30.10.2014 | 17:21
Þetta er risavaxið. En hvað var þá Skaftáreldahraun?
Vist er Holuhraun orðið stærsta hraun sem runnið hefur hér á landi síðan á 19. öld. Á flugi framhjá því í morgun flaug margt um hugann.
Fyrst okkur finnst þetta hraun risavaxið eins og mér fannst það í morgun, hvaða lýsingarorð ætti þá að nota um Skaftáreldahraun 1783, sem þakti níu sinnum meira land og var með hraunrennsli sem var mörgum tugum sinnum meira?
Strax á fyrstu dögum Skaftárelda fyllti hraunið eitt stærsta gljúfur landsins og steindrap ána, sem var að nálgast sumarrennsli, á augabragði.
Allt þetta hraun rann á rúmum þremur mánuðum.
Móðan frá gosinu fór í kringum jörðina og drap milljónir manna í þremur heimsálfum, samkvæmt nýlegum rannsóknum.
Ætla að skella mynd eða myndum úr ferðinni í morgun á facebook síðu mína. Á þeirri fyrst er horft yfir Jökulsá á Fjöllum og hraunjaðarinn við hana, en nýja hraunið og gosstöðvarnar eru í baksýn..
Hraunið frá Holuhrauni er risavaxið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Svokallað hr(a)un."
Þorsteinn Briem, 30.10.2014 kl. 18:01
Takk, Steini. ÉG fer á milli hrauna þessa dagana, var á Gálgahraunstónleikum í gær og í Holuhraunsleiðangri í morgun.
Ómar Ragnarsson, 30.10.2014 kl. 21:42
Glæsilegt!
Þorsteinn Briem, 30.10.2014 kl. 23:35
Hvað með STÓRA- hraun, eða litla-HRAUN.
Ómar Óskarsson (IP-tala skráð) 31.10.2014 kl. 11:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.