4% á þessu ári og 2% á næsta ári."
Blikur á lofti í vöruútflutningi héðan frá Íslandi
Þorsteinn Briem, 28.10.2014 kl. 19:26
"Alpan hf. hefur ákveðið að flytja álpönnuverksmiðju sína frá Eyrarbakka til bæjarins Targoviste í Rúmeníu."
"Þórður Bachmann framkvæmdastjóri segir að fyrirtækið keppi á alþjóðlegum mörkuðum og þar hafi samkeppnin harðnað á undanförnum árum á sama tíma og rekstrarumhverfi fyrirtækja í útflutningi hafi versnað stórlega, bæði vegna aukins innlends kostnaðar, skorts á vinnuafli og mjög hás gengis krónunnar.
Ekki er við því að búast að starfsumhverfið batni á næstunni að mati Þórðar, því auk álversframkvæmda og virkjana sem þeim fylgja hafi hið opinbera miklar framkvæmdir á prjónunum næstu ár."
Álpönnuverksmiðjan flutt frá Eyrarbakka til Rúmeníu
Þorsteinn Briem, 28.10.2014 kl. 19:27
##Íbúum í þeim sveitarfélögum sem nú mynda Fjarðabyggð, framleiðslusveitarfélagi, fækkaði hins vegar um 11,2%, eða 582, á árunum 1998-2013, þrátt fyrir álverið í Reyðarfirði. ## Álver Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði tók til starfa í byrjun apríl 2007 en ekki 1998.
Íbúafjöldi á Austurlandi: 2003--12.063, 2007--14.380, 19,2% fjölgun.
Fjarðaál greiddi um 5,1 milljarð króna í laun og launatengd gjöld árið 2013. Meðalárslaun voru um 8,3 milljónir króna.
Árið 2013 nam verðmæti útflutnings frá Fjarðaáli 95 milljörðum íslenskra króna, eða um 8 milljörðum króna á mánuði. Um 35% af útflutningstekjum fyrirtækisins, eða um 33 milljarðar króna, urðu eftir í landinu í formi opinberra gjalda, launa, innkaupa á vöru og þjónustu frá innlendum birgjum, auk samfélagsstyrkja.
Rekstur Landspítalans 2013 kostaði rúma 40 ma.kr Álver Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði stendur því undir rúmlega 75% af rekstri Landspítalans.
um 33 milljarðar króna, urðu eftir í landinu Rekstur Landspítalans 2013 kostaði rúma 40 ma.kr um 33 milljarðar króna, urðu eftir í landinu Rekstur Landspítalans 2013 kostaði rúma 40 ma.kr um 33 milljarðar króna, urðu eftir í landinu Rekstur Landspítalans 2013 kostaði rúma 40 ma.kr um 33 milljarðar króna, urðu eftir í landinu Rekstur Landspítalans 2013 kostaði rúma 40 ma.kr um 33 milljarðar króna, urðu eftir í landinu Rekstur Landspítalans 2013 kostaði rúma 40 ma.kr
Hábeinn (IP-tala skráð) 28.10.2014 kl. 20:10
Þurfa Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn ekki á endurmenntun að halda?!
Ég bara spyr.
Þorsteinn Briem, 28.10.2014 kl. 20:26
Framsóknarflokkurinn - Árangur áfram, ekkert stopp!
Árið 2008:
Guð blessi Ísland! - Ávarpið í heild
Þorsteinn Briem, 28.10.2014 kl. 20:28
30.9.2013:
Skuldir ríkissjóðs Íslands um eitt þúsund og fimm hundruð milljarðar króna, um 90% af vergri landsframleiðslu
Þorsteinn Briem, 28.10.2014 kl. 20:30
"Svokallað hrun."
Þorsteinn Briem, 28.10.2014 kl. 20:31
22.10.2012:
Eignir útlendinga í íslenskum krónum um eitt þúsund milljarðar
Þorsteinn Briem, 28.10.2014 kl. 20:33
Þorsteinn Briem, 28.10.2014 kl. 20:34
Hvar er afnám verðtryggingar?
Hvar er vaxtalækkunin?
Hvar er afnám gjaldeyrishafta?
Hvar er lækkunin á bensíngjaldinu?
Hvar eru álverin á Húsavík og í Helguvík?
Hvar er hækkunin á öllum bótum öryrkja og aldraðra?
Hvar er lækkunin á skuldum ríkissjóðs?
Hvar er áburðarverksmiðja Framsóknarflokksins?
Hvar er þetta og hitt?
Ég er viss um að það var hér allt í gær.
Þorsteinn Briem, 28.10.2014 kl. 20:36
Þorsteinn Briem, 28.10.2014 kl. 20:38
1 vitrænt comment á þessa samantekt Ómars (#2) og restin 20 sóðalegt, óskiljanlegt og geðveikislegt spam-rugl sem allt hefur sést áður. - Það er greinilega aðeins hægt að lesa hin fræðilegu og upplýsandi blogg Ómars með gleði í hjarta og sleppa restinni. - Hver tekur þátt í þessum viðbjóði sem kemur frá þessum fárveika "fyrrum" brottrekna blaðamanni (eins og hann kýs að kalla sig...)...? - Það er alveg ljóst að töflurnar eru búnar á heimilinu !
Ég ætla að halda áfram að lesa fróðleikinn frá Ómari, en niður í svartholið hjá aumingjans manninum sem fær hvergi inni með sóða-krotið - fer ég ekki oftar.
20 geðveikiköst á einu bretti...!!! - Gjörið svo vel ! (Svo kemur að minnsta kosti eitt kast í viðbót á eftir...)
Már Elíson, 28.10.2014 kl. 23:43
Læknar eru í verkfalli, pillulausir sjúklingarnir hanga á blogginu.
Davíð12 (IP-tala skráð) 29.10.2014 kl. 00:16
Góður Davíð..!! - Vonandi snýr...?#&$%...þessu ekki yfir á okkur í dauðasvarinu sem kemur bráðlega !
Már Elíson, 29.10.2014 kl. 00:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.