Vel hægt að breyta þessu og samræma sjónarmið.

Það væri fullkomlega óþaft slys að byggja svonefndan Valsreit upp eins og samþykkt hefur verið í Umhverfis-og skipulagsráðs. Á mynd á mbl.is er horft á ská úr suðurátt frá svonefndri neyðarbraut vallarins í átt að gatnamótum Hringbrautar og Snorrabrautar, sem flogið er yfir þegar flogið er til lendingar á þessari braut.

Ef auðu grænu svæðin, sem eru á bak við byggingarnar á reitnum, væru færðar fram þangað sem byggingarnar eru og byggingarnar færðar í staðin aftar á myndinni, þar sem ætlunin er að hafa grænu svæðin nú, yrði hægt að fljúga áfram til lendingar á brautinni, því að brautarendinn liggur aðeins hærra en reiturinn og hvort eð er þarf að fljúga yfir hindranir við gatnamótin að baki.

Það á ekki að vera hindrun í sjálfu sér að fljúga yfir byggingar að flugvöllum, - það er gert um allan heim eins og víðförulir Íslendingar ættu að vita.

Auk þess eru dagarnir, sem þetta þarf að gera, fáir, en afar mikilvægir fyrir öryggi og notagildi vallarins, einkum vegna þess að mjög oft valda þau hvassviðri, sem gera brautina mikilvæga, samgönguerfiðleikum á landi.

Neyðarbrautin er notuð í mjög hvössum suðvestan vindi, sem kemur í nógu marga daga á veturna til þess að gera hinar tvær brautirnar ónothæfar og þess ber að gæta, að Reykjavíkurflugvöllur er jafnmikilvægur fyrir innanlandsflug og allir aðrir flugvellir landsins til saman af því að hann er endastöð, sama á hvern hinna flugvallanna er flogið.

Þegar vindurinn er svona hvass geta flugvélar flogið allt að 40% hægar að brautinni en ella og auk þess komið mun brattar inn.

Af þeim sökum þarf ekki annað en að hafa auðu svæðin, sem sjást á myndinni, næst brautinni og skipa byggingum aftar og utar til beggja handa.

Ef menn ætla að halda fast við þá byggingarskipan, sem nú hefur verið samþykkt að vísa til borgarráðs, í stað þess að leita málamiðlunar sem getur samræmt og sætt mismunandi sjónarmið, er erfitt að túlka slíkt öðru vísi en skaðlega stífni, því að erfitt er að óreyndu að trúa því að beinlínis sé með þessari stífni verið að eyðileggja fyrir nýtingu vallarins.

 

   


mbl.is Breytt deiliskipulag Hlíðarenda samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Varaflugvellir fyrir Keflavíkurflugvöll eru á Akureyri, Egilsstöðum og í Skotlandi.

Þorsteinn Briem, 5.11.2014 kl. 22:46

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hættan á flugslysum er einna mest við enda flugbrauta.

Þorsteinn Briem, 5.11.2014 kl. 22:47

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 5.11.2014 kl. 22:48

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

16.2.2012:

Reykjavíkurborg og einkaaðilar eiga meirihlutann af Vatnsmýrarsvæðinu - Stjórnarskrárvarinn eignarréttur


"Eignarréttur er réttur einstaklings, fyrirtækis eða annars lögaðila til að nota hlut, selja eða ráðstafa á annan hátt og að meina öðrum að nota hann."

Sjálfstæðisflokkurinn
hefur hins vegar engan áhuga á eignarréttinum.

Reykjavíkurborg og einkaaðilar eiga meirihlutann af Vatnsmýrarsvæðinu, merkt hér með gulum strikum:

Þorsteinn Briem, 5.11.2014 kl. 22:50

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

25.10.2013:

"Í framhaldi af undirritun meðfylgjandi samkomulags milli ríkis, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group munu ríki og Reykjavíkurborg vinna í samræmi við áður undirritaða samninga.

Undirbúningur eftirfarandi verkefna mun þegar hefjast:
"

"... ii) Aðilar ljúki vinnu við endurskoðun á deiliskipulagi fyrir flugvallarsvæðið og tilkynnt verði um lokun NA/SV-brautarinnar samhliða auglýsingu þess, síðar á þessu ári [2013]. ..."

"iii) ... Óháð öðrum verkþáttum sem í samkomulaginu felast munu innanríkisráðuneytið og Isavia hafa forgöngu um að kennslu- og einkaflugi verði fundinn nýr staður í nágrenni borgarinnar í samræmi við áður gefin fyrirheit vegna endurbyggingar vallarins um síðustu aldamót og skal stefnt að því að framkvæmdir verði hafnar eins fljótt og verða má."

Samkomulag ríkis, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group um sameiginlega athugun á flugvallarkostum (svokölluð Rögnunefnd)

Þorsteinn Briem, 5.11.2014 kl. 22:53

6 identicon

Sko, er ekki bara kominn tengill á 'Rögnunefnina'!  Aldeilis óvænt!

ls (IP-tala skráð) 6.11.2014 kl. 00:30

7 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Vissulega er hægt að byggja upp á þann veg að flugvöllurinn skerðist ekki, Ómar. Vissulega væri hægt að sætta sjónarmiðin.

Allt sem þarf er vilji og þann vilja skortir hjá borgarstjórn. Þar á bær er einstefna í málinu, flugvöllurinn SKAL burt. Alar aðgerðir borgarstjórnar miða að því marki. Í þeim aðgerðum eru undirritaðir samningar lítila virði sem og eignir manna á svæðinu.

Gunnar Heiðarsson, 6.11.2014 kl. 08:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband