Skilningsleysi á vandanum.

Eins og ævinlega í vinnudeilum er nú hafin umræða um það að ekki megi hækka laun lækna nema eitthvað smávegis, vegna þess fordæmis sem það muni gefa á öðrum sviðum vinnumarkaðarins að kröfum þeirra verði mætt. 

Þetta sýnir skilningsleysi og afneitun á vandanum og þeirri sérstöðu sem læknarnir hafa og allt heilbrigðiskerfið. Alla nýliðun skortir í stéttinni og afleiðingar þess munu verða hinar sömu og þegar nýliðun skortir hjá dýrategundum eða á öðrum sviðum:

Stéttin deyr smá saman út og heilbrigðikerfið hrynur, en forsenda þess að viðhalda byggð í landinu er að heilbrigðiskerfið sé viðunandi.

Eina leiðin til lausnar vandans er að slá því strax föstu með skýrum rökum, að launahækkun lækna og annarra í heilbrigðiskerfinu, sem nú er að fækka vegna öldrunar, af því að margfalt betri kjör bjóðast erlendis, verður að skoða sem undantekningu og alls ekkert fordæmi fyrir aðra.

Því að auðvitað verða læknar og þar með heilbrigðiskerfið engu betur sett, ef launahækkun þar á að fara yfir allan vinnumarkaðinn með starti á víxlhækkunum launa og verðlags.   


mbl.is Helsta áskorun að manna spítalann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

http://blog.pressan.is/stefano/files/2013/09/T%C3%ADmakaup-%C3%AD-ESB.jpg

Þorsteinn Briem, 28.10.2014 kl. 21:53

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Í sambandi við þessa mynd hér að ofan:

Hafa skal í huga líka að tekjuskattur er ~40% í miðþrepi, VSK er 15-25% og svo framvegis. Þannig að útborgun er Búlgaríu-laun, og kaupgetan er... ekki á listanum.

Ásgrímur Hartmannsson, 28.10.2014 kl. 22:32

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Jafnvirðisgildi (PPP: Purchasing Power Parity) er notað til að færa landsframleiðslutölur til sambærilegs verðlags í ýmsum ríkjum.

Einnig notað til að bera saman hlutfallslegt verðlag milli landa.

Jafnvirðisgildi er umreikningstala fyrir mismunandi gjaldmiðla notuð í stað gengis.

Jafnvirðisgildi sýnir hve mikið þarf í gjaldmiðlum einstakra ríkja til að kaupa sama magn vöru og þjónustu í öðrum löndum.
"

Þorsteinn Briem, 28.10.2014 kl. 22:41

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Purchasing Power Parity (PPP) is measured by finding the values (in USD) of a basket of consumer goods that are present in each country (such as orange juice, pencils, etc.).

If that basket costs $100 in the US and $200 in England, than purchasing power parity exchange rate is 1:2."

"For example, suppose that Japan has a higher GDP per capita, ($18) than the US ($16).

That means that Japanese on average make $2 more than normal Americans. However, they are not necessarily richer.

Suppose that one gallon of orange juice costs $6 in Japan and only $2 in the US. The Japanese can only buy 3 gallons while the Americans can buy 8 gallons.

Therefore, in terms of orange juice, the Americans are richer.

The US has a GDP (PPP) of $14 while Japan has a GDP (PPP) of $12. The GDP exchange rate is 14:12 or 7:6."

"Now apply this to daily life. The orange juice represents the previously mentioned "basket of goods" which represents the cost of living in a country.

Therefore, even if a country has a higher GDP per capita (individual income), that country's people may still live poorer if the cost of living is more expensive."

Purchasing Power Parity (PPP)

Þorsteinn Briem, 28.10.2014 kl. 23:02

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

10.4.2013:

"Reglu­leg laun full­vinn­andi launa­manna á ís­lensk­um vinnu­markaði voru 402 þúsund krón­ur að meðaltali árið 2012.

Al­geng­ast
var að reglu­leg laun væru á bilinu 300-350 þúsund krón­ur og voru 18% launa­manna með laun á því bili.

Þá voru um 65% launa­manna með reglu­leg laun und­ir 400 þúsund krón­um á mánuði.

Reglu­leg laun full­vinn­andi karla voru 436 þúsund krón­ur að meðaltali á mánuði en kvenna 367 þúsund krón­ur."

Meðallaun hér á Íslandi 402 þúsund krónur á mánuði árið 2012

Þorsteinn Briem, 28.10.2014 kl. 23:11

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Af 400 þúsund króna mánaðarlaunum eru útborguð laun einhleypings nú 289 þúsund krónur:

Reiknivél staðgreiðslu - Ríkisskattstjóri

Þorsteinn Briem, 28.10.2014 kl. 23:13

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þar að auki greiðum við Íslendingar næst hæsta virðisaukaskatt í heimi af vörum og þjónustu sem við kaupum hér á Íslandi.

Þorsteinn Briem, 28.10.2014 kl. 23:23

10 identicon

Fáðu ASÍ og aðildarfélög þess til að kvitta upp á þetta og þá er vandinn leystur. Það er ekki langt síðan að laun kennara voru hækkuð aðeins og það er nú notað sem rökstuðningur fyrir því að það þurfi að 'leiðrétta' laun annarra í samræmi við það.

ls. (IP-tala skráð) 29.10.2014 kl. 10:00

11 identicon

Takk Ómar fyrir þessi orð og góðan skilning á ástandinu...

Þessar aðgerðir lækna snúast nefnilega ekki bara um laun...

Eldri kollegar mínir heima á Íslandi eru hreinlega að berjast fyrir framtíð heilbrigðiskerfisins

Þeir eru búnir að átta sig á því að næsta kynslóð íslenskra lækna er ekki að skila sér heim! Stöður eru auglýstar, nánast enginn sækir um og sérfræðingar flýja land

Viðbrögð stjórnvalda og þessir samningar eru afgerandi og fleiri hundruð íslenskra lækna erlendis bíða eftir niðurstöðunni...  Alla langar heim, en núverandi ástand, álag og kjör lætur enginn bjóða sér...

 Bestu kveðjur frá Lundi 

Theódór Skúli Sigurðsson (IP-tala skráð) 29.10.2014 kl. 15:27

12 identicon

Þetta er rétt hjá þér, Ómar.  Það er auðvelt að réttlæta ríflega launahækkun til lækna.  Það á raunar við um flestar aðrar stéttir.

En ekkert af þessu skiptir máli fyrr en síðasti Íslendingurinn er kominn upp fyrir opinber fátækrarmörk.

Hörður Björgvinsson (IP-tala skráð) 30.10.2014 kl. 09:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband