17.3.2007 | 16:25
TAKK, HAFNARFJARÐARLEIKHÚS !
Manni leiddist ekki eitt augnablik í Hafnarfjarðarleikhúsinu í gærkvöldi þegar Draumaland Andra Snæs Magnasonar var frumsýnt þar. Þarna tókst að skapa mörg afbragðs atriði enda er getur þessi verðlaunabók verið gjöful uppspretta og líklega hægt að setja á svið margar útgáfur af henni á sviði.
Enn og aftur til hamingju, Andri Snær, og takk, takk, takk, Hafnarfjarðarleikhús!
Athugasemdir
Til lukku en hvenær kemst þetta hægri græna barn ykkar á koppinn, eða verður það aldrei barn í brók?
Steini Briem (IP-tala skráð) 17.3.2007 kl. 18:36
Hann er víst ágætur og ef þú ert ekki sammála honum er kannski æskylegt að tjá sig á faglegum nótum eins og hann virðist alltaf gera.
Ég er græn og hef alltaf verið, en í dag í mínum huga að vera græn þýðir tvennt: Annarsvegar hvað er skynsamlegast að gera fyrir jörðina og hins vegar það sem er skynsamlegast fyrir okkur menn (og konur)
Er ekki snjöll hugmynd að nota vatnsföll og hitaveitu til að búa til örku? Hver er ekki sammála því? Er það ekki það sama að slá tvær flugur í einu höggi?
Vona ég...
Bkv.
Fjóla
Fjóla (IP-tala skráð) 17.3.2007 kl. 23:02
Takk ómar.
þú hefur búið til vakningu sem ekki fer. stíflur fara en áhrifin aldrei, en það sem þú hefur gert er ógleymanlegt. Mér finnst þín vakning flott en framboðið sofandi. Einsog faðir sem kallar yfir hafragraut en alli sáttir sofandi. d
þú ætlar vilt og gerir en svo er fólk sem þú treystir sem notar níðir og stælir. Þú ert. Takk
Svanur Guðmundsson, 18.3.2007 kl. 02:57
Þetta er alveg frábær sýning hjá Hafnarfjarðarleikhúsinu. Það þarf hugmyndaflug og frjóa sýn að setja bók eins og Draumalandið á svið.
Sýningin er allt í senn stórskemmtileg, háalvarleg og hárbeitt. Notkun margmiðlunar, tónlistar og annarra hughrifa rennur frábærlega saman við kraftmikinn leikhóp. Salurinn og leikararnir urðu eitt.
Það er ekkert leikrit sem á eins brýnt erindi við Íslendinga í dag og þetta leikrit.
Ef þú ferð aldrei í leikhús brjóttu þá regluna og sjáðu þetta leikverk.
Ef þú ætlar bara einu sinni í leikhús á þessu ári sjáðu þá Draumalandið í Hafnarfjarðarleikhúsinu.
Ef þú hefur kosningarétt í Hafnarfirði í íbúakosningunni 31. mars næstkomandi mættu þá í Hafnarfjarðarleikhúsið og sjáðu Draumalandið, ÁÐUR EN ÞÚ GREIÐIR ATKVÆÐI!
Með kveðju,
Þröstur Sverrisson
Þröstur Sverrisson (IP-tala skráð) 18.3.2007 kl. 14:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.